Breytir miklu í grundvallaratriðum

Norski fréttavefurinn ABC Nyheter beindi fyrirspurn til framkvæmdastjórnar ESB um ríkisábyrgð á innistæðutryggingum og í meðfylgjandi frétt segir m.a:  "Í svari framkvæmdastjórnarinnar kom fram að engin ríkisábyrgð væri á bankainnistæðum samkvæmt tilskipun ESB um innistæðutryggingar. Hins vegar var því haldið fram að annað gilti um Ísland, m.a. vegna þess að tilskipunin hafi ekki verið innleidd á fullnægjandi hátt hér á landi á sínum tíma."

Steingrímur J. segir að þetta svar framkvæmdastjórnarinnar komi sér ekki á óvart, en segist ekki sjá að þetta breyti stöðunni í neinum grundvallaratriðum.  Þetta eru einkennileg viðbrögð hjá ráðherranum, eins og svo mörg önnur varðandi þetta mál, því augljóst er að þessi viðurkenning framkvæmdastjórnar ESB er stórmerkilegt innlegg í málið og sannar málstað þeirra, sem haldið hafa því fram að íslenskum skattborgurum beri ekki að taka á sig svo mikið sem eina evru, eitt pund, eða eina krónu vegna Icesave.

Fullyrðing framkvæmdastjórnarinnar um að sérreglur gildi um Ísland, þar sem tilskipunin hafi ekki verið innleidd á fullnægjandi hátt hérlendis á sínum tíma, er aumur og vesældarlegur málflutningur, enda voru engar athugasemdir gerðar við innleiðingu tilskipunarinnar á sínum tíma og hún þar með samþykkt sem fullgild af hálfu ESB.  Þessi hluti svarsins er því að engu hafandi, enda algerlega út í hött.

Játning framkvæmdastjórnarinnar á réttmæti mótmæla íslenskra skattgreiðenda við því að taka á sig skattaþrældóm fyrir erlenda kúgara er merkilegt innlegg í baráttuna gegn fjárkúgurunum bresku og hollensku.

 


mbl.is Breytir engu í grundvallaratriðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli Steingrímur sé það framsýnn að hafa lokið samningum um eigin eftirlaunagreiðslur í pundum og evrum sem ávinnist að sjálfsögðu í réttu hlutfalli við veitta þjónustu við sérhvern þann er gæti hugsað sér að hafa Íslenskt hagkerfi að féþúfu

Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 14:47

2 identicon

Eg er nu ekki að höndla þetta hja Streingrim hann er a moti öllum og öllu eg a ekki eitt orð yfir ruglið i honum a moti öllu sem er einhver skinsemi i hann virðist hata allt sem er her a þessu skeri og vilji koma þvi öllu til fjandans þvilikur pappir  það jaðrar við að hann segi við þjoðina  þið voruð svo vitlaus að kjosa þessa tvo flokka að þið eigið ekkert betra skilið en þetta er allt i lagi þu ert buinn að setja krossin a þetta hörmungar V G rugl til framtiðar

Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 20:08

3 identicon

Það er nokkuð ljóst að íslendingar þurfa aldrei að borga Icesave.

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 10:15

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þessi orð ESB framkvæmdastjórans ættu alla jafna að bæta stöðu okkar.  Ég óttast hins vegar, að þessum áfangasigri okkar verði eytt hið snarasta, þegar stjórnvöld skila inn á næstu vikum greinargerð til ESA, vegna málsins.

Kristinn Karl Brynjarsson, 31.7.2010 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband