Biblíueign er dauðasök

Talibanar í Afganistan myrtu a.m.k. átta lækna og tvo aðstoðarmenn þeirra og gefa upp að dauðasök þeirra hafi verið sú, að þeir hefðu haft biblíur í farteski sínu.  Hjálparstörf læknanna í þágu samborgara Talibananna dugðu ekki einu sinni til refsilækkunar, því trúarofstækið er svo mikið og líf og limir "trúvillinga" svo lítils virði, að ekkert getur mildað meðferðina sem slíkir eiga skilda af hálfu þeirra "rétttrúuðu".

Vesturlandabúar eru svo blindir fyrir þessum öfgum og svo frjálslyndir og umburðarlyndir, að þeim þykja það mikil mannréttindabrot að banna múslimum að ganga "grímuklæddum" um götur vesturlanda og jafnvel stunda vinnu í búrkum og öðrum álíka huliðshjálmum, sem karlar pína konur sínar til að ganga í, í nafni trúarinnar og heiðurs fjölskyldunnar.

Í dag er gleðiganga homma og lesbía í Reykjavík og þjóðin samfagnar þeirri viðurkenningu á jöfnum rétti allra Íslendinga til sjálfsagðra mannréttinda og þaum réttindi ná til trúarbragða, jafnt og annarra réttinda sem eðlileg eru.

Þrátt fyrir umburðarlyndið verður að berjast gegn hvers kyns öfgum og varast að upp komist í þjóðfélaginu hópar islamskra öfgatrúar- og ofstækismanna.  Áður en vandamálið verður áþreifanlegt, þarf að byrja á því að banna búrkur og andlitsblæjur hérlendis.

Talibanar myndu hins vegar raða sér meðfram Laugaveginum og skjóta hvern þann, sem leið ætti fram hjá, hvort sem hann væri samkynhneygður eða stuðningsmaður réttinda þeirra.


mbl.is Flest hinna myrtu voru læknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lágmarkskrafan sem vestræn samfélög verða að hafa að viðmiði til aðfluttra islams- og annarra trúarhópa er sú að innfluttir aðlagist viðkomandi menningarsvæði og beri virðingu fyrir henni líkt og þeir gera gagnvart sinni eigin menningu, en þessar kröfur eru því miður flokkaðar sem "rasismi"  af fólki sem skortir þekkingu, vit og víðsýni í þessum málum.

Brynja (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 13:48

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef berjast á gegn öfgum hverskonar nafni, væri þá ekki rétt að taka til á okkar eigin lóð áður en við sækjum yfir í aðra garða?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.8.2010 kl. 14:07

3 identicon

Við getum alltaf betrumbætt okkar eigin garð, rétt er það, en það er bæði hlutverk okkar og skylda að hafa alþjóðleg hjálpar- og góðgerðarsamtök. Það kemur í raun okkar "garði" ekkert við, heldur samfélagsleg skylda okkar að taka þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi.  En í þokkabót er það alvarlegt brot á lögum að ráðast á, ógna eða hætta lífi hjálparstarfsmanna, og því er þessi voðaverknaður mjög alvarlegt mál og athyglisvert hvernig alþjóðasamfélagið bregst við þessum fréttum.

Brynja (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 14:24

4 identicon

Við, hinir frjálslyndu og umburðarlyndu vesturlandabúar, höfum raðað okkur eftir Laugavegi Múslima og skjótum hvern þann sem leið á fram hjá. Nú skulu þeir réttdræpir þar til þeir taka upp okkar siði og venjur.

 Hversu marga óbreytta borgara, konur, börn og gamalmenni höfum við frjálslyndu og umburðarlyndu vesturlandabúar sprengt í loft upp í Afganistan, Írak og Palestínu? 10, 20, 30 falla í sprengjuárás á íbúðahverfi, skóla eða sjúkrahús, er nokkuð algeng fyrirsögn á undirmálsfrétt. Við frjálslyndu og umburðarlyndu vesturlandabúar erum orðnir svo vanir því að heyra um fall óbreytta borgara að við tökum varla eftir þegar það ratar í blöðin. Köllum það ekki morð, fólk lést eða fólk fellur eins og þetta sé bara hinn eðlilegi gangur lífsins. Það er bara morð ef um vesturlandabúa er að ræða. Ef barnaskóli er sprengdur upp með fjarstýrðri sprengju frá fullkominni herflugvél okkar frjálslyndu og umburðarlyndu vesturlandabúa er það undirmálsfrétt. Ef gestir hernámsliðsins eru skotnir af illa vopnaðri andspyrnuhreyfingu ratar það á forsíður okkar frjálslyndu og umburðarlyndu vesturlandabúa.

Við, frjálslyndir og umburðarlyndir vesturlandabúar, köllum þá öfgamenn og segjum þá myrða. En þegar við, frjálslyndir og umburðarlyndir vesturlandabúar, fremjum samskonar voðaverk þá kallast það að fella. Fórnarlambið er jafn dautt hvor sem á í hlut.

Það er gott að hafa fjölmiðla sem mata okkur á réttum fréttum fyrir frjálslynda og umburðarlynda vesturlandabúa.

Við, hinir frjálslyndu og umburðarlyndu vesturlandabúar, höfum raðað okkur eftir Laugavegi Múslima og skjótum hvern þann sem leið á fram hjá. Nú skulu þeir réttdræpir þar til þeir taka upp okkar siði og venjur.

Kolli (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 14:39

5 identicon

Réttlætir það að herir bandamanna drepi óbreytta borgara að geðsjúkir Íslamistar drepi lækna eða sprengi bílasprengjur í íbúðahverfum?Ég vil ekki sjá svona geðsýkisíslamista eða snargeggjað kristna öfgamenn og vil að allt sé gert til að stöðva alla öfgahópa

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 22:05

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hugsanaháttur Kolla virðist vera í ætt við það öfgabrjálæði, sem hrjárir einstaka vesturlandabúa og lýsir sér í óstjórnlegu hatri á því þjóðfélagi sem viðkomandi ólst upp í og leiðir jafn vel til þess að menn eru tilbúnir til þess að sprengja samborgara sína í loft upp í nafni einhvers óskiljanlegs málstaðar, sem fáir botna í hver er.

Vesturlandabúar standa ekki í stríðum til að kristna múslima í arabaheiminum og flest manndrápin í löndum þeirra eru framin af ofsatrúuðum löndum þeirra, sem skirrast ekki við að drepa fólk í tuga og hundraða tali á mörkuðum og öðrum stöðum, þar sem fjölmenni safnast saman, jafnvel í barnaskólum.

Kolli, sem ekki þorir að koma fram í eigin persónu, frekar en aðrir ofsaöfgamenn, ætti að beita sér fyrir auknum skilningi milli kristinna og múslima og stuðla að samvinnu og sátt milli þjóða, frekar en ýta undir hatri og misklíð innan síns eigin samfélags.

Ef hann flytti til arabalanda yrði hann að laga sig að þeirra siðum og háttum og það er auðvitað sjálfsagt mál.  Sama á auðvitað að gilda um þá, sem kjósa að flytja og búa á vesturlöndum, þ.e. að þeir lagi sig að þeim lifnaðarháttum sem tíðkast í þeim löndum sem þeir kjósa að flytja til.

Axel Jóhann Axelsson, 7.8.2010 kl. 23:47

7 identicon

Kolli er e.t.v. einn af anarkistum nútímans, en þeir vilja flestir ekki koma undir nafni, heldur fela sig undir faldi fata sinna, og eru því kannski innan við beinið hlynntir slæðu og búrkuburð því þá geta þeir sjálfir gengið erinda sinna huldir og óhultir.

Brynja (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 00:30

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Kolli í svari nr. 4 hefur sagt það sem ég hefði viljað segja og þykist ég ekki vera anarkisti né að ég gangi undir nafnleynd.  Ég er þessarar sömu skoðunar að við vesturlandabúar höfum rétt til þess að senda heri okkar og strádrepa íbúa Afganistan og Íraks og Ísraelskir Zíonistar (Zíonazistar eins og ég vil kalla þá) sjá um að strádrepa Palestínubúa og Líbannska borgara að vild með verndarhendi BNA sem ráða öllu sem þeir vilja í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna með þegjandi samkomulagi þeirra sem skulda BNA nógu mikla peninga til að þora engu að mótmæla.

Það er mín skoðun að þeir Íslendingar sem styðja innrás Bandaríkjamanna og rassasleikjara þeirra inn í Afganistan eru hreinræktaðir óþverrar.  Þessi Brynjavirðist vera þeirra á meðal, þótt ég vilji ekki vera persónulegur, en hún hjó mjög nærri Kolla í svari sínu nr. 7.

Vel mælt hjá þér Kolli og ég tek hattinn ofa fyrir þér að þora að koma með þessa skoðun þína svona hreint út.  Ég skynja enga öfga í þínum skrifum.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 8.8.2010 kl. 01:08

9 identicon

Mitt innlegg var ósköp saklaust miðað við mörg innlegg sem hafa verið birt á vefsíðum bloggsins, og því er ég mjög hissa á þessum viðbrögðum hjá þér Björn bóndi.  Að athugasemd sé gerð gagnvart nafnlausum manni er sjálfsagt mál á blogginu, og að þú Björn minn skulir verja svona kaldhæðna ónafngreinda skoðun kemur mér á óvart :)

Brynja (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 01:21

10 identicon

Hugsunarháttur minn er sá að við getum ekki lokað augunum fyrir eigin gjörðum. Við getum ekki heiðarlega gagnrínt aðra meðan við högum okkur ekkert betur sjálf.

Axel vill banna vissan klæðaburð, skoðanir og yfirleitt allt sem hann annaðhvort er ósammála eða ekki skilur. Hann telur þjóðfélagsgagnrýni vera hatur og hræðist sprengjur frá þeim sem ekki eru sammála hans pólitísku skoðunum. Í hans augum er allt sem er öðruvísi hættulegt. Og allt sem er hættulegt á að banna. Hann hefur hinn eina rétta skilning á öllum vandamálum heimsins og veit allt um hvað býr í hugum og hjörtum þeirra milljarða manna sem hann hefur aldrei hitt. Fólki er frjálst að hafa hvaða trú sem þeir vilja svo fremi sem þeir taki upp klæðaburð, siði og venjur Axels. Hann telur samvinnu og sátt milli þjóða vera að allir klæði sig, geri og hugsi eins og hann. Og hann telur innrásir, stríð, fangelsanir, þvinganir og dráp á óbreyttum borgurum réttlætanlegt til að ná sinni samvinnu og sátt. Hinir drepa fleiri segir hann öllum sem sjá eitthvað athugavert við dráp hinna frjálslyndu og umburðarlyndu vesturlandabúa. Hann telur að múslímar eigi að fagna innrásarliðum kristinna og glaðir laga sig að háttum hersetuliðsins. Hann telur að þegar hinir frjálslyndu og umburðarlyndu vesturlandabúar hafa hertekið landið og lýst yfir sigri þá eigi andspyrnuhreyfingin að leggja niður vopn og fá sér vinnu á Macdonalds. Hann er ekki öfgamaður að eigin sögn.

Ég er bara ekki sammála. Þannig að í huga Axels er ég öfgamaður. Og gagnríni á hans skoðunum er öfgabrjálæði. Réði Axel væri búið að fangelsa mig. Því miður eru margir eins og Axel í áhrifastöðum um allan heim. Þannig að það má búast við því að ekkert breytist á næstunni. Hinir frjálslyndu og umburðarlyndu vesturlandabúar munu fordæma voðaverk múslíma og múslímar munu fordæma voðaverk hinna frjálslyndu og umburðarlyndu vesturlandabúa. Og allir munu telja sig hafa hinn eina rétta málstað að verja. Í stríði þar sem allt er réttlætanlegt.

Kolli (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 01:32

11 identicon

Sé eiganda bloggsins eitthvað í nöp við dulnefni þá þarf hann ekki annað en að breyta stillingum fyrir síðuna til að útiloka þá sem skrifa undir dulnefni. Að bjóða fólki að skrifa undir dulnefni og gagnrýna það svo fyrir að gera það er svolítið skrítið.

Kolli (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 02:03

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kolli, grímuklæddi, toppar sjálfan sig í ósómanum með athugasemd nr. 10, þar sem hann lýgur blákalt upp á mig skoðunum, en um þær veit hann greinilega lítið, sem ekkert.  Þetta er svo ómerkilegur og ósiðlegur málflutningur, að hann er ekki einu sinni svaraverður.

Þó má geta þess, að ég er þátttakandi í verkefni sem stuðlar að vináttu og skilningi á milli araba og vesturlandabúa og einnig hef ég komið til arabalanda og kynnst þar einstaklega elskulegu fólki, sem auðvitað er islamtrúar og er eingöngu að glíma við dagleg vandamál og að útvega sér hið daglega brauð, eins og almenningur vesturlanda.  Það fólk hefur ekkert með ofsaöfga að gera og styður ekki hryðjuverk, hvorki gegn eigin fólki, eða vesturlandabúum.

Vinátta við múslima þýðir ekki það sama og að maður samþykki kúgun kvenna og þá kröfu feðra þeirra og eiginmanna, sem neyðir þær til að ganga í þeim skelfilega klæðnaði sem búrkan er og andlitsblæjan.  Annan klæðnað, sem konurnar kjósa sér sjálfar, þ.m.t. höfuðklúturinn er ekkert út á að setja, enda í flestum tilfellum fallegur þó ekki sé svosem hægt að segja það um kuflana, þó lítið sé við þann klæðnað að athuga.

Björn bóndi, sem kallar okkur Brynju hreinræktaða óþverra, segir ekkert um okkur, en mikið um sjálfan sig og eigið innræti.  Um hans innlegg er svosem ekkert meira að segja.

Axel Jóhann Axelsson, 8.8.2010 kl. 02:04

13 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Brynja.  Vissir þú ekki, að margar konur í Afganistan velja að ganga í búrkum, þrátt fyrir að hinn frelsandi her BNA sé kominn til þeirra og búrkurnar eru ekki í tísku í París, London eða New York?  Meira að segja Íslendingar ganga í lopapeysum, þótt flíspeysur frá Ameríku fáist hér á mun lægra verði og séu meiri tískuvara.  Mjög margar Íslamskar konur, bæði í heimalandi sínu og sem gestir í Evrópulöndum sem og í öðrum ehimsálfum velja að hafa slæður?

Vissir þú að kalla mann sem hefur aðrar skoðanir en þú: "Anarkista" (stjórnleysingja) er ónefni og dónaskapur.  Ég held að við Kolli höfum báðir uppi í erminni nöfn handa þér, sem við látum ónefnd af tillitssemi við lesendur.  Nóg er af skítkastinu.  Góðar nætur.......

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 8.8.2010 kl. 02:17

14 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Axel Jóhann.   Það sem ég sagði varðandi óþverraháttinn er eftirfarandi:

"Það er mín skoðun að þeir Íslendingar sem styðja innrás Bandaríkjamanna og rassasleikjara þeirra inn í Afganistan eru hreinræktaðir óþverrar."  Að vísu nefndi ég ekki nafn þitt varðandi stuðning við innrásina inn í Afganistan, en ef þú eignar þér þá skoðun sjálfur sbr. svar þitt nr. 12, þá er það þinn dómur en ekki minn dómur.

Hinsvegar fer ég ekki ofan af þeirri skoðun minni að stuðningur við þessa svívirðilegu innrás ásamt þeim fjöldamorðum á saklausumborgurum, börnum og mæðrum þeirra ásamt örum saklausum, sem Bandaríkjamenn og aftaníossar þeirra hafa framið, er hreinn óþverraháttur og má finna jafnvel sterkara orð.

Góðar nætur aftur,  Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 8.8.2010 kl. 02:29

15 identicon

Vá ! Greinilegt er að mín fáu orð sem fela í sér engar fullyrðingar vekja meiri hatur og biturð en nokkur önnur orð hér á blogginu !

En ég tek þetta ekki persónulega, sem betur fer, því mig grunar kæri Björn minn (minn gamli og kæri bloggvinur) að eitthvað annað búi undir heldur en ágreiningur um hvernig orða skuli hluti hér á blogginu.

En varðandi búrku og blæjuburð þá gætir allsherjarmisskilning gagnvart boðum, bönnum og skilyrðingum á þeim, því í vestrænum löndum er það talið brjóta gegn lögum að fela skuli andlit þjóðfélagsþegna þess dagsdaglega, og þá er ég að meina að ef búrkur væru leyfðar samkvæmt lögum gætu ALLIR samkvæmt þessum sömu lögum falið sig undir búrkum, óháð trúarbrögðum eða þjóðerni, og þá værum við að leiða inn í vestræn samfélög gildi sem stuðlar að félagslega og persónulega kulnun, svo ekki sé meira sagt, og hvað þá með öll einstaklingseinkenni, eins og skilríki okkar, vegabréf, ökuskírteini, greiðslukort og svo framvegis. Hvernig myndi samfélagið verða ef þetta færi allt úr böndunum !  Þetta er nefnilega ekki spurning um hatta eða lopapeysur, heldur líkamshulningu frá a-ö !

Brynja (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 02:41

16 identicon

Ekkert sem ég sagði um Axel er ekki stutt af orðum hans sjálfs. Það álit sem hann hefur á sjálfum sér er greinilega annað en þeirra sem lesa það sem hann skrifar. Mínar skoðanir á honum byggjast bara á hans eigin orðum. Það gerir mig að "ofsaöfgamanni" í hans frjálslyndu og umburðarlyndu augum.

"....ég er þátttakandi í verkefni sem stuðlar að vináttu og skilningi á milli araba og vesturlandabúa og einnig hef ég komið til arabalanda..."  -Hversu margir innrásarhermenn segja ekki nákvæmlega það sama? Þetta er eins og afritað beint upp úr handbók hersetunnar. Allir eru bara komnir til að hjálpa til, eins og þegar Hitler frelsaði Pólverja og Frakka. Sovétríkin voru líka dugleg í frelsunum og uppbyggingu vináttu og skilnings. Vinátta og skilningur, með þröngum skilyrðum sem þeim er hollast að fara eftir.

Allir komnir til að hjálpa. Hjálpa með olíuna í Írak. Bandaríkjamenn voru að finna mikið af málmum í jörð í Afganistan. Allir komnir til að hjálpa. Vatnsveitur og rafmagnsveitur reknar af Bandarískum og Evrópskum fyrirtækjum, bara til að hjálpa. Og svo verður allt vitlaust hérna þegar kanadískt fyrirtæki ætlar að leigja nokkrar borholur. Undarlegur heimur, en ofsalega mikið um hjálpsamt fólk. Og vei þeim sem ekki vilja þiggja hjálpina.

"Vinátta við múslima þýðir ekki það sama og að maður samþykki kúgun kvenna og þá kröfu feðra þeirra og eiginmanna, sem neyðir þær til að ganga í þeim skelfilega klæðnaði sem búrkan er og andlitsblæjan..."  -Vinátta þín við múslima þýðir þá að þeir verða að taka upp aðra siði, siði sem þér eru þóknanlegir, til að kallast "vinir" þínir. Annars flokkast þeir víst eins og ég sem ofsaöfgamenn.

Skynhelgi og hræsni eru orð sem mér finnast viðeigandi þegar Axel tjáir sig um vináttu sína og skilning á málefnum múslíma. En ég er víst bara ofsaöfgamaður þar sem ég sé eitthvað athugavert við morð bæði á múslimum og kristnum. Enda segir Axel það manndráp ef um múslima er að ræða. Hann notar orðið "myrtu" þegar fórnarlömbin eru kristin en "manndráp" og " drepa" þegar fórnarlömbin eru múslímar. 

Kolli (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 04:30

17 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þeir sem vilja ekki hjálp fyrir sambræður sína, eins og til að mynda talibanafíflin, eiga ekkert minna né meira skilið en dauðan sjálfan. Þvílíkir andskotans drullusokkar, aumingjar og dusilmenni! Aðrar eins gungur hafa sennilega aldrei á jörðinni gengið. Meðan þetta hyski er við völd grenjar elítan á vesturlöndum um það að "eitthvað verði að gera". Þegar hins vegar "eitthvað er gert" verður þessi sama elíta snarvitlaus. Elítan er sennilega að verða meira vandamál en talíbanar, vegna þess að hún skilur ekki rassgat í neinu, enda yfirleitt ekki gert annað en læra,röfla og fara í mótmælagöngur......á styrkjum eða annari opinberri framfærslu. Fruss bara á hvern þann sem sér eitthvert réttlæti í þessum viðbjóði, að myrða fólk bara sí svona. Á ekki bara að kalla allt hjálparfólk burt af öllum hamfarasvæðum heimsins og leyfa þessu fólki bara öllu að drepast? Kolli hér að ofan og aðrir af hans sauðahúsi, ætti nú bara að skreppa til Saudi Arabiu eða annara múslimaríkja og garga á kirkjur, hof eða hvern fjandann hann velur að aðhyllast. Í öllum þessum löndum er SKYLDA að trúa og ef sú trú er ekki rétt, ertu annað hvort skotinn, höndin höggvin af þér, eða konan þín húðstrikt fyrir klæðaburð. Íslendingar.........púfff. Skilja ekki rassgat, en halda ávallt að þeir viti allt um allt. Djísús!

Halldór Egill Guðnason, 8.8.2010 kl. 04:42

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kolli bætir um betur í athugasemd nr. 16 og eykur við lygina um mínar skoðanir og túlkar þær á sinn eigin hátt og ræðst síðan á þessa eigin útgáfu á ofsafenginn hátt, með sínum talibaiska hugsunarhætti. 

Eins rakkar hann niður það verkefni í arabalandi, sem ég tek þátt í, án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um hvað það snýst, eða út á hvað það gengur og líkir öllu samstarfi við araba við innrás Hitlers í Pólland og Frakkland. 

Kolla finnst líka sjálfsagt að kúga konur og væntanlega aðra, bara ef það er gert í öðrum heimshlutum og í nafni þeirra "siða og venja" sem þar ríkja og vinur má alls ekki til vamms segja, því slíkt flokkar Kolli þessi sem yfirgang og heimsvaldastefnu.

Þá segir hann að ég réttlæti mannsmorð, ef þau eru framin af vesturlandabúum, þó hann gæti ekki fundið staf um slíkt á mínum bloggum, þó hann leitaði í þeim frá því ég byrjaði að skrifa hér á bloggið.

Við svona ofsaöfgamenn er ekki hægt að halda uppi neinum samræðum.  Það er Kolli búinn að sýna hér svo eftirminnilega.

Axel Jóhann Axelsson, 8.8.2010 kl. 11:34

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þar sem Björn bóndi gat ekki einu sinni vitnað rétt í eigin texta, er rétt að endurbirta þann hluta textans, sem hann kaus að sleppa:  "Það er mín skoðun að þeir Íslendingar sem styðja innrás Bandaríkjamanna og rassasleikjara þeirra inn í Afganistan eru hreinræktaðir óþverrar.  Þessi Brynja virðist vera þeirra á meðal, þótt ég vilji ekki vera persónulegur, en hún hjó mjög nærri Kolla í svari sínu nr. 7."

Í athugasemd nr. 13, sagði hann afar kurteislega, eða hitt þó heldur:  "Ég held að við Kolli höfum báðir uppi í erminni nöfn handa þér, sem við látum ónefnd af tillitssemi við lesendur."

Síðan segir hann í athugasemd nr. 14:  "Að vísu nefndi ég ekki nafn þitt varðandi stuðning við innrásina inn í Afganistan, en ef þú eignar þér þá skoðun sjálfur sbr. svar þitt nr. 12, þá er það þinn dómur en ekki minn dómur."

Hvernig hægt er að lesa það út úr svari mínu nr. 12, að ég sé einhver sérstakur stuðningsmaður innrásarinnar í Afganistan, er hulin ráðgáta og til að taka af allan vafa, ef hann er fyirir hendi, þá er ég á móti öllum hryðjuverkum og stríðsglæpum, hver sem á í hlut, vestrænn sem annar.

Það hlýtur að mega reikna með, að sá viðbjóður sem Björn bóndi hefur á "stuðningsmönnum" innrásar í Afganistan, sem gerð var með samþykki og velþóknun S.Þ., gildi líka um aðra sem morð fremja í þágu síns "góða" málstaðar og "stuðningsmenn" þeirra, eins og t.d. Kolla og aðra skoðanabræður hans.

Axel Jóhann Axelsson, 8.8.2010 kl. 15:29

20 identicon

Þetta lið.. kristnir, íslam,gyðingar; Hafa verið í stríðsbrölti frá byrjun.. .stríðsbröltið mun halda áfram svo lengi sem trúarbrögð eru til staðar, svo lengi sem menn virða trúarbrögð

doctore (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband