Stuðningsmenn Jóns (G)narr horfnir?

Frá því að "Besti" flokkurinn komst til valda í borgarstjórn með sex borgarfulltrúa úr eigin röðum og fjóra að láni frá Samfylkingunni, hefur varla heyrst frá kjósendum flokksins og lítur einna helst út fyrir að þeir séu strax farnir að sjá eftir þátttöku sinni í gríninu.

Fyrir kosningar mátti ekki láta eitt einasta gagnrýnisorð falla um Jón (G)narr eða stjórnleysingjaflokk hans, án þess að tugir athugasemda kæmu frá "stuðningsmönnum" framboðsins og ekki síður svívirðingar og skítkast um þann sem dirfðist að gagnrýna þetta leikhús fáránleikans, sem bauð fram eftir fyrirframskrifuðu handriti, enda gat t.d. Jón sjálfur aldrei svarað einni einustu spurningu um borgarmál, sem til hans var beint óundirbúnum.

Eftir að hann varð borgarstjóri hefur enn betur komið í ljós hversu gjörsamlega hann er laus við minnsta skilningi á þeim málefnum sem borgarstjórnarmálin snúast um, að ekki sé talað um það sem að fyrirtækjum og stofnunum borgarinnar snýr.

Steininn tók þó úr þegar stjórnandi vörslusviptinga og eignasölu hjá einu alræmdasta lánafyrirtæki landsins, Lýsingu, var ráðinn í fullt starf, með milljón á mánuði, í stöðu stjórnarformanns OR.  Hvernig gríðarleg harka við innheimtu ólöglegra gengislána mun nýtast í starfi stjórnarformanns OR er hulin ráðgáta, enda hefur ekki verið reynt að útskýra það mál fyrir Reykvíkingum.

Nú bregður svo við, að þegar bloggað er um þetta ótrúlega, spillingarlyktandi útspil Jóns (G)narrs, þá virðast kjósendur hans vera gufaðir upp og enginn þeirra gerir minnstu tilraun til að réttlæta meistara sinn og átrúnaðargoð.

Þetta sanna t.d. þær bloggfærslur, sem má sjá hérna

Ekkert nýtt stjórnmálaafl, sem fram hefur komið á Íslandi, hefur tekist að rýja sjálft sig öllu trausti á jafn skömmum tíma og "Besti" flokkurinn.


mbl.is The New York Times skrifar um Jón Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Hættu þessu bölvaða væli það var bara gottmál að fá nýtt fólk inn í Reykjavík og verkefni þeirra er einfaldlega að koma spillingarhyskinu út sem hefur legið á spennanum í 50 ár. Besti flokkurinn er besti kosturinn sem í boði er og vondandi fer hann fram í þingkostningum næst. Þau eru hálf meðaumkunarverð þessi skrif þín. Hanna Birna sem er styrkt af stórfyrirtækjum haha það var þá góður kostur meira ruglið í þér. En þessi skrif þín eru að snúast upp í andhverfu sína og haltu þessu áfram endilega. Það að afreka að setja 30 milljarða í tónlistar hús er dæmi um ruglið og spillinguna og í boði þeirra sem stjórnuðu á þeim tíma sem og þeirra sem í andstöðu voru að mótmæla þessu bruðli ekki af meiri krafti. Það sem þetta fólk þarf að fara að læra það er að kunna að skammast sín. Og hvaða loforð var besti flokkurinn að brjóta þau sögðust myndu ætla að gera eins og hinir semsagt að ota sínum tota ekki satt. Og ekki kunni fráfarandi Borgarstjórn að reka fyrirtæki eins og Orkuveitu Reykjavíkur sem ætlar að hækka gjald á borgarbúa vegna slæms reksturs sem er hreint ótrúlegt að hægt hafi verið að klúðra og þú kallar þetta Besta kostinn.

takk fyrir.

Elís Már Kjartansson

Elís Már Kjartansson, 26.6.2010 kl. 13:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Flott.  Búið að finna einn, sem enn styður "Besta" flokkinn og sá bregst nú ekki í fúkyrðaflaumnum og skítkastinu yfir allt og alla, frekar en fyrri daginn. 

Er virkilega enginn sem treystir sér til að verja gerðir "Besta" flokksins? 

Axel Jóhann Axelsson, 26.6.2010 kl. 14:20

3 identicon

Það þarf ekkert að verja gjörðir þeirra.....þarf bara að hafa það í huga að þetta getur ekki orðið verra en það var.....það bjóst held ég engin við neinu kraftaverki við það að fá þessa menn inn...... þetta er fyrst og fremst mótmæli við þá sem í framboði voru og voru búnir að drulla svo langt upp á bak að þetta var orðið meira djók heldur en nokkurn tíma framboð jóns Gnarr...... en það eru samt alltaf til menn eins og þú sem verja spillinguna sem viðgengst..... annað hvort í barnslegri einfeldni (heldur með þínu liði sama hvað þeir segja eða gera!!) eða að þú hefur einhverra hagsmuna að gæta. Með kverðju kjósandi besta flokksins :)

kjósandi besta flokksins (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 15:02

4 Smámynd: RIKKO

verja hvaða gerðir Besta flokksins?????

hvernig væri að þú myndir verja alla þá spillingu og gjörðir sem þessi heilaþvottastöð (sjálfstæðisflokkurinn) hefur gert???

var ekki fyrrverandi stjórnarformaður í 20% vinnu með 300 þús á mán ???

RIKKO, 26.6.2010 kl. 17:55

5 Smámynd: RIKKO

ég held að fáir séu að svara þessum bloggum þínum bara út af því að það er engu að svara!

RIKKO, 26.6.2010 kl. 17:57

6 identicon

er ekki sársaukafullt að vera alltaf svona neikvæður og leiðinlegur?

híh (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 18:30

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Aumur er sá málstaður, sem enginn treystir sér til að verja og enn aumari eru þessir fjórir síðustu nafnlausu aðdáendur höfunda, leikstjóra og leikara í leikhúsi fáránleikans.

Að ausa auri yfir aðra í ljósi dulnefna, eða nafnleyndar, er auðvirðilegasta framkoma sem hægt er að hugsa sér og segir ekkert um aðra en þau lítilmenni, sem þannig haga málflutningi sínum, ef málflutning skyldi kalla.

Getur verið að "Besti" flokkurinn eigi enga skárri fylgjendur eftir?

Axel Jóhann Axelsson, 26.6.2010 kl. 18:45

8 identicon

Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.

Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.

Ertu ekki farinn að átta þig á að þið töpuðuð síðustu kosningum vegna bullsins sem viðgengist hefur af hálfu sjálfstæðisflokksins bæði í borgar og landsmálum ,fólk var að gefa ykkur puttann með því að kjósa Besta flokkinn, þetta er óþarfa viðkvæmni hjá þér að drulla yfir Besta flokkinn hægri vinstri og oft væri þér hollt að fara eftir heilræðunum sem birtast undir myndinni af þér , nú á ég svo sem von á gusu frá þér vegna þessara orða minna so be it , mun ekki tjá mig um það. kv Fyrrverandi kjósandi Sjálfstæðisflokksins

Jón Á Benediktsson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 19:36

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, það er von að þér blöskri ummælin um "Besta" flokkinn, sérstaklega vegna þess að verið er að ræða um gerðir hans, þann stutta tíma sem liðinn er frá kosningum og þekkingarleysi Jóns (G)narrs á borgarmálunum og einstökum klaufaskap hans við að tjá sig um einföldustu atriði, sem hann er spurður um.

Ég er algerlega sammála þér.

Axel Jóhann Axelsson, 26.6.2010 kl. 20:36

10 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er bara upptekinn að vinna Axel minn.....já við í Besta flokknum erum að vinna.....ekki vera hissa :)

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 26.6.2010 kl. 23:22

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst, sumir gera oft afgerandi mistök í vinnu sinni.  Það er það, sem þið eruð að gera núna og hafið ekki einu sinni rænu á að leiðrétta, þó ykkur sé bent á vitleysuna.

Það boðar ekkert gott fyrir framhaldið á þessari vinnu ykkar.

Axel Jóhann Axelsson, 27.6.2010 kl. 09:31

12 Smámynd: Einhver Ágúst

Og hver eru þau mistök? Bentu mér á þau og ég skal gera mitt til að leiðrétta það sem hægt er....

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 27.6.2010 kl. 16:38

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ráðning aðalhandrukkara Lýsingar í fullt starf sem stjórnarformaður OR voru mikil mistök, sem búið var að gagnrýna áður en gengið var frá ráðningunni.

Það eru einmitt þessi mistök, sem eru að reyta allan stuðning af ykkur núna, enda kemur ekki einn einasti maður fram, t.d. á blogginu til að reyna að verja þessa ákvörðun.

Axel Jóhann Axelsson, 28.6.2010 kl. 06:51

14 Smámynd: Einhver Ágúst

Hefur þú hitt handrukkara? Mér er það nú stórlega til efs ef þú heldur að Haraldur sé einn af þeim. Mjög ófaglegt uppnefni af þér.

Hvernig veist þú að ráðning Haraldar Flosa séu mistök? Ertu orðinn skyggn?

Er eitthvað undarlegt að við séu að sækjast eftir sömu hæfileikum og Lýsing?

Höfum við einhverntímann sagt að við vilum endilega láta kjósa okkur aftur og heldurðu að við höfum ekki vitað að ekki yrði allt vinsælt sem þyrfti að gera?

Fyrir mér er þetta afar einfalt:

Lýsing:léleg

Haraldur Flosi:mikilvægur

Og kannski er ástæða þess að við erum ekkert að stökkva í vörn sú að við erum með trú á okkar störfum og viljum láta tímann dæma frekar en hvar menn hafa áður unnið....og það er nú ekki einsog Haraldur hafi unnið þarna árum saman eða átt fyrirtækið. Hann var ráðinn til Lýsingar vegna hæfileika sinna í að endurskipuleggja rekstur fyrirtækja og skulda.

Alveg einsog hjá OR

En eru þetta virkilega einu mistökin sem þér detta í hug? Mistök sannast nú yfileitt á afleiðingum, við skulum sjá til Axel.

En vissulega er staða OR afar slæm eftir áraraðir í höndum misviturra pólitíkusa, svo ég skil áhyggjur þínar, en eru þær ekki að mestu byggðar á að þinn eiginn flokkur stjórnar ekki þarna lengur?

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 28.6.2010 kl. 07:25

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sem betur fer, eða vonandi, eruð þið ekki búin að gera mjög mikið af mistökum á þessum tveim vikum, sem liðnar eru frá því að þið tókuð formlega við völdum, en trúverðugleikinn hvarf algerlega með ráðningu Haraldar Flosa, enda treystir enginn stuðningsmanna ykkar til verja hana.

Haraldur Flosi var áður búinn að reka fyrirtæki, sem varð gjaldþrota, þannig að ekki tókst honum að endurskipuleggja reksturinn þar, svo hann gengi.  Hins vegar efast ég ekki um að hann sé besti drengur og harðduglegur í vinnu, en óneitanlega hefur það stimplað hann illa í hugum almennings, að hafa stjórnað þeirri deild Lýsingar, sem skipulagði og annaðist vörslusviptingar og sá um að selja þessar eignir, án þess að sýna skuldurunum minnstu samúð eða vilja til að liðka til fyrir þeim, á meðan beðið væri dóms Hæstaréttar vegna gengislánanna.

Vegna þessa álitshnekkis, sem þið urðuð fyrir við ráðninguna, þá var hún mistök, en vonandi tekst Haraldi betur upp í þessu nýja hlutverki en á síðustu tveim vinnustöðum.  Önnur mistök voru reyndar að setja hann í fullt starf sem stjórnarformann, eða yfirforstjóra, þar sem stjórnendur fyrirtækisins eiga að vera ábyrgir gagnvart stjórninni og því mun þetta óneitanlega skarast með því að hann verði í fullu starfi við þetta.

Ef stjórnendum OR er ekki treystandi til að reka fyrirtækið, þá á auðvitað að segja þeim upp og ráða nýja, sem treystandi væri til þess, en ekki bæta bara við silkihúfum á háum launum.

Ég er meiri áhugamaður um velferð borgarinnar en svo, að ég setji það sérstaklega fyrir mig, að minn flokkur skuli ekki vera í meirihluta hverju sinni.  Ég hef hins vegar verulegar áhyggjur af því, þegar borgarstjóri virðist ekki hafa hudsvit á því sem hann er að gera, segir að sér dauðleiðist á fundum, sem starfið byggist að miklu leyti á og svarar öllum spurningum eins og álfur út úr hól.

Jafnvel þó slíkur maður sé gæðaskinn, fyndinn og skemmtilegur, þá er hann ekki góður málsvari fyrir stærsta fyrirtæki landsins.

Axel Jóhann Axelsson, 28.6.2010 kl. 09:25

16 Smámynd: Einhver Ágúst

Já Axel, OR verður flókið mál að greiða úr, en þú mátt trúa mér að það er verið að vinna að því hörðum höndum með hagsmuni okkar fólksins í borginni að leiðarljósi.....Haraldur er líka ekki einn í því starfi og hefur með sér mjög góðann hóp snallra manna og kvenna til verksins svo að þó að hann leiði þá vinnu gerir hann það ekki einn.

Já ég og þú getum allt að því montað okkur af því að hafa ekki unnið hjá Lýsingu eða slíkum fyrirtækjum, en það gerir nú ekki alla sem þar starfa að skúrkum. Og það verður okkur skammgóður vermir.

En verum bjartsýnir og sjáum verkin og afleiðingar þeirra. Ég held að við munum koma þér og öðrum efahyggjumönnum skemmtilega á óvart.

Kv Ágúst

Einhver Ágúst, 28.6.2010 kl. 10:25

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mikið lifandis ósköp og skelfing vona ég að þið munið koma mér og öðrum skemmtilega á óvart, ekki síst í ljósi þess að væntingarnar eru engar, þannig að ekki þarf nú mikið til að gleðja mannskapinn.

Ég er líka sammála því, að ekki á að útskúfa úr atvinnulífinu öllum þeim, sem unnu hjá fjármálafyrirtækjunum, en sumir þeirra eiga ekki mikla virðingu skilið, svona eftir því við hvað og hvernig þeir störfuðu þar.

Allir eiga skilið að ávinna sér traust að nýju, en það er ekki þar með sagt að búa þurfi til handa þeim milljón króna yfirforstjórastarf, þar sem þeir eiga að standa reikningsskil gerða sinna gagnvart sjálfum sér.  Eftir sem áður lýsir þetta miklu vantrausti á starfsmenn og stjórnendur OR og fyrst vantraustið er svona mikið, hlýtur að þurfa að fá þangað nýja starfsmenn og stjórnendur.

Svo það valdi nú ekki misskilningi, þá þarf ekkert að ráða Sjálfstæðismenn í störfin sem Sjálfstæðismenn yrðu hugsanlega reknir úr.  Það þarf bara að vera traust fólk, sem líklegt sé að hægt verði að treysta til að sinna störfum sínum almennilega og þá er mér a.m.k. alveg sama hvaða flokka það kýs.

Axel Jóhann Axelsson, 28.6.2010 kl. 10:43

18 Smámynd: Einhver Ágúst

Góður Axel.....mér þykir orðið undarlega mikið vænt um samskipti okkar...minnugur þess að við byrjuðum nú yfirleitt í einhverju tuði og allt að því skítkasti. Það eru nefnilega ekki alltaf þeir sem maður kann vel við við fyrstu kynni sem reynast bestir, stundum er gott að byrja illa ef endirinn verður góður og samskiptin þroskast. 

Ágætis sjónarmið hjá þér allt saman.

Kv Ágúst

Einhver Ágúst, 28.6.2010 kl. 11:18

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Viðkvæmnin og spennan er jafnan mikil fyrir kosningar.  Viku síðar eru allir búnir að gleyma karpinu.

Axel Jóhann Axelsson, 28.6.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband