Arion banki enn á fullri ferð í braskinu

Arion banki hefur gert kyrrstöðusamning við Gaum, eignarhaldsfélag Bónusgengisins, sem átti Baug, sem lýstur var gjaldþrota skömmu eftir að genginu tókst að koma Högum undan þrotinu, með því að stofna nýtt félag, 1988 ehf, sem í samvinnu við Kaupþing "keypti" Haga með því að bankinn lagði félaginu til 50 milljarða króna í svindlið, sem auðvitað var og verður aldrei hægt að endurgreiða.

Kyrrstöðusamningurinn gegngu út á það, að ekki er hægt að ganga að "eignum" Gaums, sem reyndar engar eru, né krefjast gjaldþrotaskipta á félaginu.  Í fréttinni kemur þetta fram m.a:  "Gaumur var aðaleigandi Baugs en Baugur hefur verið tekinn til gjaldþotaskipta. Gjaldþrot Baugs er stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar á eftir viðskiptabönkunum þremur en kröfur í Baug eru yfir þrjú hundruð milljarðar króna.

1998 sem var dótturfélag Baugs skuldar Arion banka um 50 milljarða króna. Gaumur er ábyrgur fyrir stórum hluta þess. Skuldin varð til þegar Hagar voru keyptir út úr Baugi sumarið 2008."

Þegar þetta er lesið, skilst betur til hvers leikurinn er gerður.  Kyrrstöðusamningurinn er gerður núna, til þess að forða því að Gaumur og 1988 ehf. verði lýst gjaldþrota, áður en Arion banka tekst að selja Haga, en eins og allir vita ætlar Baugsgengið sér að eignast félagið aftur, án þess að segjast eiga nokkra peninga til að borga eitt eða neitt.  Líklega verður Arion banki liðlegur við Bónusgegnið þegar þar að kemur, eins og hann hefur verið hingað til, ekki síður en fyrirrennarinn, Kaupþing.

Þetta sannar að Arion banki býr að mikilli reynslu og þekkingu á braski, ekki síður en Bónusgengið sjálft.


mbl.is Arion banki gerir kyrrstöðusamning við Gaum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Arion banki ætlar nú ekki að láta eitthvað gjaldþrota lið kaupa Haga.  Betra að láta þá fyrst kaupa Haga og koma þeim í skjól. Svo má hugleiða, hvort ekki sé rétt að keyra Gaum í þrot.

Kristinn Karl Brynjarsson, 3.9.2010 kl. 19:57

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hverjir eiga Arion banka?

Er hugsanlegt að einhver hafi verið að semja við sjálfan sig eða einhvern afar nákominn?

Árni Gunnarsson, 3.9.2010 kl. 19:59

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, þessum samingi ber að fagna. Í stjórnsýslulögum, kveður á um að gæta skuli jafnræðis.

Því hlýtur Arion banki að gera sambærilega kyrrstöðusaminga við alla sína skuldunauta, háa sem lága. Hvort sem bankanum líkar betur eða verr!

Kolbrún Hilmars, 3.9.2010 kl. 20:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn, Hagar eiga að fara í opna sölu, a.m.k. að nafninu til og hver skyldi vera í bestri aðstöðu til að bjóða í pakkann?  Það skyldi þó aldrei vera Bónusgengið, sem að sjálfsögðu myndi bjóða í nafni nýs hlutafélags, jafnvel leppað af einhverjum öðrum en þeim sjálfum.

Baugsgengið fékk að kaupa nokkrar verslanir út úr Högum, þar á meðal SMS í Færeyjum, sem greiddi hluthöfum sínum rúma fjóra milljarða í arð árið 2008.  Kannski væri hægt að fá fyrirframgreiddan arð út úr því fyrirtæki, a.m.k. til að borga fyrir SMS sjálft.

Þeir einu sem Baugsgengið gæti þurft að keppa við um kaupin á Högum er Framtakssjóður lífeyrissjóðanna, en eftir viðtökurnar sem kaupin á Húsasmiðjunni og fleiri félögum fengu hjá almenningi og verkalýðsfélögum, er ekki víst að sjóðurinn treysti sér í fleiri verslanakaup á næstunni.  Þá er eftirleikurinn léttur fyrir Baugsgengið og Arion banka.

Ekki treysti ég Arion banka betur en Kaupþingi á sínum tíma.

Axel Jóhann Axelsson, 3.9.2010 kl. 20:07

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kolbrún, við skulum sjá til, hvort þessi samningur verði fordæmisgefandi fyrir aðra skuldara í bankanum.   Ég verð að viðurkenna, að mér finnst það frekar ólíklegt og bankinn mun varla verða í vandræðum með að útskýra hvers vegna svo verði ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 3.9.2010 kl. 20:10

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Athugaðu hvort þú færð þessa grein birta í Fréttablaðinu.

Sigurður I B Guðmundsson, 4.9.2010 kl. 00:03

7 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég tek undir spurningu Árna:Hverjir eiga Arion-banka?.Kyrrstöðusamninga ber að veita öllum skuldurum.Á meðan ekki liggur ljóst hvernig tekið er á dóm hæstaréttar,liggur ekki ljóst,hverjir skulda eða hversu upphæð skuldar er.Einnig liggur ekki ljóst fyrir hvort verðtrygging lána,sem hafa hækkað í kjölfar hrunsins,sé í raun lögleg.

Ingvi Rúnar Einarsson, 4.9.2010 kl. 13:25

8 identicon

Nokkur atriði til íhugunar:

 Af hverju var bakkað með samkomulag Arion og Jóhannesar Jónssonar og stjórnenda um forkaupsrétt í Högum við útboðið? Jóhannes er sagður mjög mikilvægur fyrir rekstur og afkomu Haga. Var það af því að:

A) Stjórnendum er ætlað að reka Haga svo illa á næstunni að þegar nýjir eigendur hafa tekið við verður allt í kalda koli (án þess að það hafi komið fram í útboðsgögnum) og þá bjóðast Jóhannes og stjórnendur til að hirða hræið á slikk og taka það strax af markaði?

B) Jóhannes vill ólmur eignast Bónus og hugsanlega Hagkaup og 10-11 út úr Högum. Bónus er jú 'beibíið' hans. Því ætlar hann ekki festa peninga í Högum, hann vill jú bara arðbærustu hluta þess. (ATH að Bónus er mjólkurkýr Haga, þar verður hagnaðurinn til)

C) Í framhaldi af A), orkar það þá ekki tvímælis að hafa áfram stjórnendur í fyrirtæki sem eigendur þess vinna á móti? Þ.e.a.s. að Arion er búinn að segja við stjórnendur Haga; við ætlum ekki að gefa ykkur forkaupsrétt til þess að kaupa hluti í Högum, þið sitjið við sama borð og aðrir. Ég yrði amk ekkert sáttur við að slíkur snúningur yrði tekinn á mér ef mig langaði að kaupa í fyrirtækinu sem ég stýrði.

D) Jóhannes og stjórnendurnir hafa aðgang að öllum hugsanlegum gögnum. Má ekki gera ráð fyrir að þeir viti eitthvað sem aðrir vita ekki og geti jafnvel falið það fyrir Arion eða þeim hluta Arion sem sér um útboðið? Þeir viti að Hagar séu ekkert sérstaklega spennandi pakki?
Ef skoðaðir eru ársreikningar Haga þá er engin leið að sjá hvernig reksturinn eða afkoman á að geta greitt niður eitthvað kaupverð. Þetta er nánast á núllinu sýnist mér.

Nonni (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 13:54

9 identicon

Það er ekki nema sorglegt að þeir sem rústuðu íslandi skuli nú fá allt upp í hendurnar aftur... þetta er miklu stærra mál en bara Arion banki.

Ekki hef ég fengið neina fyrirgreiðslu, engar afskriftir... bara það að ég á að borga meira og meira... já ekki bara ég, heldur er ráðist að öryrkjum og öldruðum, sjúklingum... allir þurfa að borga nema glæpamennirnir

doctore (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband