Efnahagslegt hryðjuverk

Á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna skýrði Össur Skarphéðinsson út fyrir öðrum viðstöddum ráðherrum, þá efnahagslegu árás sem Bretar gerðu á íslenskt hagkerfi eftir bankahrunið og olli því meðal annars, að mun erfiðara var að glíma við afleiðingar þess, en annars hefði orðið.  Lýsti Össur yfir mikilli og réttlátri hneykslan á framkomu eins Natoríkis við annað, enda væri slík efnahagsstyrjöld milli Natóþjóða einsdæmi.

Þetta er nú samt ekki eina efnahagslega árásin sem Bretar hafa gert á Ísland, því nú síðast reyndu þeir að vinna efnahagslegt hryðjuverk gegn Íslendingum í samvinnu við Hollendinga, en það var tilraun þeirra til að hneppa Íslendinga í skattaþrældóm í sína þágu til næstu áratuga.  Þarna er auðvitað um að ræða fjárkúgunartilraun þeirra vegna skulda einkabanka við viðskiptavini í löndunum tveim.

Það grátlega er, að Bretar og Hollendingar áttu sér vitorðsmenn í þessari efnahagslegu hryðjuverkaárás hér innanlands og fór íslenska ríkisstjórnin fremst í flokki bandamanna kúgaranna og var íslenski samstarfshópurinn undir forystu ráðherranna Steingríms J., Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar.

Til varnar þessum hryðjuverkahópi reis íslenska þjóðin upp, sem einn maður og hrinti þessari ógn af höndum sér með eftirminnilegum hætti þann 6. mars s.l.

Nú leikur grunur á, að ráðherrarnir ætli að láta til skarar skríða á nýjan leik gegn þjóðinni, með efnahagslegu hryðjuverkamönnunum Bresku og Hollensku í næsta mánuði. 

Þjóðin mun snúast til varnar öðru sinni og hrinda þessum kúgurum og samverkamönnum þeirra af höndum sér.


mbl.is Efnahagsleg árás af hálfu Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Heill og sæll Axel. Þessi grein er eins og töluð út úr mínu hjarta. Enda hef ég margsinnis bloggað akkúrat í þessum anda. Ég tek heilshugar undir hvert orð hjá þér í þessu bloggi.

Magnús Óskar Ingvarsson, 29.8.2010 kl. 01:15

2 identicon

Já þetta er áhugavert sjónarmið sem þú kemur með fram þarna.  Fékk mig til að hugsa mig enn og einu sinni um hlut þeirra  Steingríms, Jóhönnu og Össurs í Icesave samningaklúðrinu

Enn ég gleymi þó ekki að það var beint í kjölfar hurnsins sem að við gáfum Bretum og Hollendingum vopnið til að hóta okkur fyrst á lagalegum grundvelli ESB og EFTA.  Því það var með bráðabyrgðarlögunum og yfirlýsingum íslenskra stjórnmálamanna beint í kjölfar hrunsins þar sem við brutum lög sem við vorum aðilar að.  Í bráðabyrgðalögum þá tryggðum við innistæður Íslendinga hér á landi en ekki innistæður Breta og Hollendinga í Icesave og öðrum útibúum.  Þetta nefnilega er heila málið í dag, m.a. þetta fræga viðtal við Davíð í sjónvarpinu, þetta er holan sem við grófum okkur í eftir hrunið. Það eru okkar samningar við ESB og EFTA sem koma í veg fyrir það að það sé löglegt að tryggja ákveðin hóp einstaklinga yfir annan hóp einstaklinga á evrópusvæðinu.  Við brutum þessa reglu með því að láta ákveðna bankareikninga falla (Icesave og annað) en aðra lifa.  Klúðrir var einfallt í sjálfum sér, og þess vegna snúast samningarnir mikið um það að Bretar og Hollendingar lofi t.d. að fara ekki í mál við íslendinga á grundvelli jafnréttis innistæðueigenda innan ESB.

Vonandi sjáiði hvað þetta er miklu flóknara en fólki oft sýnist, jafnvel þraullærðum lögfræðingum sem loks átta sig á því að okkur ber engin skylda að tryggja innistæður fram yfir tryggingasjóðina. Gráthlægilegt því það er enmitt ekki málið, því ríkið fór einmitt og gerði það sem það þurfti ekki að gera lagalega, tryggði mínar innistæður langt fram yfir tryggingsjóðina og þar með braut jafnréttisreglu ESB.

Jonsi (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 18:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jónsi, þetta er ekki allskostar rétt, með að ríkið hafi ábyrgst innistæðuna þína, því það sem ríkið gerði var að stofna nýja banka og einn þeirra yfirtók skuldbindinguna gagnvart þér og greiddi þér huganlega út þína innistæðu.  Á móti innistæðunni þinni, seðjum að hún hafi verið hundraðþúsund krónur, var mín skuld, að upphæð hundrað þúsund krónur flutt milli bankanna einnig, þannig að í bókhaldi bankans varð til jafn stór einneign og skuld.

Það sem ríkið gerði síðan, var að leggja nýju bönkunum til nýtt hlutafé, en það er allt annar handleggur en að ábyrgjast innistæður.

Axel Jóhann Axelsson, 29.8.2010 kl. 20:15

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Því það var með bráðabyrgðarlögunum [*] og yfirlýsingum íslenskra stjórnmálamanna beint í kjölfar hrunsins þar sem við brutum lög sem við vorum aðilar að. Í bráðabyrgðalögum þá tryggðum við innistæður Íslendinga hér á landi en ekki innistæður Breta og Hollendinga í Icesave og öðrum útibúum."

Þetta er einfaldlega rangt! Ég geri ráð fyrir að Jonsi sé að vísa til neyðarlaganna (nr.125/2008) sem sett voru þann 6. október 2008, eftir mikla flýtiafgreiðslu þar sem fæstir þingmenn höfðu einu sinni lesið frumvarpið áður en það var samþykkt. Í meginatriðum er aðeins tvennt sem þessi lög hafa um innstæður að segja: 1) innstæður eru gerðar að forgangskröfum í þrotabú og 2) tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta er gert heimilt að greiða út í krónum, óháð upprunalegri mynt viðkomandi innstæðu. Bæði þessi atriði hafa mikla þýðingu fyrir innstæðueigendur í útibúum erlendis (fyrst og fremst IceSave), en hinsvegar er hvergi minnst á neina ríkisábyrgð í þessum lögum. Skv. stjórnarskrá fer Alþingi með fjárveitingarvaldið, og þar með valdið til að veita fjárhagslega ábyrgð ríkissjóðs, yfirlýsingar einstakra ráðherra eða ríkisstjórnar um slíka ábyrgð hafa því ekki meira lagalegt gildi en gúmmítékki sem engin innstæða er fyrir.

Það eina sem komið hefur frá Alþingi um þetta voru lög nr.96/2009 og lög nr.1/2010 ("IceSave lög" hinn fyrri og þau síðari). Þessi lög fjölluðu ekki beinlínis um ríkisábyrgð á innstæðum heldur um heimild fjármálaráðherra til að veita ríkisábyrgð á "lántöku" innstæðutryggingasjóðs (skv. IceSave lánasamningunum), og fólu þannig aðeins í sér óbeina og afturvirka ábyrgð á innstæðum. (Sem vel að merkja brýtur í bága við stjórnarskránna!) Fyrrnefndu lögin höfðu innbyggðan fyrirvara um samþykki Breta og Hollendinga sem þeir gáfu ekki og þar af leiðandi öðluðust þau aldrei gildi, enda hefði það falið í sér fullveldisafsal og þar með hugsanlega landráð. Hinum síðarnefndu lögum um breytingar á þeim fyrri, synjaði Forseti Íslands um undirritun og þeim var í kjölfarið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þess má reyndar geta að frá því að Alþingi samþykkti seinni lögin um síðustu ármót og þar til dómsmálaráðuneytið tilkynnti niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar þann 16. mars, töldust þau vera gild lög. Á meðan beðið var eftir niðurstöðunni kaus fjármálaráðherra hinsvegar að veita ekki ábyrgðina þrátt fyrir að honum væri það tæknilega heimilt. Eftir atkvæðagreiðsluna féllu lögin svo úr gildi og þar með heimild ráðherrans. Ríkisábyrgð á innstæðum hefur því aldrei verið í gildi á Íslandi, aðeins heimild til að veita slíka ábyrgð og það aðeins um skamma hríð. Kröfum vegna innstæðutrygginga væri réttilega beint til Tryggingsjóðs Innstæðueigenda og Fjárfesta sem er sjálfseignarstofnun án ríkisábyrgðar, eins og er ítarlega rökstutt í athugasemdum við nýlega bloggfærslu mína.

Ég ítreka til að útrýma öllum misskilningi: Það er engin ríkisábyrgð á bankainnstæðum á Íslandi og hefur aldrei verið!

"Það eru okkar samningar við ESB og EFTA sem koma í veg fyrir það að það sé löglegt að tryggja ákveðin hóp einstaklinga yfir annan hóp einstaklinga á evrópusvæðinu.  Við brutum þessa reglu með því að láta ákveðna bankareikninga falla (Icesave og annað) en aðra lifa."

Þvert á móti þá er þetta frekar einfalt. Eins og lesa má úr athugasemd síðuhöfundar, þá vorum það ekki "við" (eða íslensk stjórnvöld) sem tóku neina ákvörðun sem gæti falið í sér mismunun þegar nýju bankarnir yfirtóku ákveðnar skuldbindingar og eignir hinna föllnu banka. Ákvarðanir um hvað yrði yfirtekið ("keypt") og hvað skilið eftir í þrotabúum gömlu bankanna (t.d. IceSave), voru teknar í slitameðferð samkvæmt samkomulagi milli bankastjórna nýju bankanna og skilanefnda þeirra gömlu, en ekki með formlegri aðkomu stjórnvalda. Hafi einhver mögulega gerst sekur um mismunum eins og Jonsi lætur í veðri vaka, þá er það ekki íslenska ríkið heldur skilanefnd Landsbankans sem starfar í umboði kröfuhafa og þangað skyldu menn beina bótakröfum sínum telji þeir á sér brotið.

Í framhjáhlaupi má geta þess að NBI hf. sem er í meirihlutaeigu íslenska ríkisins skuldar skilanefnd gamla bankans 260 milljarða gengistryggða og vaxtaberandi til 10 ára vegna yfirfærslu eignasafnsins, og þeir peningar sem annars hefðu myndað hagnað af rekstri bankans næstu árin munu í staðinn renna upp í kröfur á þrotabúið, sem eru aðallega vegna IceSave. Það er því ekki heldur hægt að halda því fram að íslenskri skattgreiðendur sleppi vel frá þessu, hið rétta er að samanlagður kostnaður ríkisins vegna Landsbankans hleypur á mörghundruð milljörðum króna þegar upp er staðið.

P.S. Ég er ekki "þaullærður lögfræðingur", heldur einfaldlega læs á íslenska tungu og þetta er allt aðgengilegt á netinu.

* P.P.S. Rétt stafsetning er "bráðabirgðalög", það er ekki með ypsilon, og í fleirtölu en ekki eintölu. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 30.8.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband