Engin sundrung á landsfundi vegna ESB

Tillagan um að afturkalla umsóknina um innlimunina í ESB og að staða Íslands í framtíðinni skyldi vera utan stórríkis Evrópu, skapaði enga sundrung á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, eins og Baugsmiðlarnir Stöð2 og Fréttablaðið hafa verið að reyna að kynda undir síðustu daga, ásamt nokkrum leigupennum Baugsmanna á bloggsíðum.

Þvert á móti þjappaði hún flokksmönnum saman um þessa eindregnu afstöðu og þó 30-40 landsfundarfulltrúa hafi greitt atkvæði gegn tillögunni, þá er það ekki stórt hlutfall á 1000 manna fundi.  Jafnvel þó reynt sé að gera mikið úr því að einhverjir þeirra hafi gengið af fundi eftir samþykktina, þá eru þetta svo fáir aðilar, að ekki er ástæða til að kippa sér upp við það.

Fari svo að einhverjir einstaklingar segi sig úr flokknum vegna þessa, er öruggt að margfalt fleiri munu ganga til liðs við hann, eftir að svo afgerandi hefur verið skerpt á stefnu hans í utanríkismálunum.

Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram standa undir nafni, sem traustasta vígi lýðræðislegrar umræðu og sjálfstæðis lands og þjóðar.


mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr Axel !

 Í lýðræðisflokki ræður meirihluti.

 Svo ofur einfallt er það !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 22:29

2 identicon

Heyr, heyr. Auk þess sem að einungis sauðir vilja ganga í ESB núna. ESB er að sundrast! Það er verið að tala um að splitta því að tvö svæði! Ofurlöndin og restin. Þvílíka bullið. Þetta var slæm hugmynd frá upphafi, og ESB mun verða útskurðar dautt innan 10 ára. Svo ekki sé nú talað um að evran á eftir að hrynja.

Jón Arason (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 23:07

3 identicon

heyr heyr, fréttaflutningur ýmsa fjölmiðla hefur verið með ólíkindum uppá síðkastið ekki bara í þessu máli heldur mörgum öðrum.

Ég fylgdist með fundinum á netinu og gat ekki betur séð eða heyrt en að mikið hafi verið klappað og aðþví er virtist voru allir sáttir.

Flokkurinn verður bara beittari eftir að sauðirnir yfirgefa hann og eins og þú segir þá munu margfallt fleiri ganga til liðs við hann en þeir örfáu sem hlaupast á brott.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 23:17

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll  Axel

30-40 manns?

Bjarni Ben og fleiri reyndu að fá fólk ofan af því að samþykkja þessar vitleysu! Það voru ca. 30-40% viðstaddra landsfundarfulltrúa sem voru á móti þessari tillög (300-400 manns). 

Það er alveg ljóst að við erum mjög fegin að losna úr þessum þjóðernissinnum eins og þér! 

Og síðan er mér hreinlega létt að losna frá þessum spillingaröflum og sérhagsmunagæsluliði!!!

En við ESB-aðildarviðræðusinnar ætlum okkur hins vegar stóri hluti, því við erum ekki aðeins að tala um 1/4 af þeim 24% sem nú kjósa Sjálfstæðisflokkinn en munu nú yfirgefa hann, heldur stóran hlutan þeirra 12%, sem yfirgáfu flokkinn í síðustu kosningum. Þessu til viðbótar koma síðan óánægðir Framsóknarmenn 6-8% og hægri kratar 5-10%.

Slíkur heiðarlegur og óspilltur miðju/hægri flokkur gæti náð allt að 25-30% fylgi og 16-18 mönnum á þing!

Með góðri kveðju,

Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.6.2010 kl. 23:21

5 identicon

Hvað er fólk eiginlega tilbúð að fórna miklu bara fyrir tryggð sína við flokk á borð við Sjálfstæðisflokkinn. Hugsið ykkur að ef við göngum í ESB þá lækka vextir á öllum lánum til heimilanna og fyrirtækja um 228 miljarða á ári, já 228 miljarða á hverju ári. Þetta eru peningar sem ég og þú eigum og verðum að vinna hörðum höndum fyrir og láta síðan af hendi við fjármagnseigendur. Að ganga í ESB yrði þess vegna mesta kjarabót sem íslenskum almenningi mun nokkurn tíman standa til boða. Hugsið ykkur einnig allar vinnustundirnar sem almenningur þarf að leggja á sig til að borga þessa 228 miljarða á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að vera ekki í nánara samstarfi við aðrar þjóðir, og husið ykkur einnig hve við gætum búið börnunum okkar betra líf ef ekki kæmi til þetta rán á hverju ári. Einnig má velta því fyrir sér allan þann frítíma sem fólk hefði ef það þyrfti ekki að vinna myrkran á milli til að borga þessa okurvexti. Áfram ESB!!!!

Svona lán munu bjóðast Íslendingum ef þeir ganga í ESB. Þeir gætu valið á milli

   1. Lán með 4 prósenta föstum vöxtum til 30 ára.

   2. Lán með breytilegum vöxtum til 30 ára. Vextirnir á því láni eru nú 1,9 prósent og geta aldrei farið upp fyrir 5 prósent.

  

Sumir Íslendingar vilja borga sín lán með verðtryggingu og vöxtum 17 falt til baka, þ.e. þeir sem eru á móti því að ganga í ESB. Þessi kjör hér að ofan standa dönskum almenningi - og öllum Evrópubúum ef út í það er farið - til boða. Og þau eru öll óverðtryggð enda slíkt fyrirbæri óþarft í heilbrigðum hagkerfum. Þau sem sagt lækka í hvert skipti sem borgað er af þeim. Ef við tökum lán til 40 ára hér á landi og miðum við 5% vexti og 5% verðbólgu, sem sagt allt í fína lagi, þá þurfum við að borga hátt í 200 miljónir til baka á þessum 40 árum. Ef við tökum lán á evrusvæðinu 20 miljónir til 40 ára, þá þurfum við að borga 24 miljónir til baka. Hvort vilt þú?

Gott fólk, út af hverju takið þið ekki afstöðu til ESB út frá því hvort það komi ykkur persónulega vel eða ekki? Kvótagreifinn tekur afstöðu til ESB út frá því sem er best fyrir hann, óðalsbóndinn tekur afstöðu út frá því sem er best fyrir hann. Hvað með þig, langar þig að borga húsnæðislánið þitt 10 falt til baka, eða rúmlega einu sinni til baka? Hættum þessu bulli að láta einhverja sérhagsmunasambönd teyma okkur út í stuðning við örfáa aðila, tökum bara afstöðu til ESB út frá því sem kemur okkur sjálfum og fjölskyldum okkar best. Hvort viltu borga til baka af 20 miljóna króna íbúðarláni, 200 miljónir eða 24? Ertu flón eða maður sem stendur með sjálfum þér?
Lestu eftirfarandi og spurðu sjálfan þig hvort það sé þess virði að styðja við bakið á kvótagreifum og óðalsbændum? Hversu miklu ertu tilbúinn að fórna svo sérhagsmunaaðilar sofi rólega á meðan þú borgar af láninu þínu?



Samkvæmt útreikinginum á kostnað við fasteignalán til fjörutíu ára í Þýskalandi á fasteignavefnum Immobilienscout:=> Fjárhæðin skiptir ekki máli fyrir útreikningana, hún vex í sama hlutfalli hversu há sem hún er, en við miðuðum við 100.000 evrur og þá 4% vexti sem gefnir eru upp til viðmiðunar. Vaxtarkostnaður við slíkt lán væri 19.475 evrur. Það er, heildarfjárhæðin sem lántaki greiðir til baka á 40 árum er 119.475 evrur. Vaxtakostnaðurinn er tæp 20% af lánsfjárhæðinni.
Kostnaðurinn við þýskt húsnæðislán til 40 ára er því undir 20% af lánsfjárhæðinni. Kostnaðurinn við íslenskt húsnæðislán til sama tíma, miðað við 6% vexti og 5% verðbólgu, er yfir 800% af lánsfjárhæðinni. Munurinn á 20% (0,2x) og 800% (8x) er fertugfaldur.

Valsól (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 23:54

6 Smámynd: Elle_

GUÐBJÖRN SKRIFAR: Það er alveg ljóst að við erum mjög fegin að losna úr þessum þjóðernissinnum eins og þér!  Ósvífni.  Sjálfstæði kemur þjóðerniskennd bara EKKERT endilega neitt við og blessaður maður, þú ert að vaða villu vegar eins og ýmsir Evrópubandalags-elskendur.  Ekki finn ég fyrir þjóðerniskennd, það mikið er víst.  Og vil ég þó alls Ekki gefa upp sjálfstæði landsins til risayfirvalds í Brussel.   Það er tómur áróður gegn okkur hinum og þvæla.  Það er sjálfstæði sem við viljum, ekki miðstýring risaskriffinskubákns þar sem fyrrum heimsveldin og stærstu löndin 6 munu fljótlega vera með yfir 70% vægi. 

Elle_, 27.6.2010 kl. 00:01

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Guðbjörn - þvættingur þinn minnir helst á "fréttaflutning" Baugsmiðla af Sjálfstæðisflokknum.

Þú getur ekki sætt þig við vilja meirihlutans - farðu þá - ef þú telur að þið Jóhanna komið til með að ráða Evrópu þá er það misskilningur. - en endilega farðu -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.6.2010 kl. 01:11

8 Smámynd: Klukk

Endilega losna við alla ESB-sinna úr Sjálfstæðisflokknum enda bara svikarar við sjálfstæðisstefnuna.

Klukk, 27.6.2010 kl. 02:18

9 identicon

Draumórar Guðbjörns um að slíkurESB sinnaður flokkur gæti fengið 25 til 30% fylgi er hreint rugl.

Í fyrsta lagi eru innan við 30% þjóðarinnar sem vilja ESB aðild og þeir eru flestir í Samfylkingunni, sem reyndar er að tapa verulegu fylgi sakvæmt öllum könnunum.

Ég held að svonahægri ESB flokkur eins og Guðbjörn er að boða eigi ekki upp á pallborðið í íslenskum stjórnmálum. Kanski með svona 2,5 til 3,5% fylgi væri nær lagi. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 08:36

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Valsól, hver segir að sömu vextir myndu gilda hér á landi og í Þýskalandi, þó landið innlimaðist í ESB?  Ekki gilda sömu vextir í Grikklandi og í Þýskalandi.  Reyndar eru vaxtakjör afar mismunandi eftir löndum innan ESB, a.m.k. ennþá, en það breytist kannski þegar frárræði verður tekið af löndunum og ein sameiginleg fjárlög fyrir öll löndin verða samin og samþykkt í Brussel, eins og nú er byrjað að ræða, að sé alveg nauðsynlegt til þess að evran geti lifað, sem gjaldmiðill.

Sama er að segja um verðlag á matvælum, sem ESBsinnar ljúga endalaust að muni lækka um tugi prósenta við það eitt að innlimast í stórríkið.  Það eru hreinar blekkingar, því væri vilji til þess, gætu íslensk stjórnvöld lækkað alla þá tolla á matvælum, sem þeim sýnist, en til þess er bara hvorki vilji né hefur ríkissjóður efni á því.

Hvaðan halda menn að tekjur ríkisjóðs myndu koma við að fella niður tolla af innfluttum vörum?  Halda menn að þá verði bara skorið niður í ríkiskerfinu og opinberum starfsmönnum sagt upp í þúsundavís?  Nei, ekki aldeilis, því rískissjóður myndi ekki hafa efni á að missa tollatekjurnar og í stað tolla kæmu einfaldlega vörugjöld og aðrir skattar, sem myndu skila sömu tekjum og tollarnir gerðu áður.  Þetta er nefninlega það sem er tíðkað með flestar þær vörur, sem samið var um tollfrelsi á við samninginn um evrópska efnahagssvæðið og yrði enn víðtækara við tollfrelsið, sem bættist við með ESB.

Valsól og fleiri áróðursmeistarar ESB ættu að vera raunsærri um fjármál ríkissjóðs, áður en þeir fara að lofa fólki gulli og grænum skógum við upptöku á því sem eftir er af regluverki ESB.  Fórnin sem þarf að færa fyrir fulla aðild að ESB er miklu meiri en svo, að hún sé réttlætanleg, enda gróðinn af innlimuninni sáralítill, sem enginn.

Axel Jóhann Axelsson, 27.6.2010 kl. 09:12

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðbjörn, þú segir:  "Það er alveg ljóst að við erum mjög fegin að losna úr þessum þjóðernissinnum eins og þér!"  Með þessu orðalagi er engu líkara en þú líkir sjálfum þér og öðrum ESBsinnum við einhverskonar óværu, sem hafi notað okkur "þjóðernissinnana" sem hýsil til að sjúga sér næringu úr, en nú verðið þið fegnir að geta flogið á braut, eins og fiðrildi, sem skríður úr púpu sinni. 

Ég get ekki annað en fagnað þessu nýfengna frelsi þínu og óska þér og þínum félögum alls góðs í þessu nýfengna flugfrelsi, en því miður fyrir þig, held ég að flokkur ykkar verði aldrei eins stór og þú heldur, því allar skoðanakannanir sýna að 70-80% þjóðarinnar er algerlega á móti ESBinnlimun og álíka stór hópur vill láta hætta innlimunarviðræðunum.

Eins og bent hefur verið á, er obbinn af þessum 20-30% kjósenda, þegar í Samfylkingunni, þannig að nýr flokkur, sem hefði innlimun í ESB sem sitt aðalstefnumál getur ekki vænst mikils fylgis, þar sem það er bara ekki á lausu, nema Samfylkingin klofni í herðar niður.

Það eina góða við þetta brölt ykkar yrði, að það myndi skerpa línurnar milli flokka og þeir sem unna landi sínu og fullveldi þess, þyrftu þá ekki að vera að eyða orku í að glíma við þau innanflokksvandamál, sem fylgja svo gjörólíkum skoðunum á heill og hagsmunum þjóðarinnar til framtíðar.

Að lokum vil ég taka það fram, að ég er ákaflega stoltur af því að vera kallaður þjóðernissinni, þó þú virðist nota það orð í einhverri niðrandi merkingu.  Ég lít svo á að það merki að maður sé stoltur af landi sínu og þjóð og vilji hvoru tveggja allt það besta og hér verði áfram rekið fjölmenningarlegt samfélag allra þeirra sem hér vilja búa og efla hag landsins og sjálfstæðrar þjóðar.

Axel Jóhann Axelsson, 27.6.2010 kl. 09:28

12 identicon

Frábært Axel.

Þarna hittirðu naglann á höfuðið.

Það er nefnileg ekkert tryggt í ESB. 

Ef fólk vill hafa eitthvað eins og það þekkir í einhverju bandalagsríkjanna er einfaldast að flytja þangað.

Svipað eins og með öfga-vinstri... þeim væri sælast að flytja til t.d. Kúbu... þar er þó allavega heitt þegar a-o eru búnir að banna svo mikið að þeir eiga ekki lengur húsnæði :)

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband