Besti flokkurinn er besti vinur vara

Krakkar hafa lengi notað það orðatiltæki í leikjum sínum, að best sé að vera vinur aðal, þ.e. aðal mannsins í leiknum og er það keppikefli allra með einhvern metnað að fá að vera besti vinur aðal.  Í borgarstjórn Reykjavíkur er hins vegar Besti flokkurinn langbesti vinur vara, en vegna vináttunnar við varamenn í borgarstjórn, hefur Besti og meirihlutinn gaukað nokkur hundruð þúsund króna búbót til vara á mánuði.

Meirihlutinn hefur sent frá sér réttlætingu á þessari aðgerð, sem ekki er í anda sparnaðar og ráðdeildarsemi, en þar segir m.a:  "Í desember 2009 samþykkti forsætisnefnd að fella niður þessi kjör fyrstu varaborgarfulltrúa, en jafnframt endurskoða launakerfi borgarfulltrúa og gera tillögur að breytingum er taki gildi í upphafi nýs kjörtímabils. Vinna við endurskoðun launakerfisins var aldrei sett af stað."

Það er semsagt notað sem rökstuðningur fyrir auknum útgjöldum, að endurskoðun launakerfis borgarfulltrúanna skuli ekki hafa farið af stað fyrir kosningar í stað þess að drífa í því að koma verkinu í gang og leita frekari möguleika á sparnaði, en þegar var kominn í framkvæmd.

Þetta er þvílík hundalógík, sem engum dytti í hug að beita nema brandaraköllunum í Besta og viðhlæjendum þeirra í Samfylkingunni.  Þar að auki kalla grínistarnir þetta ekki launahækkun, heldur sé bara verið að setja í gildi gamla launatöflu og því sé þetta í raun engin breyting, þó hún kosti fimmmilljónir króna á ári.

Fjölskylduhjálpin hefði vel getað notað þessa peninga til aðstoðar við sína skjólstæðinga, en besta vini vara finnst aurunum betur varið á þennan hátt.


mbl.is Segja kjör varaborgarfulltrúa þau sömu og áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Axel, hvað finnst þér eðlilegt að fólkið ætti að fá borgað fyrir þessa vinnu sem það leggur af hendi sem fyrsti varaborgarfulltrúi?

SG (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 20:23

2 identicon

Er ekki rétt hjá mér að verið sé að hækka laun varaborgarfulltrúa sem genga nefndarstörfum sem hvort eð er hefði verið greitt fyrir aukalega hefðu aðalfulltrúar gegnt þeim? Þannig hef ég skilið málið og sé ekki eftir einni krónu. Upphlaup Hönnu Birnu bar vott popúlisma Sem ég hélt að hún ætti ekki til. Og ég sem kaus han!

gammur (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 20:39

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er ekki í samninganefnd varaborgarfulltrúa og þar að auki væri ekki taktíkst að gefa það upp í byrjun endurskoðunar á vinnuframlagi og greiðslum í samræmi við það.

Dagur Eggertsson hlýtur að hafa haft rökin á hreinu, þegar hann samþykkti fyrir kosningar að minnka vinnuskyldu varaborgarfulltrúanna og lækka launin til þeirra í samræmi við það.

Þess vegna er furðulegt að sami Dagur skuli nú standa að tillögu um að falla frá þessum sparnaði í stað þess að halda áfram með og ljúka við tillögugerðina um endurskoðun á öllu launakerfi borgarfulltrúa.

Þetta sannar bara að það kemur alltaf nýr Dagur eftir hverjar kosningar.

Axel Jóhann Axelsson, 21.9.2010 kl. 20:40

4 identicon

Hef fengið staðfest að minn skilningur hér að framan er réttur. Ég held að við eigum verri fréttamenn en alþingismenn. Man ekki að hafa heyrt söguna alla í fréttum. Fréttamenn virðast bara afa það sem hljómar betur. Hvernig í ósköpunum eigum við Íslendingar að greiða þjóðaratkvæði um nokkurn skapaðan hlut með þetta lið að matreiða umræðuna ofan í okkur

gammur (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 20:45

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samkvæmt fréttum í kvöld snýst þessi aðgerð um að hækka föst laun þessara varafulltrúa úr 160 þús. á mánuði upp í 270 þúsund og síðan er greitt fyrir nefndarstörf aukalega.

Hvað er það sem veldur því að varamaður þurfi að vera varaborgarfulltrúi í fullu starfi, en fá samt greitt fyrir nefndarstörf aukalega?

Axel Jóhann Axelsson, 21.9.2010 kl. 20:56

6 identicon

Besti skeit alveg á sig í þessu máli.  Setur einhverja gæludýr á föst laun hjá skattgreiðendum en neitar "aumingjum" um hækkun á lágmarksbótum.  Lélegt.  Haldið þið að Geir vanti aur?

Baldur (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 00:19

7 Smámynd: Einhver Ágúst

Til að ná þessum lanum þarf viðkomandi að sitja í tveim fagráðum lágmark......og þessi fyrsti varborgarfulltrúi þarf að vera til taks alltaf til að leysa af og hlaupa inní þar sem þess þarf.

Á viðkomandi ekki að fá borgað fyrir það?

Fréttaflutningur af þessu máli fór mjög illa af stað en nú er verið að reyna að laga það en það er í eyrum Axels og annarra sem vilja elda þetta sem einhverskonar satanískan gjörning illgjarns fólks, það er í þeirra eyrum ekki mjög spannandi og rökum taka menn ekki.

En þannig er nú bara það....

Einhver Ágúst, 22.9.2010 kl. 00:48

8 identicon

Ég endurtek spurningu mína.

Axel, hvað finnst þér eðlilegt að fólkið ætti að fá borgað fyrir þessa vinnu sem það leggur af hendi sem fyrsti varaborgarfulltrúi?

Að því sem kemur fram í skilaboðum #7, finnst þér þetta þá óeðlileg hækkun?

SG (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 14:17

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

SG, varamenn eiga að fá greitt fyrir unnar stundir, en ekki vera á föstum launum, bara fyrir að vera tilbúnir til að leysa aðalmann af, ef og þegar hann forfallast.  Sé maður kosinn í nefnd á hann að fá greitt fyrir þá vinnu sem það útheimtir og annað ekki.  Þá er viðkomandi líka væntanlega aðalmaður í nefndinni, en ekki varamaður fyrir einn eða neinn.

Varamaður borgarfulltrúa þarf varla að vera á launum allan mánuðinn við að bíða og sjá til, hvort hann verður boðaður á fund eða ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 22.9.2010 kl. 16:58

10 Smámynd: Einhver Ágúst

Varamaður 6 borgarfulltrúa hefur meira en nóg að gera og er allta við störf,  það sama á við 5 brogarfulltrúa og 3 en kannski er eitthvað minna að gera hjá þeim sem koverar bara fyrir einn.

En samkvæmt minni reynslu sem hef verið í þessu nú í marga mánuði(smá grín) og er í 2 ráðum án þess að vera nokkurn tímann fyrsti varaborgarfulltrúi og ég er í annarri vinnu með þessu, þá er þetta tímafrekt og mikið að setja sig inní.

Ég gæti eytt öllum mínum tíma bara í velferðarráð.....en fyrir það fæ ég um 47 þúsund útborgað.

Þú ert eitthvað ekki að skilja þetta með fyrsta varaborgarfulltrúa Axel, sá er alltaf í vinnu sem slíkur og þarf alltaf að vera til taks eða er hreinlega alltaf á fundum, hann getur ekki verið í annarri vinnu og það yrði mun dýrara að hafa kerfið einsog þú leggur til.

Einhver Ágúst, 22.9.2010 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband