5.10.2010 | 21:47
Ofsóknir og hefndaræði
Dálkahöfundurinn Christopher Caldwell sem skrifar í The Financial Times hittir naglann algerlega á höfuðið, þegar hann segir að það, að stefna Geir H. Haarde fyrir Landsdóm einkennist af hefndarþorsta og eftiráspeki pólitískra ofstopamanna.
Hann bendir á það, sem ætti að vera hverjum manni auðskilið, að það allra síðasta sem nokkur ráðherra eða ríkisstjórn má gera, er að gefa í skin að bankakerfi landsins, eða einstakir bankar, standi ekki traustum fótum. Slík yfirlýsing frá ráðamanni þjóðarinnar myndi umsvifalaust leiða til áhlaups á bankann, eða bankana og valda því að þeir yrðu gjaldþrota samdægurs.
Þar sem pólitískir loddarar á Alþingi og stuðningsmenn þeirra hafa þegar ákveðið að Geir H. Haarde sé sekur um allt sem honum er stefnt fyrir og miklu fleira, þá mun sýkna hans fyrir Landsdómi aldrei verða viðurkennd af þessu blóðþyrsta hatursgengi og hjörðin mun halda áfram að jarma um sekt og útmála dómarana sem ónytjunga og sýnir síðasti dómur Hæstaréttar að ekki þarf nema tvo mánuði til að snúa lofi yfir í bölvun.
Íslendingar hafa alltaf tekið meira mark á útlendingum en löndum sínum. Vonandi gera þeir það líka í þessu tilfelli.
,,Hefndarþorsti og eftiráspeki" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætla mér nú ekki að mæla bót á landsdómsákæru á hendur GHH, því að mér finnst ólíklegt að hún skili árangri því að óljóst er hvar lagaleg ábyrgð liggur í þessu máli. En að hneykslast á hefndarþorsta í þessu sambandi er nokkuð langt gengið, því að GHH sat í stjórn allan þann tíma sem bankarnir blésu út, og þar af lengst af annaðhvort fjármálaráðherra eða forsætisráðherra. Ef einhver þeirra ráðherra sem sátu í hrunstjórninni 2008 báru ábyrgð -- ekki á hruninu sem slíku, því að það var óumflýjanlegt, heldur því að bankarnir fengu að vaxa þannig að hrun var óhjákvæmilegt -- þá var það hann. Davíð Oddsson ber sjálfsagt stærsta ábyrgð á þessu af einstökum stjórnmálamönnum, og örugglega stærri en Geir, en hans sekt er fyrnd og því verður hann ekki ákærður. Geir situr því í súpunni -- og skelfing hefði hans málsstaður litið betur út ef hann hefði sýnd örlitla iðrun!
PS. gaman að sjá hversu selektíft mat manna á útlendingum er, því ef ég man rétt þá hefur eigandi þessa bloggs talað fremur digurbarkalega um að "við" borgum ekki Icesave, hvað sem útlendingar segja um það mál!
Pétur (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 21:59
Hafirðu lesið bloggin mín áður, þá veistu vel að ég mótmæli því algerlega að stjórnmálamenn hafi átt að reka og stjórna einkabönkum. Eigendur þeirra og stjórnendur báru fulla ábyrgð á sínum fyrirtækjum og það var þeirra að reka þau á ábyrgan hátt.
Sem betur fer var hér ekki neitt sovétskipulag og ríkisvaldið hafði ekki yfirstjórn á atvinnufyrirtækjunum, enda hefði slíkt brotið algerlega í bága við samninginn um evrópska efnahagssvæðið og þær ESB reglur sem gilda um alla Evrópu.
Þetta með útlendingana er nú sagt meira í gríni, því þetta kemur svo oft upp, að menn telja álit annarra þjóða sérfræðinga miklu merkilegri en álit íslendinga.
Axel Jóhann Axelsson, 5.10.2010 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.