Stopp á innlimunina í ESB, strax.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að ráðuneyti hans muni ekki taka upp lög og reglugerðir ESB fyrr en eftir að innlimun Íslands í stórríkið hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, en Samfylkingin er farin að vinna að því öllum árum að lauma laga- og regluverki stórríkisins upp á Íslendinga, án þess að láta sér detta í hug að bera slíkt undir þjóðina.

Beiðni Samfylkingarinnar til ESB um að innlima Ísland í stórríkið var aðeins þessi eina setning: 

 "Tillaga til þingsályktunar

um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

(Lögð fyrir Alþingi á 137. löggjafarþingi 2009.)

    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."

Þetta er það, sem Samfylkingunni tókst að ljúga VG til að styðja, en þarna er hvergi minnst á að Íslendingar skuli taka upp laga- og reglugerðarfargan ESB áður en hugsanlegur samningur um innlimunina lægi fyrir.  Þvert á móti var látið líta svo út, að þjóðin ætti að hafa síðasta orðið um væntanlegan samning, þegar fólk sæi hvað "væri í pakkanum".

VG og sjálfsagt fleiri, sem héldu að þeir fengju að kíkja í einhvern "pakka" áður en þeir gerðu upp hug sinn, eru nú að vakna upp við vondan draum og uppgötva óheiðarleika Samfylkingarinnar í öllu þessu ferli og eru að byrja að tjá sig um svikin, sem þeir hafa verið beittir í þessu máli.

Það verður að taka undir með Jóni Bjarnasyni, að þessa svikamyllu verður að stoppa strax.

 


mbl.is Kominn tími til að segja stopp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þér, það er hroðalegt hvernig Samfylkingunni hefur tekist að koma þjóðinni útí þetta fúafen og nú er reynt að búa svo lymskulega um hnúta að enginn leið verði fær nema og það er beint í náðarfaðmi Brussel Valdsins.

Þetta með að "kíkja í pakkann" var trixið. En fólk áttaði sig alls ekki á því að fyrst yrði að pakka þér og þjóðinni allri kyrfilega inní pakkann og líma svo allan hringinn og binda líka og merkja svo pakkann: "ESB Brussel" og frímerki og allt.

Það eina sem vantar svo er bara stimpilinn svona algjört smáatriði, sem á aðeins að vera þessi "ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla" um innlimun í ESB.

Össur og Samfylkinginn eru á lygilegan hátt búnir að fara illilega og ítrekað á bak við þjóð sína og enn eru þeir á fullu í þessum blekkingarleik og myrkraverkum sínum, gegn landi sínu og þjóð.

Þetta verður að stöðva sem fyrst. 

Best og lýðræðislegast væri að gera það með allsherjar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort þjóðin vilji afturkalla þesa EB umsókn eða halda þessu samninga/aðlögunarferli áfram.

Ef Alþingi samþykkir þetta einhliða án beinnar aðkomu þjóðarinnar mun þetta ESB lið aldrei þagna og nota það mikunnarlaust í áróðri sínum fyrir ESB aðild og að fólk hafi verið svipt réttinum til þess að taka lýðræðislega afstöðu í kosningum. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 09:39

2 Smámynd: Rafn Gíslason

Heyr heyr orð í tím töluð Axel.

Rafn Gíslason, 24.8.2010 kl. 10:18

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Gunnlaugur ég held að einu skipti hvort það verði gert á alþingi eða í þjóðaratkvæðagreiðslu, harmakveinin munu dynja á okkurr hvort sem er en það þarf að stöðva þetta sem allra fyrst.

Rafn Gíslason, 24.8.2010 kl. 10:21

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ÁFRAM ÍSLAND ! EKKERT ESB/AGS né IceSave ! Stöðvum landráð Samfylkingar !

Guðmundur Ásgeirsson, 24.8.2010 kl. 10:21

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Axel.. þú ert svo æstur að þú gleymir að það fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla.. þar og hvergi annarsstaðar á að ákveða þetta ... annað er fásinna.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.8.2010 kl. 10:29

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Ingi, það á að fara að "aðlaga" íslensk lög og reglur um t.d. landbúnað og sjávarútveg að regluverki stórríkisins, áður en "samningur" yrði undirritaður.  Það er ekki það sem þjóðinni hefur verið sagt um þetta ferli allt saman.  Í því liggur fals, lygi og svik Samfylkingarinnar gagnvart þjóðinni.

Með þessu áframhaldi stæði þjóðin frammi fyrir gerðum hlut, þegar að "ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðslunni kæmi.  Allt þetta sviksamlega og lúmskulega "aðlögunarferli" að stórríkinu verður að stöðva, ekki seinna en strax.

Axel Jóhann Axelsson, 24.8.2010 kl. 10:47

7 identicon

Ef meirihluti Alþingis samþykkir að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram nú þegar, þá er það bara lýðræðislegt ferli.

Ég er í engum vafa að þjóðin hefur fengið nóg af þessu ESB aðlögunarferli og ESB apparatið sjálft hefur afhjúpað sig rækilega í vetur sem ónothæft og óskilvirkt ólýðræðislegt yfirráðabandalag sem aðeins er stjórnað af þeim stóru.

Menn eins og Jón Ingi sem þykjast ekki vita nóg um ESB til þess að geta hvorki sagt nei eða já þeir kjósa auðvitað með því að halda þessum ESB herleiðangri þjóðarinnar áfram. Við hinir sem fengið höfum nóg af þessu og blekkingarleiknum sem farið hefur fram í þessu máli munum greiða atkvæði með því að þessu samninga- og aðlögunarferli við ESB verði slitið þegar í stað.

Afhverju má lýðræðið ekki hafa beina og milliliðalausa aðkomu að þessu máli nú þegar?

Hvað óttast ESB innlimunarsinnar ?

Ég veit hvað þeir óttast mest af öllu: 

1. Þeir óttast lýðræðið, alveg eins og ESB elítan, fyrirmyndirnar þeirra gera.

2. Þeir óttast sannleikann eftir alla lygina og blekkingarnar sem þeir hafa beitt í þessu máli og ESB apparatið hefur ítrekað orðið uppvíst að líka. 

3. En mest af öllu óttast þeir þó sína eigin þjóð og að þurfa að horfa framan í hana eftir allan óhroðan og blekkingarnar sem þeir hafa boðið henni uppá vegna alls þessa óheiðarlegu ESB vélráða þeirra.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 11:07

8 identicon

Össur og annað landráðapakk ætlar með þjóðina í Evrópusambandi' með góðu eða illu.Össi og félagar sjá væntanlega feitar stöður fyrir sig og sína í Brussel og hvað skiptir ein þjóð máli þegar svoleiðis fínerí er í boði

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 11:16

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr ekkert ESB kjósum strax og sjáum hver vilji okkar er til viðræðna?

Sigurður Haraldsson, 24.8.2010 kl. 12:51

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Veistu ég óttast að ESB sinnar óttist ekkert enda hafa þeir ESB í vasanum Þeir vilja okkur en verða samt að sína heimi þeirra að við verðum að framfylgja skilyrðum. Þeir hafa pening og allt sitt probaganda fólk hér. Drögum strax til baka umsóknina og strax þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta eru ótíndir Landráðamenn upp til hópa.

Valdimar Samúelsson, 24.8.2010 kl. 12:57

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er þetta ekki ótrúleg og einstök ríkisstjórn, sem við höfum í landinu um þessar mundir?  Samkvæmt þessari nýju frétt af blaðamannafundi stjórnarinnar, heldur Jóhanna því fram að Jón Bjarnason hafi misskilið allt innlimunarmálið og Steingrímur J. heldur að hann hafi kannski ekki skilið þetta allt saman rétt, en er þó ekki viss.

Í fréttinni er frásögnin af afstöðu Steingríms J. svona:  "Telur Steingrímur að einungis sé um undirbúning að því hvernig beri að bregðast við ef tekin er ákvörðun um að ganga inn í ESB. En þetta þurfi að fara yfir og skoða betur. 

Ef þetta er hins vegar rétt hjá Jóni að um aðlögunarferli sé að ræða þá segist Steingrímur ekki vera sáttur við slíkt."

Ef ráðherrarnir hafa ekki sjálfir hugmynd um hvað þeir eru að gera, hvernig eiga þá aðrir að geta sér til um það?  Er ekki lágmarkskrafa að þessi mál liggi ljós fyrir og Samfylkingin upplýsi a.m.k. samráðherra sína um þetta ferli? 

Sennilega gerir Samfylkingin það ekki, vegna þess að hún ætlar að halda bæði VG og þjóðinni allri í lyga-, svika- og blekkingarvefnum eins lengi og hún kemst upp með það.

Nú er hins vegar kominn tími til að stoppa þessa svikamaskínu og það ekki seinna en núna strax.

Axel Jóhann Axelsson, 24.8.2010 kl. 13:31

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Til gamans má geta þess, að nýjar og fjörugar umræður hafa spunnist út frá fréttinni um misskilninginn.  Til að halda áfram vangaveltum um þetta, setti ég inn blogg með tilvitnun í regluverk ESB um skilyrði, sem innlimunarríki verða að uppfylla. 

Það blogg má sjá HÉRNA

Axel Jóhann Axelsson, 24.8.2010 kl. 14:55

13 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir með Axel en hér verðum við að stoppa ferilinn og það strax.

Valdimar Samúelsson, 24.8.2010 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband