18.10.2010 | 15:32
Geirfuglastríðið mikla
Íslenskur listamaður gerði eftirmynd af geirfugli árið 1988 og setti það upp í Skerjafirðinum, þeim til augnayndis, sem eiga leið framhjá fuglsmyndinni, en aðrir hafa lítið haft af henni að segja síðan hún var sett upp.
Erlendur listamaður hefur nú tekið sig til og gert syrpu af eftirmyndum útdauðra fugla og er geirfugl þar á meðal, sem hann fékk leyfi til að setja upp á Reykjanesinu og mun hún eflaust verða þeim sem þar eiga leið um til augnayndis, eins og geirfuglsmyndin í Skerjafirðinum. Íslenski listamaðurinn brást hins vegar ókvæða við þessari nýju geirfuglseftirmynd og taldi hana vera stælingu á sinni, enda báðar nauðalíkar hinum útdauða geirfugli, sem reyndar var tilgangurinn með báðum verkunum. Þetta furðulega geirfuglastríð verkur upp þá spurningu, hvort einn listamaður geti haft einkaleyfi til að gera eftirmyndir af ákveðinni dýrategund, lifandi eða útdauðri, og enginn annar megi eftir það glíma við að búa til sína eigin eftirmynd af kvikindinu.
Nú eru t.d. styttur af hestum og fleiri dýrategundum, vítt og breitt um veröldina og verður að teljast stórmerkilegt að ekki skuli hafa brotist út stórstyrjaldir vegna slíkrar fjöldaframleiðslu á dýraeftirlíkingum og skýrist það ef til vill af því að þetta hefur tíðkast í árþúsundir og höfundarréttur fyrstu listamannanna sé því lögnu útrunninn.
Ef til vill átti aldrei að taka mark á þessari fáránlegu kvörtun íslenska listamannsins og uppákoman hafi eingöngu verið til gamans gerð í þeirri von að hún gæti komið fólki í gott skap og fengið það til að hlæja dátt.
Hafi það verið tilgangurinn, tókst ætlunarverkið fullkomlega.
Neita að fjarlægja geirfuglinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega eða styttur af dýrategundinni "maður" þær eru nokkrar hér á landi.
Sigurður F. Sigurðarson, 18.10.2010 kl. 15:41
Verður einn geirfugl ekki alltaf eins og annar geirfugl?
Gunnar (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 16:09
Er í alvöru einhver hissa á því að tvær styttur, byggðar á sama (eða mjög svipuðum) uppstoppuðum fugli skuli íta eins út?
Púanum finnst þetta nú virkilega kjánalegt hjá íslenska listamanninum.
Púkinn, 18.10.2010 kl. 16:43
Sammála, þó að það sé auðvitað einhver munur milli einstaklinga innan dýrategundar þá hlýtur geirfugl að líta út mjög svipað og annar geirfugl, finnst þetta lykta svolítið einkennilega hjá Ólöfu, er hún virkilega komin með einkarétt á að búa til eftirmyndir af geirfuglum?
Einar Steinsson, 18.10.2010 kl. 17:14
Síðasti geirfulglinn er dauður, ekki.
Þess vegna er auðvitað alveg rosalega sárt eftir að hafa endurvakið hann og líða vel yfir því í heil 12 ár, sem var að öllum líkindum langur líftími geirfugls,að það komi bara einhver kujoni og lengi ekki bara líftímann líka, heldur gerir þrjá slíka. Hvernig í ósköpunum á frjálsborinn listamaður að bregðast við svona tíðindum, jú stríð. Ergo, þitt er mitt, en mitt ekki aldeilis þitt eða þitt er ekki þitt eða bara mitt er mitt, svona til vara o.s. videre.
Þvílík dauðans della. .
Bergljót Gunnarsdóttir, 18.10.2010 kl. 17:23
Athygli og ekkert annað en að fá athygli.
Sigurður I B Guðmundsson, 18.10.2010 kl. 17:36
Kannski eru þetta alls ekki allt styttur af síðasta geirfuglinum. Ein gæti verið af fyrsta geirfulglinum, ein af þeim síðasta og hinar af ættingjum þeirra frá mismunandi tíma.
Verst er líklega, að enginn getur sagt til um það, hver er hvað og síðan hvernær.
Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2010 kl. 18:38
Hæ,hvar í Skerjafirðinnum er þessi blessaði fugl, gaman væri að sýna barnabörnunum hann,
Bernharð Hjaltalín, 18.10.2010 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.