Gjaldþrota fjármálastjóri hæfir fyrirtækinu vel

Stefán Hilmar Hilmarsson, fjármálastjóri 365miðla mun að öllum líkindum verða úrskurðaður gjaldþrota á næstunni, en hann var áður fjármálastjóri Baugs, sem varð gjaldþrota vegna hudruð milljarða skulda.  Áður hafði Bónusgenginu þó tekist að koma Högum undan þrotabúinu með aðstoð Arion banka, sem lánaði genginu um 50 milljarða í þessu skyni, sem auðvitað voru svo aldrei greiddir, frekar en aðrar skuldir Bónusgengisins.  Til að verðlauna Bónusforingjann fyrir vanskilin greiðir Arion banki honum á annað hundrað milljónir í "starfslokagreiðslu" fyrir að hafa verið svo vingjarnlegur að gegna formennskunni í tíu mánuði.

Öll skuldasaga Bónusgengisins er sama merki brennd, þ.e. að lánadrottnar og íslenskir skattgreiðendur munu borga fyrir hörmulegt viðskiptaklúður þess á síðustu tuttugu árum og ef ætlun Arion banka um að koma Högum aftur í hendur gengisins, eru allar líkur á að þeirri hörmungarsögu sé langt í frá lokið.

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að "formleg staða" Stefáns Hilmars innan fyrirtækisins verði skoðuð næstu daga, en það ætti að vera hreinn óþarfi, því vel hlýtur að vera við hæfi í þessu undanskotna fyrirtæki Bónusgengisins (úr þrotabúi Ísl. afþreyingagar), að fjármálastjórinn hafi verið úrskurðaður gjaldþrota.

Öll brasksaga Bónusgengisins er stráð risastórum gjaldþrotum og því eðlilegasti hlutur í heimi að allir helstu starfsmenn væru það líka.


mbl.is Staða Stefáns hjá 365 breytist líklega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki samt halda að þessi maður sé eithvað blankur þó að hann verði gjaldþrota!! Hann á örugglega nóg af seðlum!

Davíð Guðnason (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 16:03

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hárrétt Davíð. Gjaldþrota menn hafa engu að síður ráðstöfunarrétt yfir launum sínum, og þó að maður missi eignir sínar við gjaldþrot þá eru nefninlega skuldirnar afskrifaðar líka og viðkomandi þarf fyrir vikið ekki að greiða frekari afborganir. Með milljónir á mánuði ætti ekki að vefjast fyrir manni í slíkri stöðu að lifa sæmilega góðu lífi, þótt hann þurfi að leigja húsnæði og aðrar eignir í stað þess að vera skráður eigandi þeirra. Tala nú ekki um ef hann á kannski líka feitan sjóð á aflandseyju...

Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2010 kl. 16:13

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvitað hárrétt, að hann gæti átt digra felusjóði, en við gjaldþrot eru skuldirnar ekki afskrifaðar, heldur er hægt að halda þeim við, með því að forðast að láta þær fyrnast.  Þannig hafa margir "venjulegir" borgarar lent í miklum vandræðum og aldrei getað eignast eitt eða neitt, því lánadrottnar hafa viðhaldið kröfunum, allt upp í tuttugu ár.

Gengjasnillingar kunna sjálfsagt ýmis ráð til að komast fram hjá slíkum afarkostum.

Axel Jóhann Axelsson, 1.9.2010 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband