Þingræði, ráðherraræði eða embættismannaræði?

Hér á landi hefur þróunin verið á þann veg að ríkisstjórnin stjórni Alþingi, en ekki öfugt eins og stjórnarskráin segir fyrir um.  Samkvæmt stjórnarskránni skal Alþingi setja landinu lög og skipa ríkisstjórn til að sjá um verklegu hliðina á lögunum, þ.e. að sjá til þess að embættismennirnir og kerfið í heild framfylgi þeim lögum, sem þingið setur.

Þingmennirnir hafa látið það yfir sig og Alþingi ganga, að verða lítið annað en stimpilpúði á lagafrumvörp sem frá embættismönnum koma í gegn um ráðherrana og sárafá, ef nokkur, þingmannafrumvörp eru samþykkt á Alþingi og alls ekki ef þau koma frá stjórnarandstöðuþingmönnum.

Nú hafa þingmenn allra flokka, annarra en VG, tekið sig saman um að flytja frumvarp til laga um þátttöku ríkissins í kosntanði við hafnargerð í Helguvík, en nokkuð er víst að ríkisstjórnin mun fyrirskipa forseta Alþingis og formönnum nefnda, að tefja frumvarpið og þvæla, svo það muni daga uppi í þinglok og enga afgreiðslu hljóta.  Það yrði mikil niðurlæging fyrir Alþingi og endanleg sönnun þess að hér ríki ráðherraræði en ekki þingræði.

Ef frumvarp, sem flutt er af meirihluta þingmanna, verður kæft og tafið svo lengi að það fáist ekki afgreitt, væri nánast hægt að leggja Alþingi niður og taka hér upp algert embættismannaræði.


mbl.is Ríkið borgi 700 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll það er á hreinu að þarna innan veggja er ekki lýðræði!

Sigurður Haraldsson, 11.10.2010 kl. 09:31

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það verður varla liðið að stjórnin svæfi eða tefji þetta mál -

eðlilegt að VG sé á móti - þetta er jú á Suðurnesjunum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.10.2010 kl. 09:32

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta verður sönn prófraun fyrir þingræðið.

Axel Jóhann Axelsson, 11.10.2010 kl. 09:43

4 identicon

Axel ert þú með yfirvaraskegg?

útlitseftiritið (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 10:32

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mikið asskoti ratast þér oft  rétt á munn, þegar þú ert ekki að skrifa um dýrð og dásemdir Sjálfstæðisflokksins

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.10.2010 kl. 10:40

6 Smámynd: Elle_

Það er alveg óþolandi hvað alþingi leyfir ráðherrum að komast upp með að valta yfir löggjafarvaldið.  Flokkspólitískur forsetinn og ráðherrar eru stórt vandamál og ættu ekki að vinna í alþingi.

Elle_, 11.10.2010 kl. 11:11

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það verður að skerpa línurnar á milli framkvæmdavalds og löggjafavalds.  Nú er framkvæmdavaldið jafnvel farið að skipta sér af löggjafavaldinu með yfirlýsingu Ögmundar um að fara þurfi ofan í úrskurði dómstóla vegna nauðgunarmála.  Ráðherrarnir virðast alls ekki gera sér grein fyrir takmörkunum á valdi sínu.

Axel Jóhann Axelsson, 11.10.2010 kl. 13:22

8 identicon

Við verðum að vita þetta áður en lengra er haldið.

útlitseftirlitið (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 14:24

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú þarna í athugasemd nr. 4 og 8, farðu nú út að leika þér með hinum börnunum.  Þú hlýtur að geta fundið einhverja til að leika við þig, að minnsta kosti þegar krakkarnir koma heim af leikskólunum.

Axel Jóhann Axelsson, 11.10.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband