20.9.2010 | 08:04
Andi laganna
Hæstiréttur felldi nýlega þann dóm, að heimilt væri samkvæmt lögum að ganga að veði ábyrgðarmanns fyrir skuldum annars, sem gengið hafði í gegnum greiðsluaðlögun og skuldaniðurfellingu.
Þetta segir félagsmálaráðherra að sé ekki í "anda laganna", en ráðherrum hefur verið nokkuð tamt undanfarið að tala um "anda lagannna", þegar þeir fella sig ekki við texta laganna sjálfra, eins og nýlegt dæmi af Svandísi Svavarsdóttur sannar eftiminnilega.
Í fréttinni segir um þennan nýja dóm: "Í dómi Hæstaréttar er vísað í ákvæði gjaldþrotalaga um að nauðasamningur haggi ekki rétti lánardrottins til að ganga að tryggingu sem þriðji maður veitir vegna skuldbindingarinnar. Ekki var hróflað við þessu ákvæði í lögum um greiðsluaðlögun"
Nú fer að verða tímabært að þingið fari að setja lög, sem segja það sem flutningsmennirnir meina og ráðherrar hætti að reyna að ráða í "anda laganna". Einnig ber að athuga við lagasetningar að dómarasæti skipa löglært fólk, en ekki miðlar.
Ekki í anda laganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott færsla í þínum anda.
Sigurður Haraldsson, 20.9.2010 kl. 08:27
Þegar búið að hirða eigur unga fólksins þá er tímabært að snúa sér að foreldrunum ekki satt.
Sigurður Sigurðsson, 20.9.2010 kl. 08:32
Góð ábending Axel, dómstólar hafa eingöngu lagabókstafinn til að fara eftir. Það væri að æra óstöðugan ef dómarar þyrftu að tala við þingmenn og ráðherra í hvert skipti sem þeir þurfa að fella dóm, til þess eins að fá fram hvernig viðkomandi hugsaði þegar hann samþykkti viðkomandi lög.
Gunnar Heiðarsson, 20.9.2010 kl. 09:44
Þessi lög sem Hæstiréttur hefur dæmt þarna eftir, eru bara enn eitt dæmið um þau slælegu vinnubrögð Alþingis sem að skýrsla RNA og reyndar fleiri benda á. Framkvæmdavaldið, í þessu tilfelli fyrrv. félagsmálaráðherra Árni Páll Árnason, bæglast inní þingið með enn eitt málið sem að afgreiða þarf með hraði. Málið fer í gegnum fyrstu umræðu, oftar enn ekki þá er fyrsta umræða bara ræða framsögumanns og svo er málinu vísað til nefndar.
Nefndinni er svo ætlað að kalla til sín þá sérfræðinga er þurfa þykir, til þess að fá sem flesta vinkla á málið. Oftar en ekki er framkvæmdavaldið, ásamt Forsætisnefnd þingsins, er nýtur sama þingmeirihluta og framkvæmdavaldið svo komið á hurðahún nefndarherbergisins löngu áður en málið getur talist afgreitt úr nefnd, því samkvæmt dagskrá þingsins á þá á tiltekið mál að vera á dagskrá á tilteknum tíma, sama hvað raular og tautar.
Önnur umræða byrjar svo á því að lesin eru upp tvö til þrjú álit nefndarinnar, meirihlutaálit sem oftast nær er nánast samhljóða vilja framkvæmdavaldsins, og svo eitt til tvö nefndarálit stjórnarandstöðuþingmanna í nefndinni. Oft er þess einnig getið í álitum stjórnarandstöðu þingmanna, að málið sé aftur komið og ófullburða í þingið, því meirihlutinn (framkvæmdavaldið), reif það nánast órætt úr nefndinni. Að því loknu fer málið í nefndina aftur á milli annarar og þriðju umræðu.
Þar er uppi sama tímapressan og áður, sem að Forsætisnefnd þingsins setur þinginu að áeggjan framkvæmdavaldsins. Málið rifið úr nefndinni, oftar en ekki með þeim orðum að ekkert nýtt hafi komið fram. Í ljósi sögunnar og er þá ekki farið lengra aftur í hana en í Icesave, til þess að þau orð veki upp grun um vanreifað mál.
Málið fer svo til þriðju umræðu, með nánast sama handriti og í annarri umræðu, nema hvað í lok þriðju umræðu eru greidd atkvæði um frumvarpið og breytingartillögur og málið afgreitt sem lög frá Alþingi, oftar en ekki óverulegum breytingum frá upprunalegum texta.
Menn krossa svo fingur og vona að nýja frumvarpið haldi. Annars hafa menn jú þann frasa í handraðanum að "andi lagana" hafi jú verið annar en lagatextinn, fari málið illa fyrir dómstólum. Í fljótu bragði er aðeins hægt að benda á tvennt sem gæti komið í veg, slíkan "misskilning", sem stöðugt virðist vera á milli texta lagana og svo anda lagana. Það er að vanda vinnuna í þinginu betur og ekki hleypa neinu í gegn, nema hverjum steini hafi verið velt og skoðað undir hann, eða þá að ráða Þórhall miðil í Hæstarétt, til ráðgjafar við réttinn, svo dómarar réttarins eigi betur með að skilja hvað Löggjafinn meinti með þeim lagatexta er dæma skal eftir.
Kristinn Karl Brynjarsson, 20.9.2010 kl. 10:47
Þingmál eru oft afgreidd með svo miklum hraða, að nokkrum dögum eftir samþykki muna þingmenn ekki einu sinni eftir því, að búið sé að afgreiða málið, hvað þá um hvað lögin eða lagabreytingin snerist. Um þetta eru mörg dæmi.
Axel Jóhann Axelsson, 20.9.2010 kl. 11:40
Laukrétt, þetta er einn stærsti gallinn við Alþingi okkar Íslendinga. Þarna starfa að megninu til óvitar sem hafa reynst ófærir um að hugsa málin til enda áður en þeim er hent í framkvæmd. Þetta dæmi er skólabókardæmi um háklassaklúður sem hefði eflaust mátt koma í veg fyrir með því að spyrja sig þeirrar einu gagnrýnu spurningu áður en frumvarpið var lagt fram - "hvað verður um veðið?".
Ekki ætla ég að halda því fram að ég, besservisserinn, hefði komið auga á þetta við frumvarpsgerðina, en ég starfa heldur ekki á Alþingi og því ekki mitt að koma auga á það.
En það góða er að Alþingi ætti ekki að vera í neinum vandræðum með að henda inn viðauka við þessi lög sem tekur af allan vafa á því að skuldaniðurfelling felli einnig niður réttinn til að ganga að tryggingum sem þriðji aðili hafi sett fram...
...en þá finna eflaust einhverjir snillingar klausu um það að slíkt samræmis ekki EES samningnum eða brjóti einhvernveginn á rétti lánveitandans og bla bla bla ekkert verður gert annað en að málið týnist í enn einu málþófinu.
Páll (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.