3.8.2010 | 14:23
Árni Páll gerir sjálfan sig endanlega að athlægi
Embættisstörf Árna Páls hafa verið með miklum ólíkindum, alveg frá upphafi ráðherraferils hans og nægir þar að nefna allar þær "aðgerðir" sem hann boðaði vegna skuldavanda heimilanna, en ávallt voru þær "aðgerðir" væntanlegar og áttu að koma í "næstu viku", eða a.m.k. strax og búið yrði að útfæra þær. Flestar, ef ekki allar þessar "aðgerðir" eru óútfærðar ennþá, en líklega munu þær líta ljós í "næstu viku" og ef ekki þá, þá bara seinna.
Nú hefur Árni Páll bitið höfuðið af skömminni með ráðningu flokksbróður síns og persónulegs vinar, Runólfs Ágústssonar í starf Umboðsmanns skuldara, þó hann hafi vitað að vinurinn hafi verið vægast sagt óheppinn í fjárfestingum sínum og ekki kunnað sér hóf í lántökum, enda ekki verið borgunarmaður skulda sinna. Það var honum reyndar helst talið til tekna í hæfismati, enda reiknað með því, að þar með væri hann færari um að ráða öðrum heilt við úrlausn erfiðs skuldavanda, en kona með margra ára reynslu af starfinu sjálfu, sem reyndar var gefið nýtt nafn til að auðvelda ráðningu vinar ráðherrans og flokksgæðingins Samfylkingarinnar og Jóhönnu Sigurðardóttur til áratuga.
Sú skýring Árna Páls, að hann hafi vitað að vinur hans hafi verið misheppnaður fjármálamaður, en hann hafi bara ekki vitað hvað hann var mikið misheppnaður á því sviði, stenst ekki skoðun, því hafi hann ekki vitað um þessar fjármálaraunir vinar síns, átti hann auðvitað að óska skýringa á þeim, áður en hann var ráðinn í stöðuna, en ekki eftir ráðninguna.
Það eina vitræna í þessari stöðu fyrir Árna Pál er að afturkalla ráðningu Runólfs og ráða Ástu í starfið, eins og gera átti í upphafi.
Vissi að Runólfur tapaði fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll hvernig dettu þér í hug að það verði gert íslandi er ekki stjórnað þannig!
Sigurður Haraldsson, 3.8.2010 kl. 14:35
Árni er velgeymdur með öllum hinum vanhæfu Ráðherrunum sem við höfum núna.Ögmundur Jónsson verður fyrr skoðanabróðir Hannesar Hólmsteins enn þetta skrípi leiðréttir einhver mistök
Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 14:42
Mér sýnist nafni, að Árni hafi gerst sekur um sama dómgreindarleysi og nafni hans Johnsen hér um árið þegar hann í viðtölum reyndi að ljúga sig frá sínu klúðri en afrekaði ekki annað en dýpka holuna sem hann hafði grafið sér.
Það þarf mikið að gerast til að Árni Páll verði trúverðugur í sínu embætti framvegis og það mun aldrei ríkja sátt um embætti Umboðsmanns skuldara standi þessi skipan í embættið óhögguð.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2010 kl. 15:20
Já nafni, þegar menn byrja að verja vondan málstað með ósannindum gera þeir auðvitað ekkert annað en að dýpka sína eigin gröf og ekki verður aftur snúið.
Eins og þú segir, verður aldrei sátt um þetta embætti með Runólf við stjórnina og sjái Árni Páll ekki að sér, væri Runólfur maður að meiri, ef hann afþakkaði stöðuna úr því sem komið er.
Jafnvel þó svo færi, að annarhvor sæi að sér, má reikna með að Árni yrði nógu lítilmótlegur til að ráða einhvern annan en Ástu í starfið, eingöngu til að réttlæta höfnun hennar við upphaflegu ráðninguna.
Axel Jóhann Axelsson, 3.8.2010 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.