Skemmdarverk á velferðarkerfi Sjálfstæðisflokksins

Á árunum fyrir hrun var ríkisstjórnum undir forystu Sjálfstæðisflokksins oft legið á hálsi fyrir að "þenja út ríkisbáknið" þrátt fyrir að tekjuafgangur hafi verið af rekstri ríkisins ár eftir ár og ríkissjóður verið að heita má skuldlaus, sem aldeilis kom sér vel þegar alþjóðlega efnahagskreppan skall á af fullum þunga.

Hefði ríkisbáknið verið þanið út á þessum árum með eintómum "óþarfa" og nýrri starfsemi, væri auðvelt að skera niður í rekstri ríkissjóðs núna, þegar á bjátar og spara allt það ónauðsynlega, sem fullyrt hefur verið að bætt hafi verið í ríkiskerfið á valdatíma Sjálfstæðisflokksins.  Núna þegar kemur að því að spara þarf í kerfinu, er ekki hægt að benda á "óþarfann" og allur niðurskurðurinn er á sviði heilbrigðið- mennta- og velferðarmála, en það voru einmitt þau svið sem góðærisins nutu og fjárveitingar til allra þessara málaflokka voru stórhækkaðar og bætur auknar til elli- og örorkulífeyrisþega, fæðingarorlof var lengt og barna- og vaxtabætur hækkaðar.

Svo illa eru niðurskurðartillögurnar unnar og undirbúnar, að allir telja að á sínu sviði sé nánast um hermdarverk að ræða, lífeyrisþegar segja sínar skerðingar setja sig niður fyrir sultarmörk, skólayfirvöld telja rekstrargrundvöll skólanna varla vera lengur fyrir hendi, sjúkrahúsarekstur utan Reykjavíkur á að leggja í rúst og fæðingarorlof á að skerða og lækka barna- og vaxtabæturnar.

Ekki þarf að bera sérstaka stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir þessum skoðunum, því mótmælin sem á ríkisstjórninni dynja alls staðar af landinu eru ekkert sérstaklega frá þeim komin, heldur grasrótinni í þjóðfélaginu, lífeyrisþegunum sjálfum og starfsmönnum ríkisins, en þetta fólk hefur hinar ýmsu stjórnmálaskoðanir og kemur úr öllum stéttum þjóðfélagsins.

Nægir að benda á eftirfarandi, sem fram kemur í yfirlýsingu frá starfsmönnun ríkis og sveitarfélaga inna starfsgreinasambandsins, en þar segir m.a:  "Félagsmenn SGS eru vel meðvitaðir um að niðurskurðar er þörf í ríkisrekstrinum, sumar tillögurnar verða þó ekki túlkaðar öðru vísi en að um hrein skemmdarverk sé að ræða. Engu er líkara en ákveðið hafi verið að leggja niður rekstur einstakra stofanna um alla framtíð. Nauðsynlegt er að því sé svarað af fullri hreinskilni hvort svo sé og heimamenn geti þá brugðist við í samræmi við það."

Við þetta er í sjálfu sér engu að bæta.


mbl.is Niðurskurðartillögur „hrein skemmdarverk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Úrræðalaus stjórn er þjóðinni hættuleg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.10.2010 kl. 11:59

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Elsku Axel minn, þú og þín blinda trú á það sem ekkert er.

En neðstu málsgreininni er ég sammála.

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.10.2010 kl. 16:08

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvaða skóla-, heilbrigðis- og velferðarkerfi er verið að skera niður við trog núna?  Var það ekki byggt upp í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins? 

Það eru hreint ekki eingöngu Sjálfstæðismenn sem eru að kvarta undan eyðileggingunni á margra ára uppbyggingu þessara kerfa.  Sjálfstæðisflokkurinn er nefninlega og hefur alltaf verið mesti velferðarflokkur landsins.

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2010 kl. 16:32

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta kom því miður rangt út hjá mér,með neðstu málsgreinina Ég átti við næst neðstu, tók ekki eftir þeirri alsíðustu í smáa letrinu.

 Víst hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert margt gott á langri vegferð sinni, enda kaus ég hann hérna áður fyrr, en ég treysti honum bara alls ekki lengur, eins og svo margir aðrir.

 Stjórnarflokkarnir hafa skitið svo í nitina sína undanfarið að að annað eins finnst varla, þó víða væri leitað, en það gerir Sjálfstæðisflokkinn engu betri, því miður.

Við þetta, er í sjálfu sér engu að bæta.

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.10.2010 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband