Er VG tilbúið að greiða Icesave fyrir ESBinnlimunina?

Eins og oftast áður koma fréttir af Icesavesvikum ríkisstjórnarinnar frá erlendum fréttastofum, því þrátt fyrir fögur fyrirheit um opnað og gagnsæja stjórnsýslu, þar sem öll mál væru uppi á borðum, þá bæði leynir stjórnin öllu sem máli skiptir fyrir þjóðinni eða fer með hreinan ósannindavaðal um þau mál, sem verið er að fjalla hverju sinni.

Nú koma þau tíðindi frá AP fréttastofunni, að krafa Breta og Hollendinga vegna Icesave sé óbreytt, þ.e. að íslenskir skattgreiðendur skuli settir í skattaþrældóm fyrir þessa kúgara, til áratuga, bæði vegna skuldar tryggingasjóðsins og vaxta á hana.  Í viðhangandi frétt segir m.a:  "Talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, Niels Redeker, segir að gert sé ráð fyrir því að Íslandi muni endurgreiða lánið auk sanngjarna vaxta. „Íslandi ber lagaleg skylda til þess," segir hann í samtali við AFP fréttastofuna í dag."

Þarna fer Niels Redeker með algerlega staðlausa stafi, því meira að segja framkvæmdstjórn ESB hefur viðurkennt, að engin ríkisábyrgð skuli vera á tryggingasjóðum innan ESB og þar með ætti ekki að þurfa frekari vitna við í því efni, en raunar eru flestir lögfræðingar, innlendir og erlendir, sammála framkvæmdastjórninni að þessu leyti.

Einnig kemur fram í frétt AFP er Icesave eitt aðal ágreiningsefnið, sem standi í veginum fyrir viðræðum um innlimun Íslands í stórríki ESB.  Álfheiður Ingadóttir sagði í fréttum, eftir ráðherrahrókeringuna, að með henni væri allur ágreiningur innan VG lagður til hliðar og þar með yrði góður vinnufriður í ríkisstjórninni.

Á að skilja þessi orð hennar svo, að VG sé nú búið að samþykkja að greiða hundruð milljarða aðgöngumiða að ESB?  Aðgangseyri sem íslenskum skattgreiðendum ber ekki að borga og kemur ekkert við?


mbl.is Íslendingar greiði vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Allt gert fyrir stólana og fjármagnseigendurnar á kostnað Þjóðarinnar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.9.2010 kl. 16:06

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Minnugur þess að í gær eða fyrradag, sagði Ögmundur það óhætt að ganga á ný inn í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Ástæðuna sagði Ögmundur vera ásættanlegan farveg Icesavedeilunnar.

 Nú er hins vegar ljóst að ekkert hefur breyst í Icesavedeilunni.  Aftur á móti bendir allt til þess að órólega deildin hafi misst exportbaukinn ofan í hugsjónakaffið, við síðustu uppáhellingu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.9.2010 kl. 16:33

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta lítur illa út svo ekki sé meira sagt!

Sigurður Haraldsson, 3.9.2010 kl. 09:12

4 identicon

Svona er pólitíkin, segja eitthvað bull á nógu sannfærandi hátt aftur og aftur og þá fer einhver að trúa því. Ef þessi skuldabaggi verður settur á okkur skattgreiðendur þá er ekki spurning að maður fer úr landi með sína meistaragráðu þarnæstu áramót. Ég var í skóla meðan "góðærið" var kannski sem betur fer en þegar ég útskrifast þá verður kreppa og lítið um vinnu. Ég hef nóg af skuldum við LÍN og á eftir að kaupa mér þak yfir höfuðið og mér finnst það alveg nóg. Ég hef enga lyst á að borga fyrir það að einhverjir fávitar brunuðu yfir allt hér á stífbónuðum Range Roverum og gerðu okkur að fíflum.

Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband