Lífeyrisþegar greiði fyrir skuldaniðurfellingar

Vegna þeirrar skelfingar sem tunnubarsmíðarnar fyrir framan Alþingishúsið á meðan Jóhanna Sigurðardóttir flutti stefnuræðu sína þann 1. Október s.l., ollu meðal ráðherranna og stuðningsmanna þeirra á þinginu, hefur tímanum síðan verið varið til umfjöllunar um hvernig og hvort fara eigi út í flatar skuldaniðurfellingar allra húsnæðislána, en á meðan er ekkert gert til að útkljá mál þeirra, sem virikilega þurfa á aðstoð að halda vegna skuldamála sinna.

Íbúðalánasjóður er að mestu leyti fjármagnaður af lífeyrissjóðunum og á sáralítið eigið fé og getur því ekki afskrifað eitt eða neitt, nema til komi fjárframlag frá ríkissjóði, eða lífeyrissjóðirnir afskrifi lán sín til sjóðsins, svo hann geti afskrifað hjá lántakendum sínum.  Síðan þyrftu lífeyrissjóðirnir að afskrifa hluta beinna útlána sinna til sjóðfélaga og minnstur hluti niðurfærslanna myndi svo lenda á bönkunum, sem trúlega gætu tekið á sig tapið af slíkum ráðstöfunum, þó vafasamast sé það með Landsbankann, sem er ríkisbanki og myndi, ef að líkum lætur, þurfa aukið fjárframlag úr ríkissjóði.

Hvernig svo sem þessi flati niðurskurður húsnæðislána yrði framkvæmdur, myndi hann óhjákvæmilega lenda á elli- og örorkulífeyrisþegum lífeyrissjóðanna og framlög sem frá ríkissjóði kæmu, yrðu væntanlega ekki fjármögnuð öðruvísi en með auknum niðurskurði í mennta- heilbrigðis- og velferðarkerfinu.

Á meðan þráttað er um hvernig niðurfellingunni verði með minnst áberandi hætti komið yfir á elli- og örorkulífeyrisþega, halda innheimtuaðgerðir og nauðungarsölur íbúða þeirra verst stöddu áfram af fullum þunga, m.a. vegna uppboðsbeiðna frá innheimtumönnum ríkissjóðs og sveitarfélaga, sem ekkert gefa eftir, ekki einu sinni þó skuldararnir reyni að komast í skuldaaðlögun, en þá stranda uppgjörin oftast á skuldunum við ríkið og sveitarfélögin, sem engin leið er að fá lækkaðar eða felldar niður.

All snýst um þessar mundir um að aðstoða þá sem minnstrar aðstoðar þurfa.  Þetta kemst ríkisstjórnin upp með, vegna þess að hinn breiði fjöldi leyfir henni það og svo þegar kemur að því að tilkynnt verður, að ekkert verði af þessari almennu niðurfellingu, þá verður stjórnarandstöðunni og lífeyrissjóðunum kennt um og ríkisstjórnin mun standa eftir og slá sér á lær af hneykslun yfir "framferði" þeirra.

Nauðungaruppboðin fara fyrst fram á skrifstofu sýslumanna og síðar á eignunum sjálfum að fjölskyldunum viðstöddum, þar á meðal börnum.  Það eru ekki uppboð á eignum þeirra, sem geta borgað af skuldum sínum.  Þau eru vegna þeirra skuldara, sem gjarnan myndu vilja greiða skuldir sínar, en geta það ekki.

Hinir skipa miklu stærri og sterkari þrýstihóp.


mbl.is Flatur niðurskurður hjálpar ekki þeim verst stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér finnst eins og að í hvert einasta skipti, sem gerð hefur verið tilraun til þess að leysa vandann, núna reynt í fimmta skipti, hafi ekki verið gerð nógu ítarleg úttekt á greiðslugetu fólks og greiðsluvilja.  Hvað detta t.d. margir inn aftur í hóp þeirra sem staðið geta í skilum, eftir niðurfærslu skulda?

 Er ekki bara gáfulegra að lækka greiðslubyrðina, tímabundið yfir línuna.  Færa það sem ekki borgast á þeim tíma aftur fyrir lánin. Nota þann tíma til þess að vinna heildstætt að úrræðum sem virka, byrja á þeim sem verst standa og enda á þeim sem minnsta aðstoð þurfa.  Slíkt úrræði myndi líklegast auka bæði greiðslugetu og greiðsluvilja mjög margra og tryggja það, að þau heildarúrræði sem ákveðin yrðu að lokum, tæki enn betur á vandanum, en öll fjögur úrræði stjórnvalda hingað til, til samans.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.10.2010 kl. 12:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tillaga sjálfstæðisflokksins um að fólk greiddi aðeins helming afborgana húsnæðisskuldanna næstu þrjú ár og hinn helmingurinn yrði færður aftur fyrir lánstímann, var einmitt hugsuð til þess að vinna tíma, sem nota mætti til að greiða úr skuldaflækjunni, því engin ein patentlausn dugar fyrir alla.

Þá hefði einmitt gefist tími til að taka vanda þeirra verst stöddu til afgreiðslu fyrst og síðan koll af kolli og enginn hefði þurt að þola nauðungarsölu á íbúð sinni á meðan að þessi vinna hefði staðið yfir.

Tillagan kom ekki frá "réttum" aðilum og þess vegna kom hún ekki til álita.  Lilja Mósesdóttir hefur staðfest að þess vegna sé ekkert tillit tekið til tillagna minnihlutans á þingi, alveg sama hve tillögurnar séu góðar.

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2010 kl. 13:22

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég viljandi "eignaði" engum hugmyndina í þeirri von að einhver, yrði henni sammála.  Einhver annar en þú Axel og þá helst einhver fastagesta þinna, sem að hefur það að markmiði að skíta Sjálfstæðisflokkinn út sem mest hann má og blaðra út í eitt að Sjálfstæðisflokkurinn og hinir stjórnarandstöðuflokkanir komi aldrei með tillögur til lausnar vandanum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.10.2010 kl. 13:52

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt Kristinn Karl, að tillögur verða að koma frá "réttum" aðilum til að fá einhverja umræðu af viti.  Það þýðir samt ekki að gefast upp á að leggja þær fram, þó að svo illa vilji til að nú sitji versta ríkisstjórn lýðveldistímans við völd á Íslandi, tímabundið.  Hún mun hrökklast frá völdum fljótlega og þá gefst vonandi tækifæri til að vinna af alvöru og festu að þeim úrlausnarefnum, sem bráðnauðsynlegt er að leysa úr og hefði þurft að vera búið að leysa fyrir löngu.

Rétt til að árétta skoðun mína hér að framan um að nú væri verið að finna leiðir til að láta elli- og örorkulífeyrisþega lífeyrissjóðanna greiða niður húsnæðislánin fyrir þá yngri, má benda á ÞESSA frétt um afstöðu lífeyrissjóðanna.

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband