Á Jón Ásgeir þá einhverja aura?

Þegar breskur dómstóll kvað upp kyrrsetningarúrskurð vegna eigna Jóna Ásgeirs, sagði hann í fjölmiðlum að hann ætti enga falda peningasjóði og ef rétt er munað benti hann á tiltölulega lítinn ævisparnað sinn, eða aðeins nokkra tugi milljóna króna.

Eins og hjá ríkisstjórninni sagðist Jón Ásgeir vera með allt sitt uppi á borðum og öll hans persónulegu fjármál væru gagsæ og auðskilin og -rakin.  Daginn eftir kyrrsetningarúrskurðinn virðist hann þó hafa fundið falið fé í sinni umsjá og flýtt sér að dreifa því til vina og kunningja, væntanlega til að stinga þessum tæpu sexhundruðþúsundum punda, eða 110 milljónum króna, undan klóm réttvísinnar.

Fróðlegt verður að sjá skrif helstu leigupenna Jóns Ásgeirs um þetta mál, t.d. Ólafs Arnarsonar, Jóhanns Haukssonar og Bubba Mortens, en þeir hafa verið óþreytandi í lofskrifum sínum um Jón Ásgeir og aðra braskara innan Baugsveldisins.

Þessi tilraun til undandráttar á peningaeign gefur til kynna að ekki sé allt heilagur sannleikur, sem Jón Ásgeir hefur sagt um persónuleg fjármál sín og jafnvel mætti álykta að ekki séu öll kurl komin til grafar ennþá vegna þessa fyrrum ástmögurs þjóðarinnar.

Samkvæmt tekjuskrá Frjálsrar verslunar virðist Jón Ásgeir hafa ágætar tekjur ennþá, án þess að vitað sé hverjir borgi honum þessi góðu laun, en hann þarf a.m.k. ekki að óttast skort á Diet Coke á næstunni.


mbl.is 585.648 bresk pund kyrrsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn er bara svikari og aumingji !

Vara hægt að finna meiri vesaling á jörðini !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 20:09

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ingibjörg Pálmadóttir átti 1000 milljónir til að setja í 365 miðla en þá fékk hún í arf á sínum tíma var sagt og þeir voru komnir til Kanada. Það hafði örugglega ekkert með Jón Ásgeir að gera enda á hann enga peninga. Hversu vitlausir halda menn að Íslendingar séu??

Sigurður I B Guðmundsson, 30.7.2010 kl. 20:25

3 Smámynd: Ólafur Vigfús Ólafsson

Hvað á maður að gera ef maður sér þetta kvikindi á röltinu í bænum?? Glæpahundur sem þetta kvikindi er og siðlaus með öllu ofan á annað. vonandi að þetta fari að drepast bara, öllum til ánægju og gleði,bæði hér sem og í Evrópu.

Ólafur Vigfús Ólafsson, 31.7.2010 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband