1.9.2010 | 11:53
Ráðherra fyrir Landsdóm.
Þingmannanefndin undir forystu Atla Gíslasonar, sem hefur verið að fara yfir lög og reglur um ráðherraábyrgð og Landsdóm, stefnir að því að ljúka störfum og skila niðurstöðum sínum til Alþingis í næstu viku.
Ekkert hefur verið gefið upp um hver niðurstaða nefndarinnar verði, en Atli boðar að hún verði jafnvel gefin út sem bók, þannig að greinilega hefur mikið verið rætt og ritað um efnið innan nefndarinnar og fjöldi alls kyns lagaspekinga hefur verið kallaður fyrir nefndina til skrafs og ráðagerða.
Komist nefndin að þeirri niðurstöðu, að ekki sé grundvöllur til að stefna neinum ráðherrum fyrir Landsdóm, vegna gerða þeirra eða aðgerðarleysis í aðdraganda hrunsins, mun hún verða ásökuð um yfirhylmingu með ráðherrunum og eins verður hún sökuð um pólitíska spillingu og að vera varðhundar samtryggingar stjórnmálamannanna og um málið yrði rifist og þrasað í þjóðfélaginu árum saman.
Þó ólíklegt sé, að nokkur ráðherra yrði sakfelldur fyrir Landsdómi er í raun bráðnauðsynlegt að niðurstaða nefndarinnar yrði á þá leið að nokkrum ráðherrum yrði stefnt fyrir Landsdóm og með því móti kæmi fram alveg skýr niðurstaða um ráðherraábyrgðina almennt.
Fyrir Landsdóminn yrði þá væntanlega sendir ráðherrarnir Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og nokkrir aðrir, sem embættum gegndu síðustu mánuðina fyrir hrun. Með Landsdómi yrði sett fordæmi fyrir framtíðina og auðveldaði mat á gerðum ráðherra núverandi ríkisstjórnar og þeirra, sem á eftir munu koma.
Atli gekk á fund þingforseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það fer væntanlega eftir því, hversu "þröng" lagahyggjan má vera. Hversu margir verða dregnir fyrir Landsdóm. Ef að menn ætla að draga fyrir Landsdóm, eingöngu þá sem "strangt tiltekið" bera ábyrgð, þá eru það bara Geir H, fyrir að hafa verið verkstjórninn, Árni Matt, vegna þess að hann átti að passa "sjóðin" og svo Björgvin G., því hann átti að passa bankana.
Samkvæmt túlkun skýrsluhöfunda, þá er forsætisráðherra ábyrgur fyrir alla ráðherra, sama hvaða flokki þeir tilheyra. Hins vegar er hægt að segja að þeirri túlkun hafi í tímans rás verið breytt, með "þegjandi samkomulagi" á þann veg, að formaður hvers stjórnarflokks fyrir sig ber ábyrgð á ráðherrum síns flokks.
Noti nefnd Atla síðarnefndu túlkunina, þá er nánast einboðið að bæði Ingibjörg Sólrún og líklegast Össur sem var staðgengill hennar í "plottinu" um að halda Björgvini G. frá öllum málum er voru honum viðkomandi, axli með honum þá ábyrgð sem á hann muni dæmast, fari mál svo að einhverjir verði dregnir fyrir Landsdóm.
Svo er líka spurning, hvernig nefnd Atla, "tæklar" ábyrgð fjögurra ráðherra efnahagsnefnd hrunstjórnarinnar. En í þeirri nefnd sátu Geir, Árni, Ingibjörg og Jóhanna Sigurðardóttir.
Það má reyndar segja, að í ljósi tímabundins brotthvarf Björgvins af þingi og ástæður þess, að Össur og Jóhanna hafi starfað áfram sem ráðherrar, eftir að nefnd Atla tók til starfa. Því eins og Björgvin sjálfur tók til orða, þá vildi hann ekki að nærvera sín í þinginu, hefði einhver óþægingi í för með sér gagnvart nefndinni.
En kannski var viðvera Jóhönnu og Össurar í þinginu sl. ekki það mikil að hún skapaði nefndarmönnum eða öðrum í þinginu einhver óþægindi?
Kristinn Karl Brynjarsson, 1.9.2010 kl. 17:55
Ef nefndin kemst að þeirri niðurstöðu, að einhverjum ráðherrum skuli stefnt fyrir Landsdóm, er útilokað annað en að a.m.k. Geir, Ingibjörg, Össur, Árni og Björgvin verði í hópnum og ef allrar sanngirni yrði gætt ætti Jóhanna að vera þar líka.
Annaðhvort verður það allur hópurinn eða enginn.
Axel Jóhann Axelsson, 1.9.2010 kl. 18:47
Það er nú samt það dularfyllsta við eftir mála skýrslunar, hvað fyrrverand stjórnarformaður FME, Jón Sigurðsson er ósýnilegur. Samkvæmt lögum um FME, þá má FME ekki grípa til víðtækra aðgerða, nema með samþykki stjórnar FME. Jóni þótti hins vegar ekki ástæða til að kalla stjórn FME saman nema einu sinni, sumarið fyrir hrun. En sagðist hafa talað við menn í síma og á annan formlegan hátt..................... Það er svona "sófafundarform" ala Tony Blair. Engar fundargerðir eða neitt skrifað, bara kósý sófaspjall. Það er kannski ekki skrítið að Jóhanna sagði Samfylkinguna hafa verið andsetin Blairisma.
Kristinn Karl Brynjarsson, 1.9.2010 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.