"Heiðrunin" er Atla ekki til vegsauka

Einhver fámennur hópur, sem kallar sig alþingi götunnar sýndi Atla Gíslasyni aðdáun sína fyrir utan Alþingi Íslendinga, vegna þess hve Atli hafi staðið fast gegn hvers kyns mótbárum þingmanna og ráðherra við framgangi hans, sem formanns nefndarinnar um ráðherraákærur og telja talsmenn götunnar að mikill sómi sé að framgöngu Atla í þeirri herferð allri.

Af þessu tilefni vaknar sú spurnig, hverjir hafi kosið þessa þingmenn götunnar, hvenær kosningin hafi farið fram og hvernig þinginu sé skipað í meiri- og minnihluta og hvenær og hvernig samþykktin um heiðrun Atla hafi verið samþykkt og afgreidd á götuþinginu.

Getur verið að ekkert sé á bak við þetta alþingi götunnar nema örfáir sjálfkjörnir ofstækismenn, sem fréttamenn taki gagnrýnislaust við tilkynningum frá og fjalli um, eins og um alvörufélagsskap sé að ræða, sem komist að niðurstöðum sínum með atkvæðagreiðslu eftir lýðræðislegar umræður?

Eftir hvaða stefnuskrá starfar þetta götuþing og finnst alvöru Alþingismönnum virkilega heiður að því að fá viðurkenningar frá svona óskilgreindum hópi manna, sem fáir eða engir vita deili á? 

Fram að þessu hefur það ekki þótt nein heiðursnafnbót að vera talinn meðlimur í alþingi götunnar.  Móttaka Atla á þessari "viðurkenningu" er honum ekki til álitsauka, heldur þvert á móti.


mbl.is Heiðruðu Atla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hver er heiður Atla, felli þingið tillögu hans?  Hvaða heiður hlýtur Atli vísi landsdómur málinu frá, vegna galla í málatilbúnaði?  Hvaða heiður hlýtur Atli Gíslason, verði ráðherranir sýknaðir, sökum veiks kærugrunns?  Hver verður staða þingmanna er kjósa með kærum, verði niðurstaða landsdóms það sem fram kemur í annað hvorri spurningunni, á undan þessari?  

Í það minnsta einn þingmaður hefur lýst yfir stuðningi við kærurnar, á þeirri forsendu að nauðsynlegt sé að fara í pólitíkst uppgjör við markaðshyggjuna fyrir dómstólum.  Munu fleiri þingmenn segja já við kærum, svo þetta uppgjör geti farið fram fyrir dómstólum?  

Skiptir þá engu máli, ef að satt reynist, að fylgi fulltrúa Framsóknar í Atlanefnd við ákærurnar, hafi verið fengið fram með hjásetu Atla vegna rannsóknar á einkavæðingu bankana?  Er það faglegt að hóta stjórnarslitum, verði ákærur ekki samþykktar?  Eiga menn heiður skilinn fyrir fagleg vinnubrögð sem hóta slíku?

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.9.2010 kl. 16:13

2 Smámynd: Björn Emilsson

Atli þessi Gíslason er ekki parfínn karakter. Tók sér frí frá þingstörfum vegna anna er Alþingi ´samþykkti´ EB umsóknina. Var ekki sama uppá teningnum með Icesafe? En Atli virðist hafa nægan tíma til að sinna Stasi aðferðum kommunístastjórnarinnar. Hver borgar?

Björn Emilsson, 27.9.2010 kl. 16:18

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn Karl, áður en nokkur færi að heiðra einn eða annan, væri ráð að bíða endanlegrar niðurstöðu þessa máls.  Þessar kröfur um kærur og rannsóknir eru farnar að ganga nokkuð langt, þegar þingmenn eru farnir að tala um að Alþingi sjálft eigi að kveða upp dóma yfir mönnum og málefnum, með því að samþykkja vítur á stjórnmálamenn, ráðherra og embættismenn, sem við störf voru á árum áður.

Alþingi er enginn dómstóll, heldur lagasetningarstofnun og þingmenn ættu að halda sér við hlutverk sitt og vanda lagasetningar, en margoft hefur höndunum verið kastað til þeirra verka að undanförnu og þurft að bæta og breyta lögum nokkrum vikum eftir samþykkt þeirra.

Fíflagangur á þingi verður hvorki til að dómstólar kveði upp úrskurð um frjálshyggju, kommúnisma, eða aðrar hugmyndir manna og allra síst á að vísa málum til dómstólanna eingöngu til að róa almenning, eins og forsætisráðherrann sagði að væri tilgangurinn með þessum kærum til Landsdóms.

Axel Jóhann Axelsson, 27.9.2010 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband