14.9.2010 | 13:18
Frumstæð Jóhanna
Jóhanna Sigurðardóttir tjáði sig um skýrslu Atlanefndarinnar á þingi og talaði af því tilefni eins og alger nýliði á þingi og í ráðherrastóli og lét eins og henni kæmi algerlega á óvart, þetar hún tók við embætti forsætisráðherra "hve vinnubrögð á mörgum sviðum voru frumstæð".
Jóhanna hefur lengsta þingreynslu allra þingmanna, en hún hefur setið á þingi frá 1978, eða í 32 ár og þar af var hún ráðherra í tæp tíu ár samtals, áður en hún tók við forsætisráðherraembættinu. Enginn þingmaður ætti því að þekkja starfshætti þingsins, ráðuneytanna og stjórnkerfisins og Jóhanna sjálf og því hljóma yfirlýsingar hennar um hvað allt sé frumstætt í kerfinu vægast sagt hjákátlega.
Einnig lét Jóhann frá sér fara eftirfarandi gullkorn: Það er í raun merkilegt hve lítil umræða hefur farið fram um umgjörð og vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og ríkisráðs hér á landi, og innan stjórnarráðsins almennt. Og hve lítið við höfum litið til þróunar í nágrannlöndum okkar í því efni." Vegna sinnar löngu þingk- og ráðherrareynslu ber varla nokkur þeirra sem enn sitja á Alþingi meiri ábyrgð á þróun vinnubragða innan þings og ráðuneyta og Jóhanna sjálf, því auðvitað hafa allar verklagsreglur í kerfinu þróast með því fólki, sem setið hefur á þingi og í ráðherrastólum á undanförnum áratugum. Jóhanna Sigurðardóttir er mikill gerandi í þeirri þróun allri.
Að hún skuli svo koma í ræðustól á Alþingi og láta eins og þetta sé allt nýtt fyrir sér og komi algerlega á óvart, er því ekkert annað en frumstæð aðferð við að frýja sjálfa sig og reyna að koma ábyrgð yfir á einhverja aðra.
Sú hugsun, að halda að almenningur sjái ekki í gegnum yfirklórið, er jafnvel ennþá frumstæðari.
Frumstæð vinnubrögð komu á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábært hér frá öðru bloggi ! Segir allt sem þarf
"bíddu bíddu ??
„Mér kom mjög á óvart þegar ég tók við embætti forsætisráðherra hve vinnubrögð á mörgum sviðum voru frumstæð,“
Hvað er hún búin að sitja þana lengi ?
hún hefur verið þingkona, settur forseti alþingis, ráðherra, forsætisráðherra.
Og er fyrst að sjá það í dag að það er eitthvað að !
OMG"
AFB (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 13:24
Þegar forsetinn synjaði Icesave hér í janúar sl., þá höfðu stjórnvöld auðvitað samband við Breta og Hollendinga. Fréttastofa RÚV, bað um gögn vegna þeirra samskipta. Eina sem að lá fyrir af gögnum vegna þeirra samskipta, var handrit af einu stuttu samtali, þar sem lítið sem ekkert kom fram sem skipti máli. Símtölin vegna málsins voru hins vegar í það minnsta sjö. Öll fyrir utan þetta eina sem eitthvað handrit er til yfir voru gsm samtöl, sem aldrei voru færð til bókar og aldrei mun koma fram hvað var í þeim samtölum rætt.
Sem óbreyttur þingmaður hefur Jóhanna kallað eftir hundruðum eða þúsundum álita um hitt og þetta. Ef að henni hefur ekki orðið áskynja um þennan skort á formfestu fyrr, þá hefur hún ekkert verið að fylgjast með því hvað hefur verið í gangi.
Þessi undrun Jóhönnu, segir miklu meira um hana sjálfa, heldur en stjórnsýsluna sjálfa. Hefur manneskjan ekkert verið að fylgjast með þessi 32 ár sem hún hefur setið á Alþingi?
Kristinn Karl Brynjarsson, 14.9.2010 kl. 13:32
umm..
Laununum sínum ?
AFB (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 13:46
Er Jóhanna ekki með minnisleysi á mjög háu stigi ?hún virðist allavega vera búin að gleyma ansi mörgu sem gerðist á undanförnum árum
Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 14:11
Þessi ræða Jóhönnu hlýtur að hafa verið flutt fyrir mistök. Þetta er 50 ára gömul ræða ömmu hennar, sem aldreigi var flutt, heldur gleymd undir dýnunni. Það sem hún ætlaði að segja voru eftirfarandi gullkorn, sem lifa munu með þjóðinni um ókomin ár:
Jóhanna Sigurðardóttir telur lýðræðið vera »hráskinnaleik«. Jóhanna telur líka, að fullveldisréttur þjóðarinnar sé »marklaus«. Er ekki fræðandi fyrir almenning að það skuli nú upplýst, að Jóhanna vill »leggja niður Landsdóm« ? Við bíðum eftir meiri speki frá Jóhönnu, en afþökkum 50 ára gamlar ræður sem amma hennar samdi.
Loftur Altice Þorsteinsson, 14.9.2010 kl. 17:14
Hún lætur einsog hún sé nýbyrjuð í pólitík,hún á sjálf þátt í því sem hún kallar´´frumstætt,,...Já það er treyst á gullfiskaminni þjóðarinnar.
Númi (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 18:28
Hún er að tala um framkvæmdavaldið, þe ekki þingheim heldur umgjörð ríkisstjórnar. Því umhverfi hefur verið stýrt mestmegnis af Sjálfstæðisflokki of Framsóknarflokki frá 1944. Hitt er annað mál hvort þingmanni ætti að vera kunnugt um starfshætti ríksráðs þó svo að hann hafi ekki verið þar innanborðs.
smg, 14.9.2010 kl. 23:32
smg, Jóhanna var búin að vera ráðherra í tíu ár, áður en hún var forsætisráðherra og þar með hluti af ríkisráði. Það, ásamt setu hennar á þingi í 32 ár, gerir hana ábyrgari en margan annan fyrir þróun starfshátta Alþingis, ráðuneytanna og stjórnsýslunnar almennt.
Axel Jóhann Axelsson, 15.9.2010 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.