26.8.2010 | 14:32
Innlimunarferlið í ESB er hafið
Ráðherrar Samfylkingarinnar og nytsamir sakleysingjar, sem fylgja þeim að málum, hafa farið mikinn undanfarna daga og haldið því fram að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fari með tóma vitleysu, þegar hann heldur því fram að innlimunarferlið í væntanlegt stórríki ESB sé komið í fullan gang. Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir hafa gengið lengst í ósannindavaðlinum um hvað sé á seyði og segja að víst sé bara verið að gæjast í "pakkann" til að sjá "hvað upp úr honum muni koma".
Til að afhjúpa hvað er í gangi, er nóg að kynna sér hvað ESB segir sjálft um þetta ferli á vefsíðu sinni og má t.d. sjá það Hérna
Meðal annars segir um inngöngu nýrra ríkja á síðunni: "In 1995 the Madrid European Council further clarified that a candidate country must also be able to put the EU rules and procedures into effect. Accession also requires the candidate country to have created the conditions for its integration by adapting its administrative structures. While it is important for EU legislation to be transposed into national legislation, it is even more important for the legislation to be implemented and enforced effectively through the appropriate administrative and judicial structures. This is a prerequisite of the mutual trust needed for EU membership."
Egill Jóhannsson rakti þetta ferli einnig lið fyrir lið á sínu bloggi, en það má lesa HÉRNA en þar flettir hann svo vel ofan af blekkingarleik Samfylkingarinnar, að varla verður betur gert og þarf enginn að velkjast í vafa um hvað er að gerast í samskiptum Íslands og ESB um þessar mundir.
Þingmenn og almennir flokksmenn VG eru að vakna upp við vondan draum og sjá þá að Samfylkingin hefur verið að draga þá og þjóðina á asnaeyrunum frá því ríkisstjórnin var mynduð, með þvaðrinu um að allt snerist þetta mál um "að skoða hvað væri í pakkanum".
VG getur hins vegar ekki vikist undan því, að þeir eru samábyrgir fyrir þessum blekkingum og geta ekki með nokkru móti skotið sér undan því, nema með því að sjá til þess að skollaleiknum verði hætt umsvifalaust.
Funda um stöðu ESB-umsóknarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má líka spyrja hvort þessar skoaðanakananir, fyrir sem gerðar voru, áður en sótt um, hafi verið á réttum forsendum. Á þeim tíma var ekkert minnst á það aðildarferli, sem nú er hafið. Umsóknarferlinu, var lýst þannig af aðildarsinnum, að málið snerist um "kíkja í kaffi" til Brussel. Ef okkur líkaði ekki það sem væri með kaffinu, þá myndum við segja: "Bless og takk fyrir okkur."
Núna er greinilega komið að því að þjóðin, að undanskildum þeim minnihluta hennar er aðhyllist aðild, finnst meðlætið með kaffinu vont og vill það ekki. Þess vegna eigum við að "þurrka okkur fallega um munninn", standa upp, segja takk fyrir okkur og yfirgefa "kaffiboðið í Brussel".
Kristinn Karl Brynjarsson, 26.8.2010 kl. 14:42
Já, það er nefninlega staðreyndin, að þeim "sem er boðið í kaffi til Brussel" verða að leggja með sér á borðið allt sem þeir eiga og fá bara á móti það sem húsbændurnir rétta að þeim, þar sem ekkert af þeirra hálfu er umsemjanlegt.
Það er enginn "pakki til að skoða í", heldur bara pakki til að ganga inn í, en það er nú allt annað en fólki var talin trú um í upphafi, en upp komast svik um síðir.
Axel Jóhann Axelsson, 26.8.2010 kl. 14:51
Umsóknarferlinu, var lýst þannig af aðildarsinnum, að málið snerist um "kíkja í kaffi" til Brussel.
........
bara þeir blekkjast sem vilja láta blekkjast: Það sagði við mig maður að Alþingi hafi sent umsókn til ESB um á fá að kíkja í kaffi til þeirra.
eru þeir búnir að svara?: þeir ætla víst að svara 17. júní af því að þá eiga allir Íslendingar frí og geta fengið sér kaffi í Brussel.
........
já þannig eruði Andsinnar mínir ósköp kjánalegir.
Gísli Ingvarsson, 26.8.2010 kl. 16:06
Gísli Ingvarsson.
Ég sé á myndinni af þér að þú mundar sóran kaffibolla að vörum þér.
Var þessi mynd tekinn af þér í þessu fína kaffiboði Commízarana í Brussel ?
Í þessu fína kaffiboði í Brussel þar sem vélað var um hagsmuni Íslands og þjóðarinnar á skákiborði Commízara elítunnar.
En að öllu gríni slepptu þá hljóta nú að fara að renna tvær grímur á Commízara elítu ESB, þegar þeirra eign skoðanakönnun sýnir það sama og allar skðanakannanir hafa sýnt lengi það er að það er nánast ekkert fygli við ESB umsóknina á Íslandi.
Samkvæmt þeirra eigin skoðanakönnun sem unninn var af EUROBAROMETER og sem birt var í dag sést að aðeins 19% íslendinga telja að hag þjóðarinnar verði betur borgið innan ESB en utan ESB Stórríkisins.
Alls ekkert persónulegt Gísli minn er ekki rétt að þú skiptir um þessa kaffibolla mynd af þér sem sýnir þig ekki lengur í þessu vonlausa ESB kaffiboði í Brussel.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 20:02
Ég ætla rétt að vona að aðlögunar- og innlimunarferlið gangi eins og smurð vél. Því eftir inngöngu í ESB er fyrst smá von um að þessi þjóð hætti að skíta reglulega upp á bak, þroskist og fari að haga sér eins og þær þjóðir sem við helst viljum bera okkur saman við. Ég vil tak það fram að ég er einnig sannfærður um að aðskilnaðurinn frá Danmörku hafi verið hræðileg mistök sem við erum enn að súpa seyðið af.
Atli Hermannsson., 26.8.2010 kl. 22:20
Atli, maður sem ekki hefur meira baráttuþrek til að takast á við vandamálin, eins og þú lýsir sjálfum þér, þyrfti ekki bara að skipta um land, heldur þjóð líka.
Axel Jóhann Axelsson, 26.8.2010 kl. 22:30
Það er einfaldlega rangt að eitthvert aðlögunarferli fari í gang áður en ESB aðild er samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því, sem lýst er hér að ofan er ferlið eftir að samþykkt hefur verið aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en aðildin tekur formlega gildi.
Ferlið er svona. Eftir að samþykkt hefur verið að fara í aðildarviðræður er samhliða þeim framkvæmd vinna við að greina hverju þarf að breyta í stjórnkerfi og lögum landsins til að það geti orðið aðili að ESB ásamt því að gera aðgerðaráætlun um það hvernig það verði gert. Þetta eru upplýsingar, sem ESB vill hafa áður en tekin er ákvörðun um það hvort aðild er samþykkt og einnig eru þetta hluti þeirra uplýsinga, sem kjósendur umsóknarríkisins þurfa að hafa til að taka upplýsta ákvörðun.
Ef aðild er felld í þjóðaratkvæðagreiðslu er aðgerðaráætlunin aldrei sett í framkvæmd. Ef aðildin er hins vegar samþykkt þá er hún hins vegar sett í framkvæmd og kláruð fyrir þá dagsetningu, sem að formlegri aðild verður.
Það eru því engar blekkingar hér á ferðinni aðrar en þær blekkingar ESB andstæðinga, sem koma fram í þeirri rangfærslu þeirra að eitthvert aðlögunarferli sé að fara í gang áður en ákvörðun hefur verið tekin um aðild að ESB.
Sigurður M Grétarsson, 27.8.2010 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.