Jón Bjarnason reynist ríkissjóði dýr

Sú ákvörðun Jóns Bjarnasonar að gefa rækjuveiðar frjálsar, þ.e að taka rækjuna út úr kvóta, ætlar að reynast ríkissjóði dýr, þar sem Byggðastofnun, sérleg lánastofnun ríkisins, þarf að afskrifa sjö hundruð milljónir króna vegn lána til þriggja útgerðarfélaga, sem áður fengu úthlutuðum rækjukvóta.

Hvaða skoðun sem menn annars hafa á því, hvort rétt eða rangt hafi verið að gera þessa breytingu á sjávarútvegsstefnunni, verður það að teljast stórmerkilegt að einn ráðherra skuli geta kollvarpað heilu fiskveiðistjórnunarkerfi án nokkurs samráðs við aðra ráðherra og hvað þá Alþingi, sem þó á að setja landinu lög og hlutverk ríkisstjórnarinnar að framfylgja þeim.

Jón Bjarnason hefur gefið í skyn að hann ætli að gera hinar og þessar breytingar á kvótakerfinu og virðist ekki heldur ætla að bera þær undir nokkurn mann, né athuga hvort slíkar breytingar gætu kostað Byggðastofnun og ríkissjóð stórfé.

Allt sýnir þetta hverskonar lausatök og persónulegir dyntir einstaklinga ráða miklu við stjórn landsins.


mbl.is 700 milljónir á afskriftareikning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Geir Haarde bar ábyrgð á hruninu, einsog þingmenn kusu um, þá væntanleg ber Jóhanna Sigurðardóttir ábyrð á þessu.

Ekki satt ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 19:13

2 identicon

Dettur engum í hug að Byggðastofnun sé kannski óþarft apparat, sem bara eyðir peningum?

Besti (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 19:53

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Besti, í þessu samhengi skiptir engu hvort Byggðastofnun sé óþarft apparat eða ekki.  Tapið af þessari ráðstöfun Jóns Bjarnasonar er staðreynd hvað sem líður nauðsyn stofnunarinnar.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2010 kl. 20:45

4 identicon

Ég var nú bara að meina að upp á framtíðina til að gera væri einfaldast að leggja stofnunina niður, selja einhverjum bankanum skuldabréfaeignina og segja stopp: Ríkið - les: skattgreiðendur - hætti að láta fara svona með peningana sína. Í öllum bænum ekki taka þetta þannig að ég sé að mæla Jóni Bjarnasyni bót.

Besti (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 20:49

5 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég verð nú að segja í fullri hreinskilni, að ég skil ekki vel þessa frétt. Ef eitthvert fyrirtæki hefur fengið peninga lánaða hjá Byggðastofnun, þá þarf þetta sama fyrirtæki, að sjálfsögðu, að greiða peningana til baka, - ekki satt ?

Nú þegar þessi fyrirtæki, sem hafa stundað rækjuveiðar og rækjuvinnslu, og sem fengu peningana að láni, og sem hafa nú fengið fullt frelsi til þess að veiða rækju rétt eins og þeim sýnist, þá ættu þau, - að mínu mati, - að geta borgað sín lán til baka, mun auðveldar en áður.

Hér áður fyrr voru fyrirtækin hömluð til veiða, vegna takmarkana kvótakerfisins, en samt sem áður tóku fyrirtækin þessi lán, og varla trúi ég öðru en því að þau hafi talið sér fært að endurgreiða lánin. Varla hefðu þau annars tekið þessa peninga að láni.

En núna þegar fyritækin eru frjáls að veiða meiri rækju en nokkru sinni fyrr, þá er farið að tala um, (í fréttinni), eins og fyrirtækin geti ekki staðið við sitt.

Ég segi því enn og aftur, - mér er þetta nánast óskiljanlegt. Hvernig getur staðið á þessu, - hvað veldur ?

Tryggvi Helgason, 18.10.2010 kl. 20:54

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tryggvi, væntanlega fær Byggðastofnun greitt af lánunum svo lengi sem fyrirtækin fara ekki á hausinn, en bara það að setja þetta strax á afskriftareikning, bendir til þess að staða þessara fyrirtækja sé ekki góð.

Lánin hafa þau væntanlega tekið til að kaupa skipin, sem þá hafa verið keypt með veiðiheimildum, en verðmæti skipa án veiðiheimilda er ekki mikið og því hafa veðin hrunið við þessa aðgerð Jóns Bjarnasonar og verði fyrirtækin gjaldþrota og skipin seld, væntanlega án veiðiheimilda, þá fást lánin aldrei endurgreidd, þar sem veðið í skipunum hefur orðið að nánast engu við þessa breytingu.

Hvað sem menn segja um kvótakerfið, þá eru lánamál útgerðarfyrirtækjanna algerlega bundin við þau veð sem í skipunum og veiðiheimildunum eru og verði þær teknar af, þá hrynur atvinnuvegurinn umsvifalaust eins og spilaborg.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2010 kl. 21:41

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta kemur allt til baka og miklu meir en það þegar hann leigir beint út viðbótar kvóra en ekki í gegnum LÍÚ.

Sigurður I B Guðmundsson, 19.10.2010 kl. 00:22

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já maður ætti kannski að slá Byggðastofnun um lán fyrir leigu á þessum viðbótarkvóta. :-)

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.10.2010 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband