Árni Páll gerir það ekki endasleppt

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hefur, svo ótrúlegt sem það er, skipað stjórn Íbúðalánasjóðs að setja á fót sérstaka valnefnd til að meta hæfi umsækjenda um framkvæmdastjórastöðu stofnunarinnar.  Enn ótrúlegra er, að stjórnin skuli taka við slíkum skipunum frá ráðherranum, en eitt af verkefnum stjórnarinnar er einmitt að ráða framkvæmdastjóra og lýsir það algerum aulaskap, að hafa verið að velkjast með málið mánuðum saman án þess að komast að nokkurri niðurstöðu.

Stjórnin hafði fengið ráðningarstofuna Capasent til að meta umsækjendur um stöðuna og var niðustaða stofunnar sú, að Ásta H. Bragadóttir væri umsækjenda hæfust í starfið, enda gengt stöðu framkvæmdastjóra unanfarna mánuði og verið aðstoðarframkvæmdastjóri til margra ára.  Vegna pólitískra afskipta Árna Páls af ráðningarferlinu hefur stjórnin ekki haft í sér manndóm til að ganga frá málinu og lýsir nú algerri uppgjöf með ákvörðun sinni um nýja valnefnd til að endurskoða álit Capasent og finna leið til að ráða þann, sem Árna Páli er þóknanlegur.

Þessum auma ráðherra, sem jafnframt er jafnréttisráðherra, virðist vera algerlega þvert um geð að ráða konur til stjórnunarstarfa, eins og hann hefur áður sýnt, t.d. við ráðningu umboðsmanns skuldara.

Svona afgreiðsla stjórnar ÍLS sýnir svart á hvítu að hún er ekki starfi sínu vaxin og ekki þarf að fara mörgum orðum um Árna Pál.  Hann hefur dæmt sjálfan sig út úr íslenskri pólitík til allrar framtíðar.

Enginn mun taka hann alvarlega framar og stjórnarmenn ÍLS haf jafnframt orðið sjálfum sér til ævarandi skammar.


mbl.is Ásta dregur umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þetta er skandall..................En samt alveg á pari við hina norrænu velferðarstjórn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.8.2010 kl. 23:27

2 identicon

Árni ætlar að koma sínum gæðing að í þessa stöðu.Og að stjórn íbúðarlánssjóðs skuli ekki segja af sér sýnir hvað það eru miklar gufur í þeirri stjórn

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 23:32

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Reyndar var stjórninni falið að velja á milli Ástu og Yngva Arnar Kristinssonar.  Meirihlutavilji stjórnar var að ráða Ástu.  Árni vildi Yngva og reyndi að fá stjórnina til að skipta um skoðun, en ekkert gekk.  Þessi áform Árna komust svo í uppnám, vegna farsans með ráðningu umboðsmanns skuldara.

 Þessi nefnd sem Árni "handvelur" sjálfur í, er því aðeins til þess fallin að falsa faglegan blæ á pólitíska ráðningu á Yngva í starfið.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.8.2010 kl. 23:34

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er rétt, Kristinn, að Yngvi Arnar var einnig talinn fullhæfur til að taka starfið að sér, en meirihluti stjórnar var búinn að samþykkja að ráða Ástu í starfið, en hafði svo ekki þrek til að standa við ákvörðun sína.

Það sýnir náttúrlega ekkert annað en hreinan ræfildóm stjórnarinnar að bakka fyrir þessum pólitískt spillta og vanhæfa ráðherra, sem Árni Páll er.

Þetta ferli allt er til hreinnar skammar fyrir þessa aðila, en Ásta er maður að meiri með því að láta ekki bjóða sér þessa vitleysu lengur.

Axel Jóhann Axelsson, 26.8.2010 kl. 23:39

5 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Mér finnst það bara hræðilegt að Ásta skyldi draga umsókn sína til baka. Ég skil það samt alveg og virði ákvörðun hennar sem slíka. Það er bara ólíðandi að ráðherra skuli með pólitískum hráskinnaleik geta hrakið hæft fólk frá ef það er ekki honum að skapi af einhverjum dularfullum ástæðum og kúgað stjórnir eins og þessa til þess að bakka með ákvörðun sína. Þetta er sönnun þess sem ég einhvern tímann sagði í gömlu bloggi: Á Íslandi ríkir ekki lýðræði. Við búum við OFSTOPARÆÐI RÁÐHERRA.

Magnús Óskar Ingvarsson, 27.8.2010 kl. 01:55

6 identicon

Burt með Árna Pál.

Magnús (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 09:09

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samkvæmt nýju viðtali Moggans við Hákon Hákonarson, stjórnarformann ÍLS, lætur hann t.d. hafa þessa óborganlegu setningu eftir sér:  "Ég harma það mjög að Ásta hafi dregið sig út úr þessu. Mér finnst það slæmt mál. Ásta er mjög hæf manneskja. Það kom mér á óvart að ráðherra skyldi fara fram á þetta. Eftir að hafa skoðað þetta mál fannst mér mjög erfitt að hafna þessari málaleitan ráðherra. Þessi hugmynd hans kom mér á óvart,“ segir Hákon, sem kveður Ástu njóta fulls trausts stjórnarinnar."

Er hægt að leggjast mikið lægra en þetta í þjónkun við ráðherra, sem hikar ekki við að misbeita valdi?

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2010 kl. 09:11

8 Smámynd: corvus corax

Ég tek undir orð Magnúsar Óskars, Ísland - fyrrverandi lýðveldi, nú OFSTOPAVELDI RÁÐHERRA!

corvus corax, 27.8.2010 kl. 09:13

9 identicon

þetta er eins nu og áður enginn fær stöðu hjá ríkinu án þess að vera í náðinni hjá ráðherra, þetta er skelfilega spillt og allir flokkarnir stunda þetta, eini flokkurinn sem viðurkennir það er bestiflokkurinn og það er þó allavega skref, að viðurkenna vanda sinn er fyrsta skrefið í átt á að laga hann...

joi (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband