Kvörn réttvísinnar malar hægt, en örugglega

Fyrsta ákæra frá embætti Sérstaks saksóknara hefur nú litið dagsins ljós, en það er ákæra á hendur þrem mönnum fyrir umboðssvik í sambandi við viðskipti með stofnfjárbréf í Byr og er þar um að ræða þrjá af aðalstjórnendum Byrs og MP banka.

Þetta mál þykir með þeim smærri í sambandi við flest þau mál, sem á góma hefur borið í sambandi við svindlstarfsemi innan fjármálageirans, árin fyrir hrun, en þó það þyki ekki stórt á þeim mælikvarða, snýst það samt um nokkur þúsund milljónir króna, en slíkar upphæðir töldu þeir stóru í bankageiranum nánast fyrir neðan sína virðingu að fjalla um, enda varla mikið hærri en sæmilegur ársbónus fyrir þá gríðarlegu ábyrgð, sem topparnir sögðust bera.  Þessir karlar töldu sjálfa sig þyngdar sinnar virði í gulli og aðgang að snilligáfu sinni seldu þeir ekki fyrir neina smáaura.

Smátt og smátt munu málin sem frá Sérstökum saksóknara fara í ákærur, stækka og veða viðameiri, en stóru málin eru flókin í rannsókn og teygja arma sína víða um veröld.

Það er ánægjuefni að kvörn réttvísinnar sé farin að mala, hægt en örugglega.


mbl.is Þrír ákærðir í Exeter-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir þú bjartsýnn. Stórþjófarnir Jón Ásgeir, Björgólfarnir og búnaðarbankahyskið mun allt sleppa. Bíddu bara og sjáðu.

Jón Björnsson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 21:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég held að kvörnin muni mala þá að lokum, en það mun taka langan tíma og þeir munu berjast um eins og grenjandi ljón, með allt helsta lögfræðingastóð landsins í taumi.

Axel Jóhann Axelsson, 28.6.2010 kl. 22:11

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Axel nei þeir nota rándýra erlenda lögfræðinga sem við borgum með því fé sem þeir stálu

Sigurður Haraldsson, 28.6.2010 kl. 23:08

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég vil segja að val á Sérstökum saksóknara hafi tekist afar vel. Þessi maður kom eftir að margir "tilvaldir" vildu ekki setja nafnið sitt við hreingerninguna. Við verður að halda því til  haga Axel.

Þessir ákærðu geta ekki ráðið við lögfræðingakostnaðinn, nema að þeir hafi komið fé undan. !! Einnig er möguleiki á að eihverjir þeirra  hafi játað allar sakagiftir og því sé enginn lögmannskostnaður í hans málsmörn.  

Er hægt að halda fram vörnum í þessu máli?

Er möguleiki á að MP banki sé svo spilltur að  hann hafi séð málaferlin fyrir og sé þessvegna að smala viðskiptavinum inn á reikninga sína, til þess að hafa efni á  sínum lögmannakostnaði?

 Svo er líka önnur spurning sem þú ættir að spyrja þig, varðandi stefnu Hæstvirtrar Ríkisstjórnar.  Hvers vegna er Byr Sparistjóður ekki sett í gjaldþrot?  Hvers vegna er VBS ekki sett í gjaldþrot? 

Hvaða peninga ætlar Hæstvirt Ríkisstjórn að nota til  þess að bjarga þessum Stofunum?, þegar  þeir blása á niðurstöður Hæstarétts og básúna í alla fjölmiðla um rættlæti?

Þetta eru spurningar sem vakna Axel minn.

Eggert Guðmundsson, 28.6.2010 kl. 23:38

5 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Jón Björnsson: Stórþjófar eða smáþjófar, skiptir engu. Allir sem brjóta lögin eiga að vera dregnir til saka. Líka fólkið sem skráði sig úr sambúð til að fá hærri barnabætur o.sfrv, vann svart, þáði svart, fólk sem dreifr/downloadar ólöglegu efni o.sfvr. 1000 kr eða milljón skiptir ekki máli.

Sigurður: Hefur þú aldrei gert neitt ólöglegt? T.d. keypt eitthvað sem þú borgaðir ekki vsk af sem er vsk skylt? Ef þú hefur gert það þá hefur þú rænt mig!

Eggert: Ekki vera með hroka og segja öðrum að vakna því þú veist ekkert meira en aðrir. Það er ótrúlegt hvað biturleikinn hefur gert margan "skýrari" á Íslandi. Fólk er saklaust þar til sekt er sönnuð. Það er vissulega margt siðlaust sem fór fram en það er ekki það sama og ólöglegt. Siðlaus viðskipti fyrirfinnast allsstaðar og ástæðan fyrir því að þau eru siðlaus er líka sú að þau eru ekki ólögleg. 

Það er stór munur á þessu tvennu og meginn þorri Íslendinga virðist því miður ekki sjá munin og þess þá heldur skilja hann. Það þykjast allir fórnarlömb óréttlætis en líta svo aldrei í sinn eigin barm. Ég segi við þig það sama og Sigurð og ég er nokkuð viss um að þú hefur líka rænt mig. Ég hlýt að mega dæma þig rétt eins og þú dæmir menn sem eru ekki ennþá dæmdir. 

Leyfið réttarkerfinu að vinna í friði og ef þeir eru dæmdir saklausir þá so be it. Þið vitið ekki betur, þið hafið ekki öll málsgögn í ykkar höndum og vitið í raun bara það sem þið eruð mataðir af og myndið ykkur svo skoðun í samanburði við biturleikan sem er fyrir hendi sem að mínu mati skerðir dómgreind manna. Ekki meint á illan hátt en ef ég er gegn einhverju og það fær svo allt aðra málsaðferð eða dóm þá skerðir það dómgreind mína þegar kemur að því að ræða málin.  Þannig að áður en þið hoppið uppá hæstu hæðir því einhver vogar sér að gagnrýna ykkur þá gerið ykkur grein fyrir því. (Á við dómgreindartalið svo það sé á hreinu)

Júlíus Valdimar Finnbogason, 29.6.2010 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband