Á líka að fella niður persónulegar skuldir Jóns Ásgeirs?

Fyrirtæki Bónusgengisins skulduðu þúsund milljarða króna þegar þau fóru í þrot og stór hluti þessara skulda verður afskrifaður, vegna þess að rekstur fyrirtækjanna var með þeim endemum, að tiltölulega lítið mun innheimtast upp í kröfur við gjaldþrotaskipti þeirra.

Nú eru að koma upp á yfirborðið fréttir af því, að Jón Ásgeir og félagar hafi skuldað Baugi eitt þúsund milljónir króna vegna hlutafjárloforða, en slík upphæð hefur fegrað eiginfjárstöðu félagsins að miklum mun og villt um fyrir lánadrottnum og birgjum félagsins.  Í sjálfu sér þarf enginn að vera hissa á þessum kúnstum við að fegra eiginfjárstöðu Baugs, miðað við annað sem komið hefur fram um rekstur fyrirtækja Bónusgengisins og persónuleg fjármál meðlima þess.

Alveg væri það með ólíkindum, ef þessar persónulegu skuldir Jóns Ásgeirs og félaga vegna hlutafjárkaupanna verða felldar niður, án þess að reyna innheimtu til fullnustu og ganga að öllum eignum þeirra, áður en nokkuð verði afskrifað.

Slíkar afskriftir eru ekki réttlætanlegar, nema viðkomandi skuldarar lýsi sig persónulega gjaldþrota áður.  Allt annað er móðgun við þá skuldara þessa lands, sem þurfa að glíma við afleiðingar hrunsins sem þetta sama gengi átti stóran hlut í að valda.


mbl.is Skulda milljarð vegna hlutafjárkaupa í Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hann á enga peninga lengur Axel...

hilmar jónsson, 23.8.2010 kl. 20:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, þá neyðist hann til að lýsa sig gjaldþrota, eins og aðrir þurfa að gera, sem ekki geta borgað skuldir sínar.

Jón Ásgeir og frú fengu á sig auðlegðarskatt á 650 milljón króna hreina eign, samkvæmt fréttum af skattgreiðslum þeirra fyrir síðasta ár.  Þrátt fyrir ekki meiri eign en þetta "smáræði" tóks frúnni að greiða um það bil tvo milljaðar af skuldum vegna lúxusíbúðarinnar í New York og skíðaskálanum í Frakklandi. 

Svona getur nú hagsýnt fólk látið litla aura margfalda sig og því er ekki öll von úti um að einhversstaðar leynist sjóður til að greiða hlutafjárskuldina.

Axel Jóhann Axelsson, 23.8.2010 kl. 20:47

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Jú reyndar rétt hjá þér Axel...

hilmar jónsson, 23.8.2010 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband