Samfylkingin og sala bankanna

Nú eru víða uppi háværar kröfur um enn eina rannsókn á sölu bankanna á sínum tíma, Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum árin fyrir hrun, þó Ríkisendurskoðun hafi í tvígang farið yfir bankasöluna og Rannsóknarnefnd Alþingis hafi farið ýtarlega yfir starfsemi FME og Seðlabankans í aðdraganda hrunsins og talið tiltölulega fá atriði athugunarverð við starfsemi þeirra.  Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar varðandi þessar stofnanir voru sendar til Ríkissaksóknara, sem eftir yfirferð gagnanna taldi ekki grundvöll til frekari rannsókna eða ákæra.

Einkavæðing bankanna hófst með sölu á Fjárfestingabanka atvinnulífsins og þá var miðað við að selja bankann með dreifðri eignaraðild, en Kaupþing og sparisjóðirnir í samstarfi við Orca hópinn braut þær fyrirætlanir á bak aftur með klækjabrögðum, þannig að áformin um dreifðu eigaraðidina fóru út um þúfur, þrátt fyrir vilja og ætlun ríkisstjórnarinnar í þeim efnum.  Orca hópurinn samanstóð af Baugsgegninu og samverkamönnum þess, en það gengi átti eftir að koma verulega við bankasöguna fram að hruni og olli því reyndar, ásamt öðrum banka- og útrásargengjum.

Samfylkingin stóð ávallt þétt að baki Baugsgenginu, eins og Össur Skarphéðinsson hefur viðurkennt og barðist með því gegn ríkisstjórninni til þess að eyðileggja allar fyrirætlanir um dreifða eiganraðild bankanna og fór svo að lokum að Davíð Oddson og ríkisstjórn hans neyddist til að falla frá áformum sínum í þá veru.

Óli Björn Kárason hefur tekið saman fróðlega upprifjun á þessum málum á vef sínum t24.is og ættu allir að lesa þá fróðlegu grein.  Hana má sjá HÉRNA


mbl.is Seldu reynslulausum bröskurum bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er líka athyglisvert að hugleiða samskipti Samfylkingar við eigendur þessara einkavæddu banka. Blekið var vart þornað á samningi Björgólfana og ríkisins, þegar Björgólfur Guðmundsson var gestur landsfundar Samfylkingar 2003. Einar Kar...l Haraldson innsti koppur í búri Kaupþings og fleira mætti telja............. Svo að ógleymdum tengslum flokksins við aðalbankaræningja Glitnis, en sá banki var ekki einkavæddur, í það minnsta ekki á vakt Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, þó svo SF og Vg. virðist trúa því...........
Yrðu öllum steinum Samfylkingar velt og undir þá skoðað auk þess sem sópað væri út öllum hornum og skúmaskotum flokksins, þá fyrst opnaðist ormagryfja.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.9.2010 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband