Er Arion banki samsekur um lögbrot?

Kyrrstöðusamningurinn sem Arion banki gerði við Bónusgengið vegna Gaums hlýtur að jaðra við þátttöku í lögbroti, þar sem skuldara sem kominn er í greiðsluþrot er skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta, samkvæmt lögum nr. 21/1991, með síðari breytingum.

Í þeim lögum segir m.a:

4. þáttur. Gjaldþrotaskipti.
XI. kafli. Upphaf gjaldþrotaskipta.
64. gr. Skuldari getur krafist að bú sitt verði tekið til gjaldþrotaskipta ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga og ekki verður talið sennilegt að greiðsluörðugleikar hans muni líða hjá innan skamms tíma.
Skuldara, sem er bókhaldsskyldur, er skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta þegar svo er orðið ástatt fyrir honum sem segir í 1. mgr.

Algerlega augljóst er að Bónusgengið hefur margbrotið þessa lagagrein með því að gefa ekki upp bú Gaums og 1988 ehf. til gjaldþrotaskipta og með síðustu aðgerðum sínum verður ekki annað séð en að Arion banki sé orðinn samsekur um að brjóta gegn gjaldþrotalögunum.

Bankastjóri Arion segir að allir standi jafnir í viðskiptum við bankann, en greinilegt er að ekki fá allir jafn mikinn bónus frá honum og Bónusgengið.


mbl.is Bankarnir skuldi skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta gildir líka um mörg heimili í dag og marga atvinnurekendur og að ég held meira en annan hvern launamann.

Einar Guðjónsson, 7.9.2010 kl. 00:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Landslög ná til allra landsmanna, en einstaklingar eru samkvæmt lagagreininni ekki skyldugir til að gefa upp bú sitt til gjaldþrotaskipta, en það eru fyrirtækin hinsvegar.  Geri þau það ekki, er um lögbrot að ræða og hlýtur það að eiga við í tilfelli Gaums.

Axel Jóhann Axelsson, 7.9.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband