Er Jón Ásgeir kominn á atvinnuleysisbætur?

Jón Ásgeir, Bónusbarón, segist vera orðinn algerlega launalaus á Íslandi, eftir að 365 miðlar hættu að greiða honum 3,7 milljónir króna á mánuði fyrir "ráðgjafastörf" og nú sé hann upp á framfærslu eiginkonu sinnar kominn, en hún skammti honum nú vasapeninga fyrir Diet Coce og fleira smálegu, sem hann þarfnast, þegar hann heimsækir ættland sitt ástkæra.

Þetta eru dapurleg umskipti frá velmektardögunum, þegar Bónusbaróninn gat veitt sér ýmislegt smálegt í heimsóknum sínum til landsins, en þá skammtaði Bónusveldið honum allt frá nokkur hundruðum milljóna króna til tveggja milljarða í eyðslufé árlega, eða eins og segir í fréttinni af greinargerðinni, sem hann sendi frá sér vegna kyrrsetninga á eignum hans í Bretlandi:

"Í greinargerðinni kemur einnig fram, að mánaðarleg útgjöld Jóns Ásgeirs á árunum 2001-2008 hafi verið á milli 272 þúsunda til 352 þúsunda punda á mánuði. Jón Ásgeir segir að miða eigi við gengið 125 krónur fyrir pundið og samkvæmt því voru útgjöldin 34-44 milljónir króna á mánuði. Ef miðað er við núgildandi gengi pundsins voru útgjöldin 49-64 milljónir á mánuði.

Eitt ár, 2007-2008, hafi útgjöld hans hins vegar verið nærri 11 milljónir punda, jafnvirði  2 milljarða króna á núverandi gengi. Það megi rekja til brúðkaups hans, greiðslna vegna snekkju og styrks vegna Formúlu 1 kappaksturs."

Vonandi hefur blessuðum drengnum tekist að spara svolítið í útgjöldunum, eftir að konan fór að skammta honum vasapeninga, því ekki tókst honum, að eigin sögn, að leggja fyrir til elliáranna af þessum aurum, sem hann hefur haft úr að spila á undanförnum árum.

Í greinargerðinni segir Jón Ásgeir af fyllstu hógværð: „Ég fellst að sjálfsögðu á að þessi útgjöld voru umtalsverð."  Já, það er dýrt að stunda kappakstur og kaupa snekkjur, að ekki sé talað um að gifta sig, það gerir enginn fyrir minna en milljarð nú til dags, eins og allt er orðið dýrt.  Þetta hljóta allir að sjá og skilja, enda hlýtur Bónusbaróninn að njóta samúðar þjóðarinnar vegna launamissisins.

Skyldi maðurinn ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum?  Þær gætu létt undir með eiginkonunni.


mbl.is Fær ekki lengur greitt frá 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður hefur nú verið að lesa á blogginu að kall greyið hafi ekki haft bolmagn til að borga fyrir brúðkaupið ennþá,,,sel það ekki dýrara en ég keypti það

Casado (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 17:09

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir Jón er landráðamaður sem ekki kann ensku en gat samt stolið milljörðum úr kerfinu sem eigandi banka og stórfyrirtækja saklaus sem lamb að eigin sögn!

Sigurður Haraldsson, 11.9.2010 kl. 19:50

3 Smámynd: Björn Emilsson

Axel, þú gleymir að taka inní útgjöld hans, afborganir af íbúðinni í New YOrk, sem hann keypti vist fyrir $13Mio. Varla hefur hann borgað það kontant. Samkvæmt amerískum reglum um fasteignalán verða menn að hafa þrisvar sinnum upphæð afborgana, þe vaxta, skatta og trygginga PITI . Ef við tölum aðeins um afborgun af $13Mio láni myndi vera uþb $70.000, þannig að laun hans yrðu að vera meiri en $210.000. Þá fer nú dæmið að skýrast. Svo bætast við afborganir af snekkju, þotu, skíðaskála , íbúðarhúsi í Reykjavík. Svo eitthvað sé nefnt. Það kostar að berast á. Ekki gott mál ef maður á ekki fyrir því!!

Björn Emilsson, 11.9.2010 kl. 20:45

4 identicon

greiðslna vegna snekkju og styrks vegna Formúlu 1 kappaksturs."

ég væri til í að fá eitthvað fyritæki til að borga mér stórfé vegna Formuluáhuga míns.En ég er ekki Jón Ásgeir

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 21:09

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björn, það kom fram í fréttum um daginn, að lánin af íbúðinni í New York og skíðaskálanum í Frakklandi hefðu verið greidd upp í topp og aurarnir til þess hefðu verið teknir af "ættarauði" eiginkonunnar. 

Á þessu sannast enn og aftur, að það er gulls ígildi að vera vel giftur.

Axel Jóhann Axelsson, 11.9.2010 kl. 21:14

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég er dálítið treg þegar kemur að röksemdar-færslum um afbrot Jóns Ásgeirs og ekki síst Jóhannesi gamla!

það vantar nefnilega mikið meir en helminginn í uppgjörs-púsluspilið?

Hvar eru stærstu afbrota-púslin eiginlega í þessari "réttlátu" umræðu?  Kannski vert að leiða hugann að því?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.9.2010 kl. 21:19

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nú er slitastjórn Glitnis að lögsækja Jón Ásgeir og félaga hans í New York. Þar kunna dómstólar að taka á mönnum eins og Jóni Ásgeiri og félögum. Þá duga atvinnuleysisbætur skammt.

Sigurður I B Guðmundsson, 11.9.2010 kl. 21:59

8 Smámynd: Sigurður Helgason

Hann drekkur ekki kók

Sigurður Helgason, 11.9.2010 kl. 22:05

9 identicon

Að drekka ekki kók er nú alvarlegur glæpur einn og sér

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 02:26

10 Smámynd: Ólafur Gíslason

Hann fær ekki atvinnuleysisbætur því hann er með lögheimili á Bretlandi.

Ólafur Gíslason, 12.9.2010 kl. 10:19

11 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hann hefði átt að láta konuna sína sjá um fjármálin frá upphafi, þá ætti hann kanski pening núna!!!!! Nema hvað?

Eyjólfur G Svavarsson, 12.9.2010 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband