18.8.2010 | 01:54
Kostir sem forstjóri OR má alls ekki vera búinn
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur rak Hjörleif Kvaran úr forstjórastóli fyrirtækisins og samþykkti um leið að ráða mann í starfið tímabundið, þangað til nýr forstjóri yrði fastráðinn. Helgi Þór Ingason, véla- og iðnaðarverkfræðingur var ráðinn til að gegna starfinu tímabundið, en stjórnin setti það algera skilyrði fyrir ráðningu hans, að hann yrði ekki ráðinn í starfið til frambúðar.
Þetta kemur fram í fréttinni um menntun og starfsferil Helga Þórs:
"Helgi Þór Ingason er 45 ára, dósent í véla- og iðnaðarverkfræði og forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnum í Háskóla Íslands.
Hann lauk M.Sc. prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1991, doktorsprófi í framleiðsluferlum í stóriðju frá tækniháskólanum í Þrándheimi 1994 og SCPM prófi í verkefnastjórnun frá Stanfordháskóla 2009. Hann hefur hlotið alþjóðlega vottun sem verkefnisstjóri.
Helgi Þór hefur starfað sem verkefnisstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Íslenska járnblendifélagsins og gæðastjóri verkfræðistofunnar Línuhönnunar, nú Eflu verkfræðistofu. Hann er annar tveggja frumkvöðla Als álvinnslu hf. og hefur verið stjórnarformaður félagsins og áður framkvæmdastjóri."
Við fyrstu sýn virðist þetta vera bæði menntun og reynsla, sem vel gæti nýst í starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem maðurinn er bæði hámenntaður og hefur mikla stjórnunarreynslu.
Það er hins vegar greinilega ekki skoðun fulltrúa Besta flokksins í Reykjavík, enda setja þeir það sem algert forgangsmál, að maður með svona reynslu verði alls ekki forstjóri OR.
Hvaða kostum ætli sá maður þurfi að vera búinn til að gegna starfinu, svo Besti flokkurinn geti ráðið hann til framtíðarstarfa? Það verður fróðlegt að sjá, þegar þar að kemur.
Helgi Þór forstjóri OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, Axel, sérlega skondnir skilmálar eru þetta fyrir ráðningu svo fjölhæfs og gagnmenntaðs manns. Hvað segja þeir svo, ef hann bjargar málum og gefst alveg einstaklega vel í þessu bráðabirgðastarfi? Ráða þeir þá einhvern pólitískan asna í staðinn? – eða kannski atvinnutrúð?
Jón Valur Jensson, 18.8.2010 kl. 06:05
Jón Gnarr gaf það út að hann ætlaði að koma vinum og ættingjum í bestu bitlingana, ætli hann sé ekki bara að vinsa úr þeim og velur svo þann sem vælir mest utan í honum.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 06:58
Það verður að auglýsa stöðu forstjóra, alls ekkert víst að HÞ vilji vera þarna til frambúðar. En fínn er hann í tiltektina.
Eggert (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 10:35
Eggert, það er ekki spurning um hvort HÞ vilji vera þarna til frambúðar. Stjórnin setti það skilyrði fyrir ráðningu hans, að hann myndi ekki sækja um starfið, þegar það yrði auglýst.
Einkennilegt skilyrði, vægast sagt, fyrst maðurinn telst hæfur til að gegna starfinu á annað borð.
Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2010 kl. 10:53
Af hverju lá svona á að reka Hjöleif? Varla tekur það langan tíma að ráða einhvern flokksgæðing, sennilega búið að ráðstafa stöðunni. Smá leikrit í gangi fyrir okkur þessa óbreyttu borgara
Palli (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 11:42
Þórólfur Árnason, fyrrv. borgarstjóri, er nánast atvinnulaus, eftir að mistókst að koma honum í starf framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Hann hefur ekkert að gera nema að "dingla" sér í stól stjórnarformanns Keflavíkurflugvallar.
Það er því nauðsynlegt að sjá til þess að of hæfum einstaklingum sé haldið frá, ef að Þórólfi skildi af "rælni" detta í hug að sækja um djobbið.
Kristinn Karl Brynjarsson, 18.8.2010 kl. 11:56
Kristinn Karl, tilgáta þín um afgreiðslu forstjóramálsins hjá OR er hreint ekki ósennileg. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindunni á næstu vikum.
Axel Jóhann Axelsson, 18.8.2010 kl. 14:00
Það er alla vega "faglegt" samkvæmt almennri skilgreiningu á því hugtaki, að meina velhæfum og eflaust einum þeim hæfasta á landinu, að sækja um framtíðarstarf sem forstjóri OR. Benda því slík vinnubrögð til þess að um pólitíska framtíðarráðningu, verði að ráða. Þar er Þórólfur, síst líklegri en margir aðrir til að hneppa hnossið.
Séu tölur úr ársreikningum OR skoðaðar, frá stofnun fyrirtækisins, þá má segja að "niðurtúrinn" hafi hafist árið 2004, en frá því ári stórjukust fjárfestingar OR, vegna Hellisheiðarvirkjunar. Höfðu þær þó verið ansi ríflegar árin á undan í Línu-Net, rísarækjueldi og smíði höfuðstöðva OR í Árbænum.
Eigið fé fyrirtækisins, er í raun á niðurleið, frá upphafi. Með auknum fjárfestingum, verður niðurleiðin hraðari, en eykst svo verulega, þegar gengi íslensku krónunar hrapar, enda flestar ef ekki allar fjárfestingar fjármagnaðar með erlendum lánum. Auk þess var svotil öllum íslenskum lánum skuldbreytt í erlenda myntkörfu, japönsk jen og svissneska franka, þegar myntkörfufárið stóð sem hæst. Líkurnar eru því meiri en minni, að Hjörleifur, hafi á sínum tíma, komið að borði forstjóra, þegar ofmargar ákvarðanir, sem nú má klárlega fullyrða að hafi verið vafasamar, hafi verið teknar fyrir hans tíð. Kannski hefði einhverjum tekist að draga meira úr rekstrarkostnaði OR og kannski hefði einhver annar tekið það bragðs að hækka gjaldskrá OR ofan í öll þó áföll sem borgarbúar urðu fyrir í kjölfar hrunsins.
En annað er hins vegar ljóst, að staða OR er engu betri, en þeirra fyrirtækja og einstaklinga, er tekjur hafa í íslenskum krónum, en skuldir í erlendum myntum. Við gengisfall íslensku krónunnar, var þessum aðilum, það ómögulegt að standa í skilum með erlend lán, án þess að ganga verulega á eigið fé.
Kristinn Karl Brynjarsson, 18.8.2010 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.