29.7.2010 | 10:12
Hjáseta eftir fimmtán ára umræður - hneyksli.
Þó ótrúlegt sé, hefur staðið yfir umræða á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fimmtán ár um það, hvort aðgagnur að hreinu vatni teljist til mannréttinda. Svo sjálfsagt ætti að vera að fæðuöryggi, aðgangur að vatni og aðstöðu til hreinlætis ætti að teljast til lágmarksmannréttinda, að ekki ætti að þurfa að eyða fimmtán dögum í slíka umræðu og hvað þá fimmtán árum.
Það stórmerkilega eftir þessa fimmtán ára umhugsun um þessi mál, skuli Íslendingar ekki hafa getað tekið afstöðu til málsins og því setið hjá við atkvæðagreiðsluna á allsherjarþinginu. Í fréttinni kemur m.a. fram, að: "Í ályktuninni er áhyggjum lýst af því, að 884 milljónir manna hafi ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni og 2,6 milljónir skorti hreinlætisaðstöðu. Allt að 1,5 milljónir barna deyi árlega vegna þess að þau skorti vatn og hreinlætisaðstöðu."
Að eitt þeirra landa, sem við hvað bestan vatnsbúskap býr í veröldinni, skuli ekki geta tekið undir þessa sjálfsögðu ályktun er einfaldlega hneyksli og ekkert annað.
Nú verður ríkisstjórnin að gera grein fyrir þessari ótrúlegu hjásetu og eins gott að fram komi rök, sem halda.
Ísland sat hjá á þingi SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála.
Guðmundur Guðmundsson, 29.7.2010 kl. 10:18
Þetta eru bara fífl og asnar,ég er alveg fokillur.
Þórarinn Baldursson, 29.7.2010 kl. 10:30
Miðað við að Svíar og Danir sátu hjá líka geri ég fastlega ráð fyrir því að einhver ástæða liggi á bak við hjásetunni, og þá önnur en andmæli þess að aðgangur að vatni teljist til mannréttinda.
Hér gæti verið um að ræða ósætti vegna orðalags eða þá að fulltrúum okkar hafi ekki fundist efni tillögunnar nægilega róttækt og viljað að umræðurnar héldu áfram.
Hverju sem því skiptir þykir mér til marks og heimsku að telja íslenska diplómata mótfallna því að aðgangur að hreinu vatni teljist til lágmarks mannréttinda.
Gunnar (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 10:50
Gunnar, einmitt vegna þess, sem þú ert að hugleiða endaði færslan á þessari setningu: "Nú verður ríkisstjórnin að gera grein fyrir þessari ótrúlegu hjásetu og eins gott að fram komi rök, sem halda."
Axel Jóhann Axelsson, 29.7.2010 kl. 11:08
Axel, við sátum líka hjá er SÞ. vildi banna trollveiðar. Er ekki allt í lagi með okkur ?
Aðalsteinn Agnarsson, 29.7.2010 kl. 11:17
Aðalsteinn, það hefur margt verið skrýtið í kýrhausnum í íslenskri stjórnsýslu í langan tíma.
Axel Jóhann Axelsson, 29.7.2010 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.