27.8.2010 | 09:04
Árás á velgjörðarmenn
Mál Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttir, sem varð fyrir hræðilegri lífsreynslu vegna kynferðislegs ofbeldis af hálfu Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, tröllríður nú þjóðfélaginu á ný, ekki síst eftir að dóttir Ólafs kom fyrir kirkjuráð og skýrði frá barnaníði hans í sinn garð, þegar hún var barn og unglingur.
Við upprifjun málsins og endursýningar á viðtölum við Ólaf frá þeim tíma er málið kom fyrst upp, sést vel hvílíkur siðleysingi hann hefur verið, enda þrætti hann fyrir allar sínar misgjörðir fram í rauðan dauðann og gekk meira að segja svo langt, að kæra Sigrúnu Pálínu, aðra konu og Geir Waage til saksóknara fyrir ærumeiðingar. Illu heilli felldi saksóknari málið niður og taldi ekki tilefni til að gera neitt frekar í málinu. Hefði málið verið rannsakað almennilega á þeim tíma, gæti allt hafa farið á annan veg, en það gerði á sínum tíma.
Það sem hins vegar skyggir á allt þetta mál núna, eru árásir Sigrúnar Pálínu á velgjörðarmenn sína frá þessum tíma, þá séra Hjálmar Jónsson og Karl Sigurbjörnsson, biskup, sem hún leitaði til um að hafa milligöngu um afsökunarbeiðni frá Ólafi, sem hann hafnaði algerlega og brást reyndar ókvæða við. Þessir menn, sem ekki mega vamm sitt vita, drógust inn í málið fyrir þrábeiðni Sigrúnar Pálínu og sæta nú ómaklegum árásum fyrir að reyna allt sem þeir gátu til aðstoðar henni í þessu skelfilega máli.
Hætt er við, að menn veigri sér við að blanda sér í svona erfið og viðkvæm mál, ef þeir eiga það á hættu að verða fyrir árásum og ásökunum vegna heiðarlegra tilrauna sinna til að aðstoða fórnarlömb kynferðisofbeldis eða annarra glæpa.
Í þessu máli var aðeins einn sökudólgur og það var Ólafur Skúlason. Að ásaka hjálparmennina og stofnunina sem þeir vinna hjá og var einnig vinnuveitandi Ólafs, er algerlega ómaklegt.
Vísar á bug gagnrýni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þessu. Prestar eru ekki saksóknarar, lögregla eða lögmenn, þeir stunda sálgæslu og hafa ekki það hlutverk að leiða hið sanna í ljós í þessum málum. Þeir mega það ekki.
Gunnar Kristinn Þórðarson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 09:17
Þessir prestar vissu um ódæðisverk Ólafs Skúlasonar og þeim bar að taka þannig á málum að hann yrði stöðvaður innan kirkjunnar - Þeirra vansi liggur í því að taka ekki þannig á málum.
Benedikta E, 27.8.2010 kl. 09:48
Benedikta, það liggur fyrir að þeir lögðu að Ólafi að segja af sér biskupsembættinu, sem hann gerði að lokum. Þeir gerðu það sem þeir gátu á þessum tíma, en dómstólarnir hefðu verið rétti vettvangurinn fyrir málið. Eins og Gunnar bendir réttilega á hér að ofan, þá eru prestar ekki saksóknarar, lögregla eða lögmenn.
Í þessu öllu er verið að vega ómaklega að þeim, sem reyndu að hjálpa fórnarlambinu í málinu. Í þessu máli, sem fleirum, sannast að laun heimsins eru vanþakklæti.
Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 09:52
Ég er alveg sammála þessu.
Rauða Ljónið, 27.8.2010 kl. 10:14
Algjörlega sammála Benediktu, þið hinir eruð að reyna að hylma yfir með prestunum fjórum sem gerðu stór mistök með því að aðhafast ekkert og reyna að þagga málið niður, þeir bruðgust algjörlega og hafi þeir skömm fyrir: Karl, Vigfús, Hjálmar & Pálmi.
Skarfurinn, 27.8.2010 kl. 11:16
Skarfur, hvað áttu þessir prestar að gera, sem við "hinir" erum að hylma yfir með þeim? Hvernig áttu þeir að leysa málið? Af hverju var þetta ekki kært til lögreglu, sem þá hefði væntanlega rannsakað málið og komið því í réttan farveg?
Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 11:24
Svarið er í fyrstu línu Benediktu hér að ofan. Voða er erfitt að skilja þetta, prestarnir tóku Sigrúnu Pálínu að sögn hennar mjög vel og sögðust mundu reyna að aðstoða hana, síðan leið og beið og ekkert gerðist, og svo biður Hjálmar Sigrúnu að hætta við ákæru vegna barna sinna og sjúkrar móður. Kannski hefur lotning prestanna fyrir fyrrverandi biskupi verið svo algjör að þeir treystu sér ekki í slaginn hver veit ? Ég fullyrði að sr. Pálmi, Hjálmar, Vigfús Þór og Karl biskup njóta ekki stuðnings meirihluta þjóðarinna í dag, og Karl á að vera maður til að segja af sér fyrir lygina í Kastljósi, ég get aldrei borið virðingu fyrir þessum mönnum.
Skarfurinn, 27.8.2010 kl. 11:35
Skarfur, lestu viðtalið við Hjálmar í Mogganum í dag og þá færðu útskýringu á því, hvernig málið gekk fyrir sig á sínum tíma. Sigrún Pálína á alla mína samúð vegna þeirrar hörmulegu lífsreynslu, sem hún hefur mátt þola vegna þessara atburða, en að dæma saklausa menn til útskúfunar er algerlega óásættanlegt.
Í viðtalinu kemur m.a. fram að Sigrún og maður hennar eru ekki sammála um hvor sagði hvað, Hjálmar eða Karl. Það er Ólafur Skúlason, sem er gerandinn í þessum glæpum og hans er sektin og skömmin, en ekki þeirra sem reyndu hvað þeir gátu til að aðstoða fórnarlambið.
Þú segir að svarið liggi í fyrstu setningu í svari Benediktu. Hvernig áttu þeir að stöðva Ólaf innan kirkjunnar öðru vísi en að leggja að honum að segja af sér embætti, sem hann svo gerði að lokum?
Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 13:20
Axel nú verður þú að éta oafn í þig stóru orðin og það að styðja þessa presta svona mikið og afsaka þá, því í dag steig sjálfur sr. Hjálmar Jónsson í pontu og viðurkenndi mistök sín þ.e.a.s. að hafa brugist Sigrúnu Pálínu eins og ég hef haldið fram. Spurningin er nú aðeins, munu Vigfús Þór og Pálmi Matthíasson gera slíkt hið sama ?
Skarfurinn, 29.8.2010 kl. 20:05
Skarfur, þú þarft að lesa alla prédikun séra Hjálmars frá því á sunnudaginn til að skilja allt samhengið í ræðu hans. Það er virkilega góð ræða. Um þátt sinn í máli Sigrúnar Pálínu segir hann: "Ég var allur af vilja gerður til að hjálpa konu sem kom til mín í marsbyrjun 1996. Hún hafði komið til margra annarra en ekki fengið þá hjálp sem hún leitaði að. Nú var komið að mér. Ég vildi heils hugar greiða úr fyrir henni. En það var endaslepp hjálp, því miður. Ég olli henni vonbrigðum og var ekki fær um að veita þá hjálp sem hún leitaði. Það sem ég gerði var ekki nóg. Fyrir það bið ég hana fyrirgefningar."
Ég hef einungis haldið því fram að algerlega ómaklegt sé, að ráðast með offorsi á þá menn, sem gerðu það sem þeir gátu til að hjálpa henni á sínum tíma. Af hverju kærði hún ekki til lögreglunnar?
Af hverju minnist enginn á þátt lögfræðinga Ólafs Skúlasonar, sem börðust fyrir hann með kjafti og klóm, þá Tryggva Gunnarsson og Ragnar Aðalsteinsson, sem nú gefur sig út fyrir að vera verjanda allra, sem eru í baráttu gegn hinu opinbera valdi?
Axel Jóhann Axelsson, 30.8.2010 kl. 08:58
Af hverju hún leitaði ekki til lögreglu á þessum tímapunkti getur enginn svarað nema Sigrún sjálf. Get tekið undir það að óþarfi er að ráðst á þessa 4 presta, ég hef hef krafist þess að þeir væru heiðarlegri og segðu satt og rétt frá, nú hefur 1 þeirra þ.e.a.s. Hjálmar Jónsson gert það sem er vel og vonandi koma hinir á eftir ef þeir vilja ekki missa allan trúverðugleika.
Ég tel það fals og vissa lygi að koma fram og segjast hafa gert allt sem í þeirra valdi var til þess að hjálpa skjólstæðingi, þegar sannleikurinn er sá að lítið sem ekkert var gert og málið svæft. Afsökun Hjálmars fullvissar mig um að grunur minn var réttur.
Skarfurinn, 30.8.2010 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.