Sækja perrar í prestsstörfin?

Guðrún Ebba Ólafsdóttir skýrði kirkjuþingi frá því að faðir hennar hefði misnotað hana kynferðislega sem barn og ásakanir komu fram á hendur honum um kynferðislegt áreiti á meðan hann gegndi prestsstörfum, en ekkert var gert í þeim málum á meðan hann var biskup og kirkjuþing virðist ekki hafa haft nema takmarkaðan áhuga á að hlýða á frásögn Guðrúnar Ebbu og hvað þá að það hafi ályktað nokkuð um málið, eða virðist ætla að gera lítið annað með upplýsingarnar, en að þegja um þær.

Meira að segja Karl Sigurbjörnsson, biskup, gefur allt að því í skyn að Guðrún Ebba segi ekki satt um förður sinn, eins og líklegt sé að fólk ljúgi slíku upp á látið foreldri sitt, en aðspurður um málið, segir hann:  "Ólafur biskup stendur frammi fyrir þeim dómstóli sem um síðir mun dæma okkur öll, hvert og eitt. En fyrir mannlegum augum er hver saklaus uns sekt er sönnuð og þessi sekt verður aldrei sönnuð."  Þetta eru ekki merkileg huggunarorð frá biskupi Íslands til Guðrúnar Ebbu, sem sýndi mikinn kjark og andlegan styrk með því að skýra frá þessum hroðalega kafla í lífi sínu fyrir æðstu stofnun kirkjunnar.

Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að dæmi séu um að ásakanir um kynferðisbrot kirkjunnar manna séu þögguð niður, því þau þykji óþægileg og því sé lítið gert úr þeim.  Það eru í sjálfu sér stórmerkileg og alvarleg tíðindi, að slík mál skuli yfirleitt koma upp í þessari stétt manna og hvað þá ef þau eru hreint ekki óalgeng.  Prestastéttin í landinu telur ekki meira en um 150 manns og þar af er nokkur fjöldi kvenna, svo ef ásakanir um kynferðisbrot koma ósjaldan upp innan þessa fámenna hóps, þá er meira en lítið að innan kirkjunnar.

Sé þetta rétt, virðist ekki vera vanþörf á að rannsaka hvort perrar sæki í prestsstörfin.

 


mbl.is Kynferðisbrot þögguð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ekki kemur mér þetta á óvart, ég var nemandi í  Réttarholtsskóla og var einnig nemandi séra Ólafs um hríð, hann fermdi mig og mína vini og var  ávallt ákaflega þægilegur í viðmóti, en ég man samt alltaf að það var stelpa sem sagði að hún hefði á  einhvern hátt lennt í vandræðum út af honum á einhverjum tímapunkti, þetta er svona rétt að rifjast upp fyrir mér!!!

Guðmundur Júlíusson, 21.8.2010 kl. 02:25

2 identicon

Auðvitað leita svona níðingar í störf þar sem nálægð er við börn eða fólk í tilfinningalegu ójafnvægi. Það á ekki að koma neinum á óvart að barnaníðingar sæki í æskulýðsstöf, prestastörf, kennslu eða annan vettvang þar sem börn er að finna. Það segir sig sjálft að hlutfall barnaníðinga er hærra í kaþólsku kirkjunni en í t.d. togarasjómennsku.

Páll (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 02:28

3 identicon

Munið þig ekki eftir því þegar Spaugstofan tæklaði "Óla Skú" hérna um árið?

Allt varð vitlaust, og Spaugstofan svaraði aftur fyrir sig með fangelsis-sketchinu.

Gaman væri ef einhver gæti grafið þetta upp.

En ætli Kalli biskup trúi á hreinsunareldinn og sé að benda til hans? Óli er jú dauður....

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 07:22

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það hefur alltaf verið vitað um þennan Biskup og legið í loftinu að það væri bannað að ræða það. Spaugstofan tók þetta fyrir af því að þeir sem stóðu fyrir prógramminu vissu að það var satt. Enn það olli miklu fjaðrafoki því Spaugstofumenn gátu ekki lagt fram myndir eða aðrar sannanir fyrir fólk af sama sauðahúsi og núverandi biskup. Biskupinn á að sjá sóma sinn í að segja af sér. Fólk ætti að styðja við bakið á Stigamótum því það fólk situr inni með ótrúlega upplýsingar sem þurfa að sjá dagsins ljós. Kirkjan vinnur á móti þeim....

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 09:37

5 identicon

Já pervertar sækjast í að vera prestar... það er besta staða sem níðingur getur komist í: Fáir vilja trúar fórnarlömbum þegar þau segja eitthvað um guðsmennina... og jafnvel þegar málið er sannað gegn presti.. þá vill söfnuður oft sleppa þeim við hegningu.

Takið líka eftir að núverandi biskup er enn að reyna að þagga málið; Gefur í skyn að ekkert sé að marka biskupsdóttur... að allir eigi að hryggjast og fyrirgefa.. .því vondir menn verði dæmdir af galdrakarlinum.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 10:46

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ekkert að því að fyrirgefa fólki allt mögulegt. Það væri til dæmis mögulegt að fyrirgefa þessu aumingja Biskupi það að vera fábjáni. Enn hann má aðeins reyna á sig. Hann talar eins og fábjáni og hagar sér eins og fábjáni. Og veit líklegast ekkert af því sjálfur. Það þarf einhver að segja honum frá því. Og það er ekki létt að tala við fólk sem er upptekið af að tala við Guð allan liðlangan dagin...

Tek undir með DoktorE, nema þetta hvort níðingar sæki í að verða prestar. Frekar að ruglið í trúarbrögðum valdi því að fólk verði geðveikt á þessu sviði...  

Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 10:58

7 Smámynd: halkatla

Perrar sækjast í öll störf. Það er stórhættulegt að fara að ímynda sér að þeir vilji frekar verða prestar heldur en eitthvað annað! Ég hef t.d aldrei hitt barnaníðing eða mann sem lemur konuna sína sem hefur verið prestur eða eitthvað tengdur trúarbrögðum, flestir þannig aumingjar sem ég hef hitt eða vitað um í nágrenninu hafa verið verkamenn...

halkatla, 21.8.2010 kl. 11:10

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

pirrhringur, í upphaflegu færslunni sagði á einum stað:  "Prestastéttin í landinu telur ekki meira en um 150 manns og þar af er nokkur fjöldi kvenna, svo ef ásakanir um kynferðisbrot koma ósjaldan upp innan þessa fámenna hóps, þá er meira en lítið að innan kirkjunnar."

Ef karlmenn, sem gegna preststörfum eru ekki nema rúmlega eitthundrað og nokkur dæmi um kynferðisbrot hafi komið upp innan stéttarinnar á undanförnum árum, þá er það ískyggilega há prósentutala, miðað við starfsmannafjöldann.  Þetta eru menn, sem fólk leitar til við ýmsar aðstæður, oft vegna sorgar og annarra erfiðra andlegra ástæðna og þeir eiga að styðja og hugga skjólstæðinga sína og alls ekki misnota ástand þess í annarlegum tilgangi.

Ég veit ekkert um barsmíðar eða barnaníð í mínu nágrenni, hvorki hjá prestum, verkamönnum eða öðrum, svo ekki get ég dæmt um það, hvort svoleiðis lagað er algengara í einni stétt en annarri.  Verkamenn eru hins vegar fjölmennari en prestastéttin, svo ekki er ólíklegt að fleiri brot séu framin af þeim, en þá er eftir spurningin um prósentuhlutfallið, eins og velt var upp með prestastéttina.

Axel Jóhann Axelsson, 21.8.2010 kl. 11:22

9 identicon

Alger þagnarskylda hjá prestum... allt saman á milli Gudda og sauða
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/08/21/thagnarskyldan_er_algjor/

Þetta er ein ástæða þess að barnaníðingar sækja í prestinn...

doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 13:00

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Prestarnir vilja þegja um allt, sem þeir komast að í störfum sínum.  Sóknarbörnin þurfa ekki að þega yfir því, sem prestarnir gera þeim.  Svo er vandamálið að fá einhverja til að trúa misgjörðum upp á guðsmennina.

Axel Jóhann Axelsson, 21.8.2010 kl. 13:27

11 identicon

Fólk verður að fara að horfa á presta sem menn, furðufugla... Það er hreint fáránlegt að menn geti lesið eina galdrabók og fengið þvílíka virðingu fyrir að stór hluti fólks veigrar sér við að gagnrýna þá á nokkurn máta.

Hluti af heilaþvotti kristni er að láta öll mál í hendur Sússa, að vera undirgefin og auðtrúa, að aðeins Sússi geti lækna ör á sál eða líkama.... að aðeins sé hægt að ná sér frá svona áföllum með því að láta þau í hendur æðri yfirvalda.

Presturinn er í huga fólks lykillinn að sæluvistinni..... það er prentað inn í börn frá blautu barnsbeini


Ég bið ykkur einnig að taka eftir sumum bloggum í sambandi við þetta mál; Eins og td kristilegu stjórnmálasamtökin hans JVJ... Hann talar ekkert um þá staðreynd að kirkjan hans hefur nauðgað milljónum barna.. .bara þekkt case á Írlandi eru 35þúsund... JVJ nefnir þetta alls ekki... Og svo önnur kristileg blogg sem eru nú að suglýsa sína kirkju sem alvöru kirkju...

Sheesh :)

doctore (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 13:40

12 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Heimild um Spaugstofumálið má finna hér: http://www.vantru.is/gudlast/Spaugstofan.html

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.8.2010 kl. 15:45

13 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Legg til ad ordid prestur verdi lagt nidur og perrstur tekid upp i stadinn.

Þorvaldur Guðmundsson, 21.8.2010 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband