Mikill léttir vegna morðrannsóknar

Héraðsdómur hefur fallist á kröfu lögreglunnar um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir manni, sem grunaður er um morðið á Hannesi Þór Helgasyni, þann 15. ágúst s.l.  Reikna verður með því að a.m.k. séu verulegar líkur á að maðurinn tengist málinu, fyrst fallist var á svo langan gæsluvarðhaldsúrskurð.

Það hefur verið óhugnanleg tilhugsun að morðingi gengi laus í þjóðfélaginu, því slíkur maður hlýtur að vera mjög andlega sjúkur og aldrei að vita til hvers kyns örþrifaráða slíkur maður gæti gripið.  Því er það mikill léttir að lögreglan virðist vera að komast til botns í þessu máli, því morðið virtist bæði vera þaulskipulagt og villimannslegt.

Vonandi er, að lögreglan sé á réttu spori í málinu og ef svo er, á hún mikið lof skilið fyrir vönduð vinnubrögð og að hafa komist að niðurstöðu í málinu, þrátt fyrir að sá seki hafi greinilega reynt að fela slóð sína vandlega.

 


mbl.is Í 4 vikna gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir vandaðar ályktanir þínar um þetta hörmulega mál.

Árni Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 16:33

2 identicon

Sammála er ég því að lögreglan eigi lof skilið fyrir góð og vönduð störf, sem þeir sinna linnulaust allan sólarhringinn. Því má samt sem áður ekki gleyma að viðkomandi telst saklaus uns sekt hans er sönnuð og að lögreglan hefur í raun ekki komist að neinni opinberri "niðursöðu" í þessu máli og þær upplýsingar sem lögreglan hefur gefið frá sér benda einugis til þess að "grunur leiki á" um að viðkomandi sé virðiðinn þetta hrottafengna atvik. Þessi mál eru ávalt vandmeð farin og varast skal að benda fingrum og álykta að þessi einstaklingur sé sekur vegna þess að gæsluvarðhald beiðnin var samþykt. Slíkar aðdróttanir geta haft allvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkomandi aðila, komi svo síðar í ljós að sá grunaði reynist saklaus.

Vissulega óska ég þess að lögreglan sé þess nærri að komast að þeirri niðurstöðu um það hver banaði Hannesi og fá þann einstakling þá dæmdan samkvæmt því sem lög okkar gera ráð fyrir.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 17:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafnlaus, ekkert var fullyrt um að búið væri að handtaka þann sem morðið framdi, því sagt var:  "Reikna verður með því að a.m.k. séu verulegar líkur á að maðurinn tengist málinu, fyrst fallist var á svo langan gæsluvarðhaldsúrskurð."

Reyndar er líka sagt, að sé lögreglan um það bil að leysa málið, eigi hún mikið hrós skilið fyrir vönduð vinnubrögð.  Reynist þessi maður, sem nú hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, vera saklaus, þá verður það að sama skapi mikill áfellisdómur fyrir löggæslu landsins.

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 19:13

4 identicon

Ágæti Axel, ég minntist ekki á að þú hefðir verið með neinar fullyrðingar. Heldur sagði ég að varast bæri að draga ályktanir byggðar einungis á því að viðkomandi hafi verið hnepptur í gæsluvarðhald. Með óheppilegu orðavali lofaðir þú lögregluna fyrir " á hún mikið lof skilið fyrir vönduð vinnubrögð og að hafa komist að niðurstöðu í málinu" og dró ég þá kannski ályktun sjálfur þess efnis að þú sem einstaklingur værir búinn að dæma mann þennan sekan.

Sýnir þetta þá vel hve fljótur maður getur hrapað að ályktunum á bréfaskrifum sem birtar eru á vefsíðum landsins. ;)

Allra vegna vona ég að maðurinn sem framdi þennan voðaverknað náist og verði settur á bak við lás og slá í sem lengstan tíma.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 21:40

5 identicon

Það vill svo til að lögreglan var óttalega blind og villiráfandií manndrápsmálum ÞANGAÐ til tæknideildin tók til starfa. Tæknideildin er GPS tæki lögreglunnar svo gripið sé til líkingamáls. Fram að því varð að reiða sig á að einhver kunnugur kjaftaði frá, eða að morðinginn væri á skrá lögreglu fyrir alvarleg brot. Þá var gengið á röðina meðal þekktra afbrotamanna sem ekki voru þá þegar í fangelsi. Nú, eða þá að morðinginn gæfi sig bókstaflega fram. Þegar ekkert af þessu er til staðar, þá vandast málið og mér sýnist Hannesarmálið bera nokkurn keim af því. Fyrirvari: margar ábendingar hafa komið frá almenningi.

En jafnvel tæknivinnan dugar ekki alltaf - tökum sem dæmi manndrápið á Víðimelnum fyrir nokkrum árum. Lögreglan botnaði ekki neitt í neinu (sem vonlegt var - mjög strembið mál) þangað til tilkynning barst um innbrot í Nesdekk skömmu fyrir atburðinn. Frá innbrotinu var hægt að rekja sig að hinum grunaða.

En hvað um það - ég tel að lögreglan vinni mjög faglega að þessu máli sem öðrum. Bara það að hún skyldi halda yfirvegun þegar fyrstu menn voru handteknir ber vott um gæði. Ekki rjúka með þá í dómara. Fyrr en nú þegar meiri grunsemdir vakna.

Þetta var svona almennt þrugl í gömlum manni.

Haraldur (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 22:46

6 Smámynd: Benedikta E

Maðurinn hefur ekki játað - Svo eru játningar stundum rangar -

Það þarf annað og meira að koma til - en sá - rétti - verður að finnast.

Þetta er hræðilega óhuggulegt mál.

Benedikta E, 28.8.2010 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband