Færeyingar þurfa ekkert að skammast sín

Magni Laksáfoss, þingmaður í Færeyjum, segir færeysku þjóðina skammast sín fyrir ummæli Jenis av Rana um Jóhönnu Sigurðardóttur og neitun hans að taka þátt í kvöldverðarboði henni til heiðurs.  Afstaða Jenis stafar af viðhorfum hans til samkynhneygðra, sem söfnuður hans í Færeyjum finnur út úr túlkun sinni á biblíunni.

Færeyingar eiga alls ekkert að skammast sín fyrir manninn, heldur vera stoltir af því að í landi þeirra skuli vera málfrelsi og þegnarnir hafi full frelsi til að haga lífi sínu á þann hátt, sem þeir kjósa.  Jafn fáráðleg, sem manni finnst þessi skoðun hans, þá er ástæðulaust að fordæma manninn sem boðar hana, en hinsvegar þarf að berjast gegn þessum skoðunum eins og öðrum öfgahugmyndum.

Hér á landi er námvæmlega sömu öfgaskoðanir að finna og Jenis av Rana stendur fyrir og hér hefur fólk neitað að hitta og sitja til borðs með erlendum ráðamönnum vegna skoðana og starfa þeirra í heimalöndum sínum.  Íslenska þjóðin skammaðist sín ekkert fyrir þá aðila, heldur virtu skoðanir þeirra og rétt til að hafa þær, þó ekki væru allir sammála, hvorki skoðununum né mótmælunum.

Færeyingar eru frábær vinaþjóð Íslendinga og eiga að vera stoltir af sjálfum sér og eyjunum sínum.  Einnig þeim sem hafa einstrengingslegar skoðanir á meðan þeir halda sig innan ramma laga og regla og slasa engan, eða eyðileggja eignir annarra.


mbl.is Segir Færeyinga skammast sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf talsvert meira en nokkra Jenis av Rana til að breyta þeirri skoðun minni að Færeyingar eru topp fólk að upplagi og okkar besta vinaþjóð.

Dilbert (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 12:18

2 identicon

Það er allt annað að hafa pólitískar skoðanir en að hafa fordóma gagnvart kynhneigð fólks. Þú ert að bera saman epli og appelsínur.

jss (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 12:18

3 identicon

Ef aðeins fólk tæki réttan pól í hæðina, kæmi fram og sjái að kristni er eitthvað til að skammast sín fyrir... Að Jesú var í besta falli öfgafullur dómsdagsspámaður sem hótaði öllu illu... rétt eins og geðveikir dómsdagsspámenn í dag..

Takið eftir að Jesú féll á eigin prófi, hann ætlaði að koma aftur á meðan lærisveinar voru á lífi... nú eru liðin ~2000 ár.. ekkert bólar á Sússa.

doctore (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 12:22

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

jss, hvort tveggja getur byggst á öfgum og að því leyti getur hugarfarinu svipað saman.  Bæði epli og appelsínur geta verið skemmd.

Axel Jóhann Axelsson, 7.9.2010 kl. 12:22

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Góð grein Axel, þó að skoðanir einsog fordómar gangvart þjófélagshópum séu nú reyndar ólöglegar á Íslandi og samkynhneigð sjálfsögð mannréttindi.

En fín grein, hann er óskup mikið grey þessi maður sem þarna talar, það sem veldur mér meir áhyggjum eru skoðanabræður hanns hér á landi sem hika ekki við að bera samkynhneigð saman við glæpi og hryðjuverk...

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 7.9.2010 kl. 12:29

6 identicon

Já, það er til mikið af fordómafullu fólki, bæði hér á landi sem og annarstaðar. Sjálfur myndi ég samt skammast mín ef lýðræðislega kosinn þingmaður færi til vinaþjóðar og byrjaði að skíta yfir forsætisráðherra þeirra útfrá sínum eigin fordómum. Kannski þarf svosem ekki að hafa of miklar áhyggjur af því, færeyingar eru eiginlega einu sem ég flokka undir vinaþjóðir síðan 2008.

Gunnar (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 12:38

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Gott og skynsamlegt innlegg. Færeyingar hafa betur fer ekki innleitt löggjöf sambærilega við 233. grein almennra hegningarlaga, sem samþykkt var undir umsjón Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra 1996. Ef slík löggjöf væri í gildi í eyjunum mætti dæma manninn í allt að tveggja ára fangelsi.

Vilhjálmur Eyþórsson, 7.9.2010 kl. 13:03

8 identicon

Þetta eru ekki hans fordóma Gunnar; Þetta eru biblískir fordómar... Og kristnir eru skíthræddir um að Guddi drepi alla, líka bestu vini sína, ef við veitum samkynhneigðum mannréttindi.
Allir sem hafa lesið eitthvað í biblíu vita að Guddi er mesti fáráðlingur allra tíma.. hann myrðir heilu þorpin vegna gjörða einstakra manna... Já hann myrðir allan heiminn vegna gjörða örfárra einstaklinga... meira að segja hvítvoðungar voru myrtir af Gudda.

Munið að samkvæmt biblíu þá er ótti við Gudda mest mikilvægt í öllum heiminum... það verða allir að vera skíthræddir við Gudda góða... ef leit þín að sannleikanum sýnir þér að Guddi sé ekki til.. .þá á að drepa þig

doctore (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 13:23

9 identicon

hvernig getur þú borið saman skoðanir og störf "hér hefur fólk neitað að hitta og sitja til borðs með erlendum ráðamönnum vegna skoðana og starfa þeirra í heimalöndum sínum" við öfgafulla trúarofsókn gegn samkynhneigðum? Og hvernig er er hægt að líkja saman; skoðunum (þær sköpum við eftir fæðingu) störfum (þau finnum við á fullorðinsárum) við kynhneigð (hana fæðumst við jú með) og sem betur fer er flestum á þessu árþúsundi  unnt að lifa með hana hvort sem hun er sam/bi/ gagn/trans gerð

nolli (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 13:38

10 identicon

Svosem sammála greininni, nema þegar þú segir að Færeyingar eigi að vera stoltir af eyjunum sínum... Þvílíkt bull. Eyjurnar eru hvorki þeirra hugmynd né þeirra verk. Þeir eiga, eins og Íslendingar til dæmis líka, að vera þakklátir fyrir það sem náttúran hefur skapað.

Valgeir (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 13:40

11 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tek undir með þér - eins og oft áður -

Þótt ég sé ekki sömu skoðunar og þessi maður - þá má hann hafa sína skoðun á þessu sem og öðru.

Ekki þekki ég lagagrein þá sem Vilhjálmur vitnar til - en ef hún takmarkar skoðanafrelsi ber að afnema hana.

Ef það eru fordómar að vera á móti samkynhneigð eru það þá ekki líka fordómar að vera á móti Sam-fylkingunni eða á móti Sjálfstæðisflokknum eða öðrum flokkum.

Við erum að gera þessum manni alltof hátt undir höfði með því að fjalla um þetta - og Færeyingar þurfa ekkert að skammast sín - þetta er frábært fólk.

Við ættum frekar að skammast okka fyrir það að senda til þeirra argasta niðurrifsforsætisráðherra sem hér hefur setið.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.9.2010 kl. 13:41

12 Smámynd: Durtur

Hafið þið lesið "Um Frelsið" eftir J.S. Mill? Veit ekki hvort þetta sé skyldulesning í skólum (ætti hiklaust að vera það) en ég get ekki mælt nógu mikið með þessarri ritgerð. Svo ég taki smádæmi úr ensku útgáfunni (finn ekki íslenska á netinu):

"If all mankind minus one, were of one opinion, and only one person were of the contrary opinion, mankind would be no more justified in silencing that one person, than he, if he had the power, would be justified in silencing mankind. Were an opinion a personal possession of no value except to the owner; if to be obstructed in the enjoyment of it were simply a private injury, it would make some difference whether the injury was inflicted only on a few persons or on many. But the peculiar evil of silencing the expression of an opinion is, that it is robbing the human race; posterity as well as the existing generation; those who dissent from the opinion, still more than those who hold it. If the opinion is right, they are deprived of the opportunity of exchanging error for truth: if wrong, they lose, what is almost as great a benefit, the clearer perception and livelier impression of truth, produced by its collision with error. "

Ég mundi segja frændum okkar Færeyingum að vera ekkert að stressa sig á þessu; við eigum nú t.d. eitt stykki Árna Johnsen, ekkert biðjumst við afsökunnar á honum og ég vildi ekki frekar þagga niður í honum en neinum öðrum. Fólk má alveg vera fífl--sjáið bara öll mótorhjólin á götunum--og skoðanir fíflanna verða að heyrast, ekki bara þrátt fyrir að við snillingarnir séum ósammála, heldur vegna þess að við erum það. 

Durtur, 7.9.2010 kl. 13:46

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í viðtali við Vágaportalin í Fjareyjum er eftirfarandi haft eftir Jenis af Rana:

  • Vanalega fer ég ekki úr húsi á kvöldin, án þess að eiginkonunni sé boðið með. Því kýs ég frekar að sitja heima hjá henni og hefur þessi venja haldist í mörg ár. Þetta er alls ekki nýtilkomið.
  •  
  • En að því sögðu, þá verður það að koma fram varðandi þetta dagverðar-boð frá lögsögumanni, í sambandi við heimsókn Íslendska forsætisráðherra-kvinnunnar með makanum frú Jónínu, að ekki hefði ég þegist boðið þótt eiginkona mín hefði mátt koma með.
  •  
  • Þetta eru miklu alvarlegra mál en það lítur út fyrir að vera. Þetta verður ekki talin vera “eðlileg hegðun” og má í því sambandi vísa til Heilagrar ritningar. Þess vegna hvarflar ekki að mér, að mæta til dagverðarins sem boðið er til.

Það er því rétt að “hins-vegin” ástand Jóhönnu Sigurðardóttur hugnast Jenis ekki. Hann gefur hins vegar upp aðra ástæðu fyrir fjarveru sinni, sem sé þá að eiginkonu hans var ekki einnig boðið. Báðar ástæður verða að teljast “eðlilegar” og þó hefði mátt bæta við ástæðu sem vegur þyngra í mínum huga en þær fyrri.

Jóhanna Sigurðardóttir er ekki fulltrúi almennings á Íslandi, heldur Evrópskra hagsmuna. Hún hefur svívirt Stjórnarskrá landsins og virðist ekki hafa neina sómatilfinningu til að bera. Þessi ástæða hlýtur að leiða til þess, að enginn vill koma nærri þessari forsætisráðherra-kvinnu, hvorki hérlendis né erlendis.

http://new.vagaportal.fo/pages/posts/jenis-av-rana---nei-takk-til-dogurda-vid-johonnu-og-maka-fru-joninu-3713.php

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.9.2010 kl. 13:52

14 Smámynd: Durtur

PS: Verkið í heild sinni, "On Libery" eftir J. S. Mill, er hægt að lesa hér(opnar annan glugga) á http://www.bartleby.com/130/. Obbolítið trauðlesinn á köflum en ekki löng lesning og algerlega tímans virði. "Möst lesning".

Durtur, 7.9.2010 kl. 13:55

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég sé að “doctore” hlýtur að vera að villast á gvuðum. Hann virðist setja jafnaðarmerki á milli Gvuðs Norrænna manna og Yahweh, sem er gvuð Gyðinga. Þessir gvuðir eru síðan gjörólíkir Mána-gvuðnum Allah.

Loftur Altice Þorsteinsson, 7.9.2010 kl. 14:04

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvort neitun á að mæta í matarboð getur flokkast undir brot á hegningarlögum, skal ósagt látið, en það gæti oltið á þeim yfirlýsingum og orðum, sem fylgdu neituninni.

Hins vegar jaðrar við að athugasemdir doctore séu brot á 233. gr. hegningarlaganna og jafnvel fleiri greinum, þannig að berist fleiri slíkar, verða þær felldar út, þar sem ég kæri mig ekki um að vera ábyrgðarmaður að slíkum ummælum og jafnvel meðsekur um brot á hegningarlögunum.

Axel Jóhann Axelsson, 7.9.2010 kl. 14:33

17 identicon

Þessi maður má hafa hverja þá skoðun sem honum langar til að hafa.Að setja lög sem banna manni að láta í ljós sínar skoðanir sama hvað þær eru vitlausar er algerlega galið.Ekki það.ég myndi ekki borða í sama húsi og Jóhanna en það er vegna þeirra alvitlausustu verkstjórn sem nokkur Forrsætisráðherra hér á landi hefur viðhaft enn ekki vegna þess með hverjum hún lúllar ánæturnar.Það kemur mér barasta ekkert við

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 14:35

18 identicon

Af hverju urðu sjallar sér til skammar Núna ?

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 14:49

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurbjörn, athugasemd Ómars Bjarka var felld út, þar sem hún var eingöngu skítkast út í fólk, en fjallaði í raun um ekki neitt.

Axel Jóhann Axelsson, 7.9.2010 kl. 14:58

20 identicon

Enda frekar ruglingsleg og skrítinn

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 15:03

21 identicon

Yahweh er guð 3 trúarbragða: Islam, kristni og gyðingsdóms...

Fólkið í þessum trúarbrögðum lét blekkjast af elítu til þess að deyja fyrir guðinn í stríðum fornaldar....Já sonur sæll, farðu nú í stríðið fyrir hann Allah,Yahweh, Jesú.. Ef þú deyrð í þessu stríði þá verður guðinn okkar rosalega glaður og gefur þér gull og græna skóga eftir dauðann.

Guð er stríðstól búið til af mönnum til að stjórna mönnum

End

doctore (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 15:18

22 Smámynd: Durtur

Þetta kemur Guði (hvaða nafni sem þú kallar hann) ekkert við, per se, maður þarf ekkert að vera trúaður til að vera fordómafullur asni (sjáanlega), þó það virðist vissulega stundum hjálpa. Hvort heldur sem er finnst mér efnið varla kalla á hjálp vantrúarliðsins, án þess að ég vilji tala fyrir hönd hæstvirts bloggara Axels, og mér sýnist "doctore" aðallega vera að rífast við sjálfan sig hérna að ofan. Er þetta að hjálpa umræðunni eitthvað?

Durtur, 7.9.2010 kl. 16:44

23 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Sagði Voltaire ekki: "Ég er alveg ósammála skoðunum þínum, en ég mun berjast með lífi mínu fyrir rétti þínum til að halda þeim fram."

Jenis af Rana má halda það sem hann vill. Högni Hoydal hefur hins vegar farið yfir strikið með því að gera þetta að einhverju máli milli Íslendinga og Færeyinga.

Færeyingar eru bara indælisfólk upp til hópa og ég nýt þess alltaf vel að heimsækja þá. Sem betur fer eru þeir þó ekki einsleitir.

Emil Örn Kristjánsson, 7.9.2010 kl. 17:17

24 Smámynd: Einhver Ágúst

Nei en hommahatur og ofbeldi gegn samkynhneigðum hefur verið landlægt vandamál í Færeyjum og ég mun berjast með lífi mínu til að réttindi samkynhneigðra megi verða sem mest hvar sem er í heiminum.

En er Jenis sem embættismanni leyfilegt að mismuna fólki eftir kynhneigð og úthrópa samkynhneigð?

Eru það ekki ólöglegir fordómar samkvæmt íslenskum lögum og stjórnarskrá?

Hvað gerði Högni sem er svona "yfir strikið?", var víðsýnn og hafði umburðarlyndi fyrir samkynhneigðum sem olli því að honum þóttu orð kollega síns vandræðaleg fyrir sig og landa sína?

Hvert er lóð ykkar tveggja spekinganna samt? Komið þið inn í umræðuna sem almennir snillingar án afstöðu eða? Svona einsog læknar án landamæra? Færið rök fyrir hatri gegn samkynhneigðum....endilega leyfið mér að heyra.

Einhver Ágúst, 7.9.2010 kl. 18:10

25 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú hafa tveir Fjærískir þingmenn stigið fram og lýst því yfir að þeir séu sömu skoðunar og Jenis av Rana formaður Miðflokksins. Þetta eru þeir Gerhard Lognberg, þingmaður Jafnaðarflokksins og Alfred Olsen, þingflokksformanni Sambandsflokksins. Við sjáum af þessu að þarna er ekki um að ræða mál sem bundið er við einn mann eða einn stjórnmálflokk.

Þessir menn tala um heimsókn Jóhönnu sem vísvitandi ögrun, við sjónarmið sem hafa meirihluta í Fjæreyjum. Sá sem ögrar er væntanlega Høgni Hoydal, sem er að misnota Jóhönnu og verður að teljast ljótur leikur. Þótt ég vilji allt til vinna, að losna við valdstjórnina og þar með Jóhönnu, þá virðist vera ósanngjarnt að blanda henni í stjórnmál í Fjæreyjum. Er ekki rétt að kalla hana straks heim og senda hana frekar í langa heimsókn til Grímseyjar ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.9.2010 kl. 00:04

26 identicon

Ég verð að segja að málið hefur verið pínu sett úr samhengi.

Að bera það saman að vilja ekki sitja til borðs með forsetisráðherra sökum kynhneigðar hennar og að neita að setjast til borðs með erlendum ráðamönnum sokum glæpa þeirra gegn mannkyni.

Það er hægt að fara diplomatískar leiðir í báðu. Það var td merkilegt hvað Jón Baldvin var alltaf upptekinn eða ekki á landinu þegar Kínverskir ráðamenn komu til landsins þegar hann var utanríkisráðherra.

Ég verð að viðurkenna það að ég er uppfullur af fordómum ég myndi td aldrei láta sjá mig sitja til borðs með Gunnari í krossinum sökum fordóma hans gagnvart samkynhneigðum :)

Óðinn (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 05:48

27 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þú segir:

Færeyingar eiga alls ekkert að skammast sín fyrir manninn, heldur vera stoltir af því að í landi þeirra skuli vera málfrelsi og þegnarnir hafi full frelsi til að haga lífi sínu á þann hátt, sem þeir kjósa.

Ertu nú viss um þetta? Heldur þú virkilega að hommar og lesbíur í Færeyjum hafi "full frelsi til að haga lífi sínu á þann hátt, sem þeir kjósa", með menn eins og þennan öfgatrúaða lækni á þingi?

Veistu hvað margir samkynhneiðgir Færeyingar hafa þurft að flýja, til að lifa frjálsir, eins og íslenskir hommar og lessbíur þurftu að gera fyrir fáum áratugum?

Skeggi Skaftason, 8.9.2010 kl. 12:50

28 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Einhver Ágúst, Högni Hoydal fór yfir strikið þegar hann reyndi að gera þetta að einhverju milliríkjamáli. Hann blés þetta út og gerði Jenis av Rana, satt að segja, stórgreiða. Reyndar er Högni sjálfur ekki saklaus af því að hunza kvöldveðarboð. Hann kaus t.a.m. mæta ekki til boðs þar sem forsætisráðherra Danmerkur var til staðar.

Fordómar sem slíkir geta aldrei varðað við lög því fordómar eru einfaldlega þau mistök að mynda sér skoðun að óathuguðu máli. Slíkt mun alltaf fylgja mannkyninu.

Ég ætla ekki að færa rök fyrir hatri, það eru engin rök fyrir hatri.

Emil Örn Kristjánsson, 8.9.2010 kl. 13:58

29 Smámynd: Skeggi Skaftason

Emil Örn:

Fordómar sem slíkir geta aldrei varðað við lög

Jú víst. Segjum t.d. að þeldökkur nýbúi myndi vinna frjálsíþróttakeppni, en tiltekinn borgarfulltrúi eða þingmaður myndi neita að taka í höndina á honum og afhenda honum verðlaun - eða sitja til borðs með honum - af því hann væri á móti því að þeldökkt fólk fengi að búa á Íslandi.

Ertu ekki sammála því að þar með væri hann að opinbera fordóma??

Og hann væri vissulega að þverbrjóta lög: mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands. Æðstu lög sem gilda hér á landi.

Skeggi Skaftason, 8.9.2010 kl. 16:13

30 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Skeggi, út af fyrir sig er ekki hægt að banna manni að vera á móti því að þeldökkt fólk settist að á Íslandi. Persónulega tel ég að slíkt viðhorf stjórnist af fordómum og hugsanlega fengi ég manninn á mitt band með upplýstri umræðu en viðhorfi hans verður hvorki breytt með lagasetningu eða skoðanakúgun.

Hins vegar gæti sami maður verið í þeirri stöðu að honum bæri skylda til þess að taka höndina á hinum þeldökka eða sýna honum heiður á einhvern annan hátt og þar með gæti hann ekki komizt hjá því ... hversu vel eða illa honum er við það.

Emil Örn Kristjánsson, 8.9.2010 kl. 16:38

31 identicon

Í nafni skoðanafrelsis finnst mér að fólk með réttlætiskennd eigi að fordæma fólk sem fordæmir samkynhneigða, eins og þessi færeyski þingmaður ofl gera.

Bjöggi (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 18:29

32 Smámynd: Sævar Einarsson

Hann hlýtur að vera í fullum rétti að afþakka þetta boð og gefið sína skýringu á því, það er eins og það sé verið að troða því inn í alla að þeir skulu allir hugsa eins þegar það kemur að trú eða samkynhneigð, hvaða helvítis bull er þetta og ég tali nú ekki um hræsni. Fólk ætti að líta sér nær þegar kemur að því að drulla yfir skoðanir annara og fara í naflaskoðun með sína fordóma því allir eru haldnir einhverjum fordómum, t.d. er fólk með fordóma gagnvart t.d. reykingarfólki, feitu fólki, grönnu fólki, ljótu fólki, fallegu fólki, ríku fólki og svo framvegis, má bara alls ekki hafa fordóma gagnavart einhverju ákveðnum flokki ? og hver ákveður það ? þetta fólk bara þorir ekki að deila því með öðrum af ótta við að vera tekið af lífi án dóms og laga! fólk er fífl !

Sævar Einarsson, 9.9.2010 kl. 03:29

33 identicon

Jæja Axel, Hér get ég verið sammála þér. Jenis varð færeyingum ekki til skammar, hann var sjálfum sér til skammar.

Finnst þetta komment hjá Bjögga alveg meinfyndið....en er ekki viss um hvort það hafi átt að vera það.

Gunnar K. (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 09:24

34 identicon

Já, Gunnar það er fyndið þegar fólk reynir að verja fordóma í nafni skoðana eða tjáningafrelsis.

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 11:52

35 identicon

Sævar, það er hluti skoðanafrelsis að drulla yfir skoðanir annara, sérstaklega ef manni finnst þær rangar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband