Íslendingar munu "taka Noreg á þetta"

Ráðamenn ESB í Brussel eru hræddir um að Íslendingar "gætu tekið Noreg á þetta", þ.e. að Íslendingar fylgi fordæmi Norðmanna frá 1972 og 1994 og felli inngöngubeiðnina í ESB, sem hér á landi, eins og í Noregi, var send af örfáum stjórnmálamönnum til ESB í trássi við vilja þjóðanna.

Forystumenn ESB hafa marg sagt, að innganga í stórríkið væntanlega, feli einfaldlega í sér að inngönguríkið taki upp samþykktir og lög ESB og frá þeim verði engar undanþágur veittar, sem sagt inngönguríkið samþykki allt eða ekkert.  Þetta hefur komið fram ítrekað, þótt Össur Skarphéðinsson og fáeinir aðrir reyni að skrökva því að þjóðinni, að ESB muni breyta öllum þeim samþykktum sínum og lögum, sem Íslendingar geti ekki sætt sig við. 

Aftonposten fjallaði um þetta mál í dag og hafði m.a. eftir Lellouche, Evrópumálaráðherra Frakklands:  „Ísland verður að verða meðlimur með sömu skilyrðum og allir aðrir. Það geta ekki orðið neinar styttri leiðir í því sambandi.”

Það eina viturlega, sem gera ætti í þessu máli, er að draga inngöngubeiðni Íslands til baka nú þegar og a.m.k. ekki seinna en í September, þegar þing kemur saman aftur.  

Verði það ekki gert og inntökuskilyrði ESB lögð fyrir Íslendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu, er ekki nokkur minnsti vafi á því, að þá verður "tekinn Noregur á þetta". 


mbl.is Gætu „tekið Noreg á þetta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll einmitt þegar þingið kemur saman þá hefjast hreinsanir af okkar hálfu og umsóknin verður dregin til baka.

Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 11:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Styrkir það ekki samningsstöðu okkar ef ESB óttast að samningurinn verði felldur? Auðvitað segir ESB að engar undanþágur verði veittar. Það gefur engin samningamaður upp í upphafi samninga hve mikið hann geti hugsað sér að gefa eftir.  Ef samningurinn verður ekki hagstæður Íslendingum, þá fellum við hann auðvitað og málið dautt! Það verður aldrei látið viðgangast að sú atkvæðagreiðsla verði ekki bindandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2010 kl. 11:07

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, málið snýst ekki eingöngu um "ásættanlegan" samning efnahagslega.  Þetta snýst líka um pólitíska afstöðu til þess, hvort þjóðin sætti sig við fullveldisafsal og yfirþjóðlegt vald yfir sínum málum.

Við vitum ekkert um pólitíska þróun í Evrópu á næstu áratugum, en vitum hins vegar að stefnan er sett á að Evrópa verði eitt ríki, stórríki, með einni pólitískri og efnahagslegri miðstjórn og erum við tilbúin til að taka þá áhættu, að verða á ný útnári erlends yfirráðaríkis.

Niðurlæging þjóðarinnar og vesældómur var mestur, þegar slíkt fyrirkomulag ríkti hér áður og fyrrum.

Ekkert stórríki mannkynssögunnar hefur náð að haldast saman nema tiltölulega fáa áratugi.  Sovétríkin eru síðasta dæmið um það.

Axel Jóhann Axelsson, 10.8.2010 kl. 11:18

4 identicon

Fólk virðist gleyma því að Ísland er á bessta stað í veröldinni hvað sjófluttningaleiðir og eftirlit með norður atlantshafi varðar.

Við þurfum ESB til að losna undan spilltum stjórnmálamönnum því síðasta fíflið er ekki fætt , ESB þarf okkur veggna þessa fyrrnefnda.. hvað með það þó Ísland verði útnári ESB ? þið munuð enþá getað lifað ykkar lífi og að öllum líkindum auðveldar en fyrir var. Hræðsluáróður varðandi fiskimið er bara fyndinn því jú þó svo að sjómenn og Landhelgisgæsla stóðu í ströngu í þessu blessaða þorskastríði þá er það fortíðin og hún breytist ekki. En nú er mikilvægt að horfa til framtíðar og haldið þið virkilega að 300 þús. manna eyja verði virkur þáttakandi í Alþjóðasamfélagi með það eina að geta sellt fisk úr landi og leyft álverum að byggja sig upp hér? og vera áfram með handónýtt stjórnkerfi þarsem fáir komast að? sem og handónýtt fiskveiðistjórnunarkerfi þarsem en færri komast að? 

Það á ekki að fórna heilli þjóð fyrir nokkra útgerðarmenn , sjómenn fá áfram vinnu og laun sem koma til með að duga þeim. 

Hugsið ykkur bankakerfi sem virkar bæði fyrir banka og fólkið.  Lánastarfsemi sem gerir þér kleyft að borga niður húsnæðið þitt á réttum tíma ánþess að þurfa að endursemja um það á 5 ára fresti veggna verðbólgu. Hugsið ykkur að geta keypt í matinn fyrir vikuna fyrir innan við 10 þúsund krónur (4manna fjölskylda) og bændur geta áfram rekið búin sín , búðin fer ekki á hausin osfrv. Hugsið ykkur að geta ferðast um Evrópu án vandkvæða og ánþess að taka visa lán fyrir öllu saman því það yrði ekki lengur sjúklega dýrt að hoppa af þessu skeri. 

kv Maður sem lengi vel var harður ESB andstæðingur en áttaði sig svo á því að það er ekki að ástæðulausu að þessi fjölmörgu lönd vilja vera þarna inni... 

Valdi (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 12:13

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Valdi, heldur þú að stjórnmálamenn í Evrópu séu svon miklu betri en íslenskir stjórnmálamenn?  Eru þeir t.d. í Bretlandi, Írlandi, Spáni, Ítalíu, Grikklandi, Eystrasaltslöndunum, Rúmeníu, Búlgaríu, Frakklandi eða Þýskalandi?  Í Þýskalandi komst Hitler til valda á sínum tíma og hver segir að einhver álíka gæti ekki náð völdum aftur einhvern tíma í framtíðinni, við aðrar aðstæður en nú ríkja.  Síðasta fíflið er ekki fætt í Evrópu, frekar en á Íslandi.

Þessi 300 þús. manna þjóð hefur verið virkur þátttakandi í alþjóðasamfélaginu í marga áratugi án þess að vera útnári í væntanlegu stórríki ESB og áróðurinn um lága matvælaverðið og lágu vextina er byggður á algerum blekkingum, því við hvaða land ertu að miða, sem fjögurra manna fjölskylda kaupir í matinn fyrir 10 þúsund krónur?  Ekki Danmörku og Svíþjóð a.m.k.   Hvernig heldur þú að ríkissjóður muni bæta sér upp tekjumissinn af tollunum, sem kæmu til með að falla niður.  Ætli það verði ekki með vörugjöldum, eins og núna er gert við tollfrjálsar vörur og því myndi matvælaverð ekkert lækka, enda væri hægt að fella alla tolla niður nú þegar, ef áhugi væri fyrir hendi.

Við hvaða lönd miðar þú lágu vextina, því a.m.k. ennþá eru engir samræmdir vextir innan ESB og t.d. Grikkir með hærri vexti en Þjóðverjar, þannig að útnáraþátttaka í ESB lækkar enga vexti sjálfkrafa.

Hvaða töfrabrögð munu verða til þess að ekki verði lengur sjúklega dýrt, að hoppa af þessu skeri?

Svona áróður verður að styðja með með einhverjum rökum, ef eitthvert mark á að vera tekið á honum.

Axel Jóhann Axelsson, 10.8.2010 kl. 13:18

6 identicon

ESB varð til uppúr seinni heimsstyrjöld, líka til þess að menn eins og Adolf Hitler kæmi ekki til valda aftur. Þú gleymir því Axel. Ég er alveg sammála utanríkisráðherranum um að bankahrunið á Íslandi hefði aldrei orðið til ef að þjóðin hefði verið með í ESB. Grikkir fóru með lygar þegar að þeir gerðust meðlimir í Evrusamvinnunni. Lyndon Johnson Bandaríkjaforseti sagði einu sinni. "It´s better to have your enemy inside your tent, pissing out than having them outside your tent pissing in" Ísland klárar sig ekki án ESB. Væri ekki betra að vera með og geta haft eitthvað vald á stefnuna heldur en að sitja bara við borðið og lúta sig að öllum ákvörðnunum án þess að geta gert eitt né neitt.

guðmundur (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 20:59

7 identicon

,,Ekkert stórríki mannkynssögunnar hefur náð að haldast saman nema tiltölulega fáa áratugi".

Hvað með Rómarveldi (-27 til 476(vestur)/1453(austur))? Eða Bandaríki Norður Ameríku sem hefa haldist saman í rúma 23 áratugi hingað til?

En annars, niður með ESB.

Þórður (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband