Níðingsskapur gagnvart öldruðum sjúklingum

Almenningur greiðir fyrir heilbrigðiskerfið með sköttum sínum alla ævina, hvort sem hann nýtir þjónustu þess meira eða minna um dagana, en við bætast komugjöld og önnur smærri gjöld vítt og breitt um kerfið, sem ríkisstjórnir hafa klínt á sjúklinga í gegn um tíðina, þegar létta hefur þurft kostnaði af ríkissjóði og hefur það verið kallað að spara í ríkisrekstrinum.  Ríkið notast mjög oft við þá auðveldu sparnaðarleið að koma kostnaði yfir á aðra, en auðvitað sparast ekkert við slíkar aðgerðir, greiðslan er aðeins flutt beint yfir á sjúklingana í stað þess að innheimta hana með almennum sköttum.

Það allra ósanngjarnasta og níðingslegasta sem viðgengist hefur lengi í heilbrigðiskerfinu er sú aðgerð að haldleggja nánast allar elli- og lífeyrisgreiðslur þeirra öldruðu, þegar heilsan fer að gefa sig á seinasta hluta ævinnar og þeir þurfa virkilega á þjónustu þess heilbrigðiskerfis að halda, sem þeir hafa greitt til alla sína ævi með skattgreiðslum sínum.  Hér er auðvitað átt við það rán, sem viðgengst á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra, en þá telur "kerfið" réttlætanlegt að innheimta fullan sjúklingaskatt af þessum öldruðu sjúklingum.

Í fréttinni kemur þetta fram um þennan öldrunarsjúkdómaskatt:  "Í ár gildir að ef mánaðartekjur íbúa á öldrunar- og hjúkrunarheimilum eru yfir 65.005 kr. á mánuði, eftir skatta, þá tekur hann þátt í dvalarkostnaði með þeim tekjum sem umfram eru. Greiðslurnar verða þó aldrei hærri en 281.871 kr. á mánuði, en greiðsluhámarkið hefur hækkað um 70.000 krónur frá árinu 2007. Á sama tíma hefur öldrunarrýmum fækkað um rúmlega 350."

Getur það verið að þetta sé það réttlæti sem yngri kynslóðirnar vilja sýna foreldrum sínum og öðrum öldruðum og sjúkum ættingjum?


mbl.is Hærri gjöld og fleiri borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Þetta er það ógeðslegasta sem viðgengist hefur í þjóðfélaginu. Það lítur ekki út fyrir að ráðamenn eigi eða hafi átt foreldra.

Magnús Óskar Ingvarsson, 20.10.2010 kl. 10:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í ÞESSARI fréttaskýringu er nánar fjallað um þetta óréttlæti.

Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2010 kl. 11:12

3 Smámynd:  (netauga)

Þetta er svona „ búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld “ með öfugum formerkjum

(netauga), 20.10.2010 kl. 11:15

4 identicon

Mjög þörf umræða. Þessi þátttaka aldraðra hefur reyndar alltaf verið og hefur verið í gegnum tíðina svo gróf að það eru varla orð yfir það. Ráðlegg fólki að fara á vef TR og kynna sér núverandi reglugerðir.

Vissuð þið t.d. að ef maki fer á hjúkrunarheimili þá má taka allt að 50% af tekjum hins makans til að ná upp í dvalarkostnaðinn í þeim sem fer á heimilið ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 11:28

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Eg held að þessi meðferð á öldruðum á Islandi standist ekki alþjóðalög.

Mannrettindabrot er orðið yfir það.

Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.10.2010 kl. 14:19

6 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Er ekki best að bera beinin heima ?  Þú ert hvort eð er rændur öllu , en á stofnum sjálfræðinu einnig.

Best að neita læknismeðferð og drepast af einhverjum svæsnum sjúkdóm eða bráðri sótt, frekar en að leggjast inn á elli-ráns-stofnun.

Árni Þór Björnsson, 20.10.2010 kl. 15:17

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Til að undirstrika fáráðleikann, sem Björn bendir á hér að framan vegna maka, má líka benda á að ef annar makinn er með háar lífeyrisgreiðslur og þarf að fara inn á hjúkrunarheimili, þá þarf hann að greiða allar tekjur sínar, umfram þessi 65 þús., til hjúkrunarheimilisins, en makinn með lágu tekjurnar situr jafnvel eftir heima og þarf að greiða allan rekstur heimilisisins af þeim tekjum sem eftir eru og mörg dæmi eru um að það hafi bara alls ekki gengið upp og hjónin lent í fjárhagserfiðleikum ofan á erfiðleika vegna elli og sjúkdóma.

Þetta kerfi er eins óréttlátt og níðingslegt og nokkurt kerfi getur verið og er þá langt til jafnað.

Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2010 kl. 15:30

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég leyfi mér að vona að þessar tölur séu áreiðanlegar. Og ef svo reynist þá hefur þessi hluti velferðarkerfisins lagast að mun síðan móðir mín var vistuð á öldrunardeild rétt fyrir aldamót.

Árni Gunnarsson, 20.10.2010 kl. 16:39

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Árni, útskýrðu nánar hvað þú meinar, því kerfið á ekki að hafa breyst svo mikið undanfarin ár, nema hvað hámarksgreiðslan hefur hækkað, nema ríkisstjórn Geirs Haarde hafi verið búin að gera einhverjar lagfæringar, sem maður er þá búinn að gleyma.

Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2010 kl. 16:59

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mannvonska á öllum sviðum breiðir úr sér á Íslandi meðal þeirra sem ráða. Ég flutti til Íslands út af móður minni og bjó þar í tæp 6 ár eða þar til hún dó. Og hún dó vegna mistaka, skeytingaleysis, kerfis sem er mannað fólki sem er meira eða minna hrætt við yfirboðara sýna. Ég hef án þess að vilja það sjálfur lært allt sem er þess virði að læra í hjúkrun aldraðra, og ef ætti að dæma Ísland eftir því hvernig það fer með sína gamla og sjúka, þá á ekki að leyfa neinum Íslendingi að vistast innan um fólk...það er eitthvað alvarlegt og hættulegt að þeim.

Óskar Arnórsson, 20.10.2010 kl. 23:02

11 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þetta hefur verið svona lengi og er okkur til mikillar skammar. Það sem meira er þá er það í flestum tilvikum konan sem situr eftir heima sem á sínum yngri árum vann heima og á því engan lífeyrissjóð. Makinn er fluttur jafnvel hreppaflutningum á hjúkrunarheimili og eftir situr maki sem á ekki fyrir framfærslu og getur oft ekki keyrt. Þannig missir eftirsitjandi maki líka frelsi til ferða. Ofan á þetta kemur að sá aðilinn sem er inni á hjúkrunarheimili er nánast réttindalaus um sín mál og hefur lítið um ákvarðanir að segja.

Við þurfum að stefna að nokkurs konar leigukjörnum þar sem læknis og hjúkrunarþjónusta er innan svæðis. Íbúðirnar eru heimili fólksins (niðurgreiddar) og það heldur réttindum sínum og tekjum. Þannig mun Ríkið/bæjarfélögin eingöngu þurfa að skaffa þjónustuna. Þjónustukjarninn hafi þá örfá rúm fyrir mikið veika einstaklinga í göngufæri frá maka.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.10.2010 kl. 06:01

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í stuttu máli þá voru allar lífeyrisgreiðslur teknar inn í dvalarkostnað. Síðan fékk hún svonefnda dagpeninga sem höfðu yfirbragð ölmusu og voru ef ég man rétt tæpar 10 þús. kr. á mánuði. Móðir mín lést árið 1999.

Árni Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 10:39

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hafi ég skilið þig rétt Axel þá heldur vistmaðurinn 65,005 kr. af tekjum eftir skatta og tekur þátt í vistunarkostnaði með því sem umfram er.

Árni Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 10:47

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þannig skil ég þetta líka Árni.  Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur þá verið búin að lagfæra þessi mál verulega, þó alls ekki hafi verið nóg að gert.  Vinstri stjórnin hefur svo hækkað hámarksgreiðsluna eftir að hún komst til valda og segist þó vera "norræn velferðarstjórn". 

Það er mikil ósanngirni að gamalt fólk skuli þurfa að greiða fyrir dvöl á sjúkradeildum, þegar enginn annar aldursflokkur þarf að greiða fyrir sjúkrahúsvist öðruvísi en í gegn um skattkerfið, en það er þetta gamla fólk búið að gera alla sína ævi.

Axel Jóhann Axelsson, 21.10.2010 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband