Gagslaust Fjármálaeftirlit

Upplýst hefur veriđ ađ Fjármálaeftirlitiđ kannađi aldrei útlán fjármálastofnana vegna gengistryggđra lána, frá ţví ađ lögin sem bannađi gengistrygginguna voru sett og ţangađ til dómur Hćstaréttar féll, níu árum eftir setningu laganna.  Skýringin á ţessu eftirlitsleysi er orđuđ svo í tengdri frétt:

"Ónógar fjárveitingar, viđhorf ţess tíma til afskipta stjórnvalda af viđskiptalífinu og skortur á forgangsröđun og árćđi urđu til ţess ađ eftirlitiđ náđi ekki markmiđi sínu. Óskýr mörk milli verksviđa eftirlitsstofnana bćttu heldur ekki úr skák.

Í raun treysti Fjármálaeftirlitiđ lögfrćđingum bankanna, á sínum tíma, til ţess ađ meta lögmćti gengistryggingarinnar án nokkurrar sjálfstćđrar skođunar."

Getur ţađ veriđ skýringin á öllu ţví rugli og lögbrotum, sem viđgengust í bankakerfinu árum saman, ađ Fjármálaeftirlitiđ treysti lögfrćđingum bankanna, án sokkurrar sjálfstćđrar skođunar á verkum ţeirra og annarra bankamanna?  Ef skortur á árćđi Fjármálaeftirlitsins varđ til ţess, ađ eftirlitsskyldu var ekki sinnt, er ţá nema von ađ lögbrotin hafi gengiđ eins lengi og raun varđ á?

Ţađ er stórmerkilegt ađ lesa ţá skýringu á ađgerđarleysi eftirlitsstofnana, ađ ţćr hafi skort árćđi og traustiđ á ţeim, sem hafa átti eftirlit međ, hafi veriđ svo mikiđ, ađ ástćđulaust hafi veriđ taliđ ađ líta á verk ţeirra.

Skyldu vera fleiri eftirlitsstofnanir sem skortir árćđi til ađ sinna skyldum sínum?  Vonandi hrjáir ţađ ekki löggćsluyfirvöld landsins og glćparannsóknardeildir.  Dómstólarnir hafa sannađ ađ ţá skortir ekki árćđi til ađ dćma eftir lögum landsins, ţó ţađ komi illa viđ eftirlitslausu fjármálastofnanirnar.

Hins vegar sjá allir afleiđingarnar af skorti núverandi ríkisstjórnar á árćđi viđ stjórnun landsins. 


mbl.is FME skođađi aldrei gengislánin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Ţađ liggur fyrir í gögnum frá Fjármálaeftirlitinu frá 2007 ađ SP Fjármögnun hafđi hvorki starfsleyfi til ađ versla međ gjaldeyri eđa gengistryggđ verđbréf, né heldur framvirka samninga sem fyrirtćkiđ fjármagnađi sig međ, engu ađ síđur ađhafđist stofnunin aldrei neitt gegn fyrirtćkinu. Ţegar ţetta uppgötvađist af óháđum ađilum í fyrra og byrjađ var ađ kalla eftir skýringum frá stofnuninni, ţá brást hún viđ međ ţví ađ fjarlćgja umrćdd gögn af vefsíđu sinni. Frekari umleitan skilađi sér svo í sífellt meiri undanbrögđum, útúrsnúningum og beinlínis feluleik af hálfu stofnunarinnar. Ţađ er spikfeitur og slímugur mađkur í mysunni ţarna!

Guđmundur Ásgeirsson, 26.6.2010 kl. 23:20

2 Smámynd: Snorri Hansson

Ţađ er alveg ótrúlegt ađ ţessi lánastarfsemi skuli ganga í öll ţessi ár. Ţađ er ekki eins og lögin séu óljóst orđuđ.

Snorri Hansson, 28.6.2010 kl. 21:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband