29.7.2010 | 13:32
Vegir Samfylkingarinnar eru fyrirsjáanlegir
Ásta Sigrún Helgadóttir, sem hefur starfað sem forstöðumaður Ráðgjafarstofu heimilanna í sjö ár, var við nafnabreytingu á stofnuninni ekki talin jafn hæf til að gegna nafnabreyttri stöðu sinni áfram, eins og dyggur, en atvinnulaus Samfylkingarmaður, sem þó hafði enga reynslu af sambærilegu starfi.
Runólfur Ágústsson, sem ráðinn var í starfið hafði hins vegar þá reynslu af fjármálum, að afskrifa hefur þurft hálfan milljarð vegna fyrirtækis, sem hann stofnaði og rak um skeið og á meðan hann var rektor Háskólans á Bifröst fóru fjármál skólans verulega úrskeiðis og þurfti Runólfur að fara úr því starfi vegna þeirra mála og reyndar annarra og persónulegra deilumála.
Enga slíka reynslu hafði Ásta Sigrún, en hafði hins vegar mikla reynslu af vinnu í félagslega kerfinu og eins og áður sagði, gengt þessu starfi um sjö ára skeið, áður en nafni stofnunarinnar og titli forstöðumannsins var breytt, til þess að gefa Árna Páli, félagsmálaráðherra, frjálsari hendur til að skipa "sinn" mann í stöðuna.
Þar sem reynsla beggja af skuldamálum virðist hafa verið talin jafnstæð, hafa jafnréttissjónarmið, sem ríkisstjórnin þykist berjast fyrir, áreiðanlega ráðið úrslitum um ráðininguna, enda sjá allir hvílíkt misrétti felst í því, að láta það viðgangast lengur að kona skuli gegna slíku starfi.
Sumir vegir eru órannsakanlegir, en slíkt verður seint sagt um vegi Samfylkingarinnar.
Ætlar að krefjast rökstuðnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Shit happens to dicked pussy´s
Óskar Guðmundsson, 29.7.2010 kl. 14:11
Þetta mál er mjög afhjúpandi fyrir fúskið sem viðgengst á stjórnarheimilinu. Ég er ennþá að bíða eftir að vera tilkynnt hvort ég fái starfið eða ekki. Frétti reyndar af ráðningu Runólfs í fjölmiðlum eins og aðrir.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 14:36
Guðmundur, manni fyndist nú lágmark að umsækjendum um opinber störf væri sýnd lágmarkskurteisi, en við slíku er auðvitað ekki að búast frá stjórnarherrunum, enda greinilega ekki vanir almennum umgengnissiðum, hvorki innbyrðis né hvað þá gagnvart öðrum.
Axel Jóhann Axelsson, 29.7.2010 kl. 14:56
Þess má geta að hjá Hagstofunni er allt annað uppi á teningnum, þar virðast öll svona formsatriði vera til fyrirmyndar.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 16:06
Þetta er þrælflott.Kallin er búin að fá afskrifaðar 500 milur hjá sér og getur aðstoðað restina í því sama.Enn ein snildin hjá ríkinu
Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 17:20
Það má nú ekki gleyma því, að það hafði "mikið" með "hæfni" Runólfs að segja að hann hafði á lausu, nýstofnaða deildarforsetastöðu á Bifröst, þegar rýma þurfti til í þingliði Samfylkingar fyrir ISG.
Kristinn Karl Brynjarsson, 29.7.2010 kl. 17:28
Fann bréfið með tilkynningu um ráðninguna, það var í póstkassanum sem ég var ekki búinn að athuga í tvo daga. En það er dagsett þremur dögum eftir að þetta hafði verið tilkynnt opinberlega, sem mér þykir ámælisvert.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2010 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.