Menningardrykkja unglinga

Mennignagrnótt er frábært framtak borgarinnar og einstaklinga sem sameinast um að gera dgskrána bæði fjölbreytta og bráðskemmtilega.  Allir geta fundið atburði og skemmtiatriði við sitt hæfi og kynnast ýmsu nýju, sem fólk hefur ekki haft hugmyndaflug til  láta sér detta í hug að væri til í borginni.

Það sem þó skyggir á daginn, eða réttara sagt nóttina eftir að dagskránni er lokið , er unglingadrykkjan sem er mikið vandamál, en í bænum eru drukknir unglingar alveg niður í tólf ára aldur, þó þeir séu, sem betur fer tiltölulega fáir, en hins vegar er mikill fjöldi drukkinna unglinga frá 15 ára aldri, sem setur ljótan blett á lok þessa annars skemmitlega dags.

Það sem einna helst dregur þessa unglinga í bæinn þetta kvöld eru stórtónleikar Rásar 2 og nú einnig Bylgjunnar, en þeir eru settir síðast á dagskrána, næst á undan flugeldasýningunni.  Ef þessir tónleikar yrðu fluttir fram á miðjan daginn og jafnvel á Klambratún, er mjög líklegt að draga mætti úr þessari unglíngadrykkju í miðbænum , langt fram á nótt.

Unglingadrykkjan á ekki og  má ekki vera aðalfréttaefni vegna Menningarnætur.


mbl.is Annasöm nótt hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Enn betra Axel,hafa tónleikanna kl 8.00 á mánudagsmorgni.

Djöfull hvernig þessir unglingar eru að verða.

hilmar jónsson, 22.8.2010 kl. 19:48

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Unglingar eru besta fólk.  Þeir eru bara farnir að drekka yngri en áður var, a.m.k. byrðjaði enginn svona ungur á mínum uppvaxtarárum, allavega vissi ég þá ekki af því.

Axel Jóhann Axelsson, 22.8.2010 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband