Samfylkingin í ljósum logum

Innviðir Samfylkingarinnar standa í ljósum logum og brennuvargarnir sem kveiktu bálið eru Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir og á bálið vörpuðu þau Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni flokksins, vegna þess að hún er hætt á þingi, en vilja hinsvegar forða Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrverandi bankamálaráðherra, frá brennunni af þeirri ástæðu að hann er góður vinur Össurar, sem einnig gerði hann að þingmanni og ráðherra fyrir Samfylkinguna.

Jóhanna og Össur virðast hafa ógnartök á þingmönnum flokksins, sem líklegt er að fylgi þessum foringjum sínum í algerri blindni í atkvæðagreiðlunni um ráðherraákærurnar, en grasrótin í flokknum er ævareið forustunni fyrir framgöngu hennar gegn Ingibjörgu Sólrúnu og er allt við það að sjóða uppúr í flokknum vegna þessa.

Veði niðurstaða þingsins sú, að Ingibjögu verði stefnt fyrir Landsdóm, en Björgvini ekki og það vegna atkvæða þingmanna Samfylkingarinnar, er líklegast að flokkurinn klofni og stuðningsmenn Ingibjargar rói á önnur mið.

Fari svo verður fróðlegt að sjá hvað Össur stendur uppi með fjölmennan flokk eftir næstu kosningar, en þá verður Jóhanna bandamaður hans í þessari blóðhefnd farin af þingi fyrir fullt og allt.


mbl.is Skiptar skoðanir um ákærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er mat Þórs Saari, að þingmenn séu í rauninni nauðbeygðir til að kjósa með þessum ákærum, til þess að axla ábyrgð á hruninu, af því að meirihluti þjóðarinnar vill það.  Annars megi bara loka sjoppunni.  Ætli Þór hafi farið í framboð til þings til þess að axla ábyrgð á hruni, sem að dundi yfir hálfu ári áður en hann fór í framboð?  Ætli hann sé sá næsti sem að Alþingi götunnar heiðrar undir rauðum fána, á gangstéttinni fyrir utan þinghúsið?

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.9.2010 kl. 23:51

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ingibjörg er búin að gera Jóhönnu ljóst, að ef hún verður ákærð verður Kvennalistinn endurvakinn. Jafnframt mun Ingibjörg upplýsa fyrir Landsdómi um atriði sem bendla Jóhönnu við efnahagshrunið og ekki hafa komið fram áður. Jóhanna fekk smjörþefinn af bakkelsinu með nýgjustu skýrslu Ingibjargar, sem send var Alþingismönnum.

   

Össur heldur sig til hlés í þessum átökum, sem hann veit að geta bara endað með falli Jóhönnu og brottför Ingibjargar. Hver verður þá konungur Sossanna, nema Össur Skarphéðinsson ? Tími Össurar er loksins að koma, en fall Jóhönnu verður hátt. Björgvin verður skósveinn Össurar, að því tilskildu að Össuri takist að forða drengnum frá Landsdómi.

   

Í þessu Landsdóms-máli eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins heillum horfnir. Þeir sjá ekki möguleikann sem þeir hafa til að tryggja að Samfylkingin splundrist. Ef þeir horfa aðgerðalausir á Geir og Árna dregna fyrir Landsdóm, án þess að tryggja að Ingibjörg og Björgvin hljóti sömu örlög, munu flokksmenn spyrja um andlega heilsu þingflokksins.

 

Besti kostur Sjálfstæðisflokks var að ganga lengst allra flokka í kærum og bera fram þá tillögu, að Saksóknara Alþingis verði falið að ákæra alla ráðherra Þingvallastjórnarinnar. Með núverandi stefnu horfir flokkurinn fram á meira fylgishrun en eftir efnahagshrunið. Siðferði má aldreigi vega á skálavog flokkshollustu og persónulegrar sérgætsku.

 

http://www.zimbio.com/member/altice   

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.9.2010 kl. 00:01

3 identicon

Sammála um þessi atriði. Ágætar spekúleringar Loftur, þetta sýnir einfaldlega að flokkurinn ætlar ekki að hreinsa sig, því miður.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband