Ófyndinn en hlægilegur borgarstjóri

Jón Gnarr er góður leikari þegar hann getur leikið fyrirfram skrifuð hlutverk, sem vinna hefur verið lögð í að fínpússa og æfa vel, áður en verkið er sett á svið fyrir áhorfendur.  Sérstaklega er hann góður í gamanhlutverkum og leikur þá gjarnan fyndnar eða grátbroslegar persónur, eins og leiksigur hans í Vaktamyndunum sannaði eftirmynnilega.

Leiksigur Jóns Gnarr í Vaktaseríunni hefur nú skilað honum í borgarstjórastólinn, en það hlutverk hefur sannað og sýnt, að hann getur ekki með nokkru móti leikið óæft hlutverk, þar sem spinna þarf textann jafnvel óundirbúið og flytja hann fyrir áheyrendum og áhorfendum óæfðan.  Slíkt hlutverk ræður Jón Gnarr engan veginn við og því hefur honum farnast afar illa í hlutverki borgarstjóra og virðist engan veginn geta náð tökum á því, enda sjaldnast hægt að styðjast við fyrirframskrifað handrit góðra höfunda.

Nýjasta dæmið um vanmátt Jóns Gnarr gagnvart hlutverki sínu, er sú óánægja sem hann lýsir af móttökum áhorfenda að leiktilburðum hans, en hann segir t.d. á dagbókarsíðu sinni:  "Mér finnst ég sýna auðmýkt en fá lítið á móti nema töffaragang, hroka og eða fálæti, ég brosi, en fæ lítið tilbaka."  Svo lýkur hann dagbókarfærslunni í örvæntingarkasti á þessa leið:  "Á ég að hætta líka að brosa eða reyna áfram að vingast við þetta fólk sem ber ekki virðingu fyrir mér og því sem við erum að reyna að gera. Ætla að sofa á þessu. Góða nótt."

Í hlutverki borgarstjórans í Reykjavík er leikarinn Jón Gnarr ekki fyndinn, bara hlægilegur og á auðvitað skilið að fá meðaumkun áhorfenda en ekki töffaragang, hroka og fálæti.

Það er þó bót í máli að þó sýningin hafi kolfallið, þá getur leikarinn hlægilegi brosað í gegnum tárin.


mbl.is Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Grínið er gengið sér til húðar - við blasir sannleikurinn - eins og í leikhúsinu er það framhliðin sem snýr að áhorfendum - núna erum við að sjá á bakvið pappírsfrontinn - á bakvið er ekkert nema SÓLHEIMAGLOTT borgarstjóra. Borgarstjóra sem ber ekkert skynbragð á starf borgarstjóra né rekstur borgarinnar.

Þetta er sorgleg staðreynd -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.8.2010 kl. 10:30

2 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Verður það ekki að teljast kostur að kunna ekki að spinna einhverja lygi eins og forverar hans hafa gert árum saman?! Telur þú Axel að það sé kostur að borgarstjóri spinni einhverja lygi fremur en að segja bara sannleikann. Er það ekki bara kostur að segja satt?

Hins vegar er það ekkert nýtt að sjálfstæðismenn séu hrokafullir eða ertu kannski fljótur að gleyma?

Merkilegt nokk... þá líður mér ágætlega vitandi að Jón Gnarr sé borgarstjóri. Hann hefur amk. ekki ennþá verið keyptur og getur því farið eftir sinni samvisku óhindrað. Eins hefur Jón Gnarr vakið borgarbúa til meðvitundar og nú virðist fólk hafa meiri áhuga á borgarmálum en nokkru sinni fyrr.

Stundum er betra að sjá það jákvæða og tækifærin framundan fremur en að benda á ókosti annarra.

Margeir Örn Óskarsson, 27.8.2010 kl. 11:40

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Margeir, ég er afar jákvæður og sé mikið af tækifærum framundan.  Ég efast bara um að hlægilegur borgarstjóri sé rétti maðurinn til að hafa forystu um að nýta þau margvíslegu tækifæri, sem framtíðin mun bjóða uppá.

Það er ekki það sama, að vera lygari og að geta svarað einhverju um þau mál, sem fólk er spurt um.  Það er ekkert sérstakt merki um sannsögli eða hæfileika umfram aðra, að geta aldrei svarað einfaldri spurningu án þess að stama og reka margsinnis í vörðurnar.  Það er einungis merki um að viðkomandi viti ekkert um það málefni sem hann er spurður um.

Ég hugsa að þessi vanhæfni Jóns Gnarr við að leika borgarstjóra, hafi vakið marga borgarbúa til meðvitundar um það, hvað var kosið yfir okkur í borgarstjórnarkosningunum í vor.

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 11:48

4 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

... og eitt enn... Leiksigur Jóns Gnarr í Vaktaseríunni skilaði honum ekki í borgarstjórastólinn. Það var mun fremur klúður og hroki margra forvera hans sem varð til þess að fólk kaus hvaða breytingu sem er.

Margeir Örn Óskarsson, 27.8.2010 kl. 11:49

5 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Í þeim ótalmörgu viðtölum sem pólitíkusar lenda í virðist nánast vera vonlaust að fá hreint svar. Í stað þess er svarið á þann hátt að hver og einn getur túlkað það eftir sínu höfði... sem sagt svarið verður yfirleitt já og nei eða kannski. Hverskonar svör eru það? Er fólk einhverju nær? Er þá kannski betra að segjast bara ekki vita svarið? Er það eitthvað verra?

Jón Gnarr er í það minsta hreinskilinn.

Margeir Örn Óskarsson, 27.8.2010 kl. 11:56

6 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ólafur hefur þú ekkert að gera annað en gagnýna Jón á öllum heima-síðum. Ertu á launum við þetta? Eða ertu að stelast til þess í vinnunni.  Það hlítur að hafa farið allur dagurinn hjá þér í þetta.

Ef þið opnið aðrar fæslur þá er kallinn alstaðar.   Þessir atvinnu gagrínendur eru að verða pínu findnir.

Matthildur Jóhannsdóttir, 27.8.2010 kl. 12:06

7 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Go Margeir!

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 27.8.2010 kl. 12:52

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er stórmerkilegt að telja það til helstu kosta forstjóra eins stærsta fyrirtækis landsins, að hann viti ekki neitt um reksturinn, né um hvað hann snýst.  Þetta þætti ekki boðlegt í neinu einasta fyrirtæki öðru, hvorki í þessu landi eða annarsstaðar.

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 13:13

9 identicon

Jón Gnarr er á nokkurs vafa einhver besti borgarstjóri sem Reykvíkingar hafa átt og þótt víðar væri leitað.

Verk hans í sumar hafa skilað meiri árangri fyrir borgina en nokkur sá tími sem aðrir hafa verið við stjórn.

Öllu óyndistali Sjálfstæðismanna í hans garð verður að hafna, enda bara öfundsýki og minnimáttarkennd fólks sem þolir ekki velgengni annarra.

Sjálfstæðisfólkið í borgarstjórn ætti að sjá sóma sinn í að fara heim til sín enda ekkert gerir það nákvæmlega ekkert nema tefja fyrir nauðsynlegum framförum.

Hólímólí (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 13:48

10 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég sé að hólímólí hefur sofið af sér sumarið og dreymt einhvern súrrealískan draum.

Margeir segir: "þá líður mér ágætlega vitandi að Jón Gnarr sé borgarstjóri. Hann hefur amk. ekki ennþá verið keyptur og getur því farið eftir sinni samvisku óhindrað." Einmitt, hann hefur ekki verið keyptur. Gamli sorrý Gráni gæti þá allt eins verið borgarstjóri í Reykjavík ef þetta eru kostirnir sem til þarf. Hann hefur ekki verið keyptur end vill enginn kaupa hann.... og eitt enn, Margeir: Hver var að benda á meinta ókosti annarra? Var það ekki einmitt Jón Gnarr í margumræddri Fésbókarfærslu?

Jón Gnarr ætti að gera sér grein fyrir því að það er sitthvað að vera fyndinn, hlægilegur og grátbroslegur. Hann er alla vega löngu hættur að vera fyndinn.

Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 14:29

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hólímólí er að hæðast að Besta flokknum með öfugmælum sínum.  Það er ekki fallega gert.

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 14:42

12 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Ég sagði ekki að það væri kostur að forstjórinn viti ekkert um reksturinn. Ef þú hins vegar veist ekki svarið við spurningunni þá er bara best að segja satt í stað þess að bulla!

Svo er það eitt að kunna á fjölmiðla og annað að sinna rekstri. Það þarf ekki endilega að eiga samleið. Til þess eru svokallaðir fjölmiðlafulltrúar.

Margeir Örn Óskarsson, 27.8.2010 kl. 14:45

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Gnarr sagði fyrir nokkrum dögum að honum gegni illa að vinna með Samfylkingunni í meirihluta, ekki síst vegna þess að hann væri svo illa að sér í borgarmálunum og hvernig hlutirnir gegnjur fyrir sig í borgarkerfinu.

Nú vælir hann yfir því að minnihlutinn í borgarstjórn sé svo vondur við sig, að hann geti ekki heldur unnið með honum.´

Það er alveg rétt hjá þér, að Jón Gnarr er óhæfur borgarstjóri og lýgur engu um það sjálfur.

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 14:56

14 identicon

Mér finnst þetta mjög virðingarverð skrif hjá Jóni.

Það er staðreynd að einungis sterkir menn geta sýnt auðmýkt !

Töffaraskapur, snobb, kuldi og hroki er hegðunarmunstur smámenna sem sperra sig eins og hanar einungis til að fela getuleysi sitt.

Jón á að standa í báða hæla og sýna þessu liði ótvírætt að HANN sé borgarstjóri..enginn annar.

Það að Jón sé reynslulaus ætti aðeins að trufla hann fyrsta árið.

Svo er hinn bitri sannleikur sá að almenningur kaus óreyndan einstakling umfram "sjóuðu" borgarfulltrúana, það er ekkert annað en fullkomin niðurlæging fyrir þetta handónýta "sjóaða" fólk.

Ef ég fengi svona niðurlægingu í minni vinnu, þ.e.a.s að óreyndur nýliði tæki stöðu mína, verða til þess að ég mundi skammast mín niður í hæla og jafnvel segja starfi mínu lausu.

Þetta er engin smá niðurlæging og líklega ástæða þess að hrokaferlið fer í yfirgír hjá "sjóaða" liðinu !

runar (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 15:24

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rúnar, þeir sem ráða vanhæft fólk til stjórnunarstarfa ættu að skammast sín mest allra.  Í þessu tilfelli eru það þeir sem kusu Besta flokkinn.  Sem betur fer var nógu stór hópur, sem kaus af ábyrgð, þannig að Besti flokkurinn hefur þó ekki nema 6 borgarfulltrúa af 15.

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 15:30

16 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Axel, það vekur samt hjá manni ugg að svo margir virðast ekki höndla lýðræðið. Þeim sem barizt hafa í gegnum aldirnar fyrir rétti okkar til þess að kjósa okkur fulltrúa hefur verið gerð skömm til.

Emil Örn Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 15:38

17 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þvílíka bullið hérna. Sumum fer betur að þegja en mæla staðlausa stafi Axel. Jón Gnarr er rétt nýfarinn af stað sem borgarstjóri og ekkert komið fram um að hann sé ekki að standa sig heldur þvert á móti. Hann notar öðruvísi aðferðir en fyrrv. borgarstjóri til að ná tengingu við almenning og er það góðra gjalda vert.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.8.2010 kl. 15:52

18 identicon

Mér finnst það enn uggvænlegra hve margir af þeim sem kosið hafa yfir okkur óstjórn og bruðlstefnu eru tilbúnir að gera það aftur. Er slíkt ekki kallað forheimska?

Hólímólí (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 15:52

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, það er rétt að Jón Gnarr er nýfarinn af stað sem borgarstjóri og ekkert hefur komið fram ennþá um að hann sé að standa sig.  Það er ekki nóg að halda úti dagbók á netinu, þar sem vælt er og skælt yfir þreytunni og erfiðleikunum, sem fylgja starfinu, það þarf að sinna verkunum almennilega og vera ekki að endalausu kvaki og kvörtunum yfir því, að ekki skuli allir vera sammála vitleysunni, sem vellur upp úr honum.

Hólímóli er fyndinn, meinhæðinn en minnislaus, fyrst hann man ekki hvernig borginni var stjórnað í tíð Hönnu Birnu sem borgarstjóra.

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 16:05

20 identicon

Liggur það ekki kýrskýrt fyrir, t.d. í uppi í Orkuveitu, hvernig bruðlstefna Sjálfstæðisflokksins hefur leikið borgarbúa?

Maður þarf ekki að "muna" eftir óstjórninni þegar afleiðingarnar blasa við öllum. Hún minnir á sig sjálf.

Hólímólí (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 16:11

21 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hólímólí, vegna minnisleysis þíns verður að upplýsa þig um að stærsti hluta skulda OR varð til í valdatíð R-listans og þó þú munir það örugglega ekki, frekar en annað, þá var Sjálfstæðisflokkurinn hreint ekki hluti af þeim lista.

Þangað til þú verður búinn að rifja upp einföldustu staðreyndir um borgarstjórn undanfarinna ára, ættir þú að spara athugasemdirnar.  Það er alltaf hætta á að einhver skilji ekki húmorinn hjá þér.

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 16:21

22 identicon

R-listann vil ég síður styðja aftur til valda en Sjálfstæðisflokkinn, en staðreyndin er að bæði þeir flokkar sem R-listann skipuðu og Sjálfstæðisflokkurinn bera fulla og sameiginlega ábyrgð á bæði borgarstjórn og stjórn landsmála í heild og þá um leið því gríðarlega efnahagshruni sem hér hefur orðið. Þess vegna er því fólki sem þessa flokka skipar ekki treystandi. Maður þarf ekkert "minni" til að vita það, því staðan sýnir þetta ljóslega.

Hólímólí (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 16:52

23 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hólímólí, þú manst greinilega ekki heldur eftir "bankaræningjum" og "útrásargengjum", sem báru meginábyrgð á hruninu, samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 19:19

24 identicon

Jú, ég man eftir þeim, en enginn þeirra er í Besta flokknum ... og síst af öllu tilheyrir Jón Gnarr þeim flokki manna.

Hólímólí (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 19:58

25 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Enginn "banaræningjanna" eða "útrásargengjanna" frömdu meinta glæpi sína í nafni eða umboði nokkurs stjórnmálaflokks eða stjórnmálamanns, þannig að Jón Gnarr hefur enga sérstöðu þar, fram yfir aðra stjórnmálamenn.

Sú sérstaða sem einkennir Jón Gnarr og hans störf er hversu gjörsamlega misheppnaður stjórnmálamaður hann er.

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 20:06

26 identicon

Ég er nú hræddur um að flestir séu ósammála þér um að stjórnmálamenn gömlu flokkana hafi ekki einmitt greitt götu bankaræningjanna, ekki síst Sálfstæðisflokkurinn sem ásamt Framsóknarflokknum afhenti þeim t.d. bankana á silfurfati.

Hólímólí (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 21:03

27 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nú ein dellan, þetta með að bankarnir hafi verið afhentir á silfurfati, en hins vegar sá enginn fyrir að bankarnir myndu lenda í höndunum á glæpagengjum, sem síðan settu allt þjóðfélagið á hvolf.

Annars er umræðan farin að teygjast ansi langt frá ófyndna borgarstjóranum, hlægilega, og vanhæfni hans í starfi.

Líklegagast er að þú sért að reyna að skipta um umræðuefni, vegna þess hve vonlaust er að verja þann hlægilega, enda er Það ekkert sérstaklega stórmannlegt að verja eina vitleysu, með því að benda á einhverja aðra.  Það bætir ekkert málstað þess, sem fjallað er um hverju sinni.

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 21:17

28 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Legg til að tuðliðið hérna líti aðeins á kommentin sem fólk skrifar við tilvitnaða færslu borgarstjóra. Mér sýnist að það sé verulegur stuðningur þar á ferð. Kannski er raunverulega stuðningur við að "manneskjur" komi í stað "pólitíkusa"!

Haraldur Rafn Ingvason, 28.8.2010 kl. 00:45

29 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Kann að vera, Haraldur, en er Jón Gnarr sú manneskja að valda hlutverkinu?

Emil Örn Kristjánsson, 28.8.2010 kl. 01:00

30 identicon

Er hann verri en einhver annar?

Maður hefur á tilfingunni að þetta þraslið mundi kvarta og kveina yfir hverjum sem er þarna inni nema að hann væri í sínum flokki, skiptir engu þótt einstaklingurinn mundi standa sig vel.

Tryggvi (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 12:44

31 identicon

Rétt hjá þér Tryggvi. Þeir voru byrjaðir að kvarta og kveina löngu fyrir kosningar án þess að hafa minnstu hugmynd um yfir hverju þeir voru að kvarta og kveina.

Hólímólí (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 13:56

32 identicon

Greyið ´´Gnarrinn,,er að viðurkenna það á síðu sinni að hann er ekki að ráða við þettað. Sennilegast vissi hann það allan tíman,en eitt hefur hann staðið við,að það er það að raða vinum og kunningjum inní hin ýmsustu embætti borgarinnar.Þá er það vitað og einnig sést það að honum er fjarstýrt af Samfylkingunni.

Númi (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 10:12

33 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það sem athyglisverðast við þá umræðu sem hér hefur skapast er, að þeir sem reyna að bera í bætifláka fyrir borgarstjórann hlægilega, eru teljandi á fingrum annarrar handar og aðallega einn, sem ekki getur einu sinni hugsað sér að skrifa undir nafni, væntanlega til að kunningjar hans komist ekki að því, að hann styrði þetta misheppnaða grín, sem nú tröllríður borgarmálunum.

Fyrir og fyrst eftir kosningarnar í vor skorti ekkert á að stuðningsmenn brandaraliðsins léti frá sér heyra og tæki málstað "Besta flokksins" í öllum athugasemdadálkum bloggsins, en nú eru þær raddir nánast algjörlega þagnaðar.

Sú þróun segir meira en mörg orð um þennan misheppnaða meirihluta í borgarstjórn.

Axel Jóhann Axelsson, 29.8.2010 kl. 15:12

34 identicon

Það sem athyglisverðast við þessa umræðu er að sjá hversu rétt og nauðsynlegt það var að kjósa Besta flokkinn og Jón Gnarr sem borgarstjóra og hversu mikilvægt það er fyrir borgina að sofna ekki á verðinum og hleypa þeim sem þú og þínir skoðanabræður kjósa aftur í meirihluta.

Hólímólí (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband