Besti flokkurinn efnir kosningaloforð

Jón Gnarr lofaði því í kosningabaráttunni að kæmist hann til valda í Reykjavík, myndi hann hygla vinum sínum, ættingjum og félögum ríkulega með feitum og vel launuðum embættum og sporslum hjá borginni, enda ætlaði hann ekki að gera neitt sjálfur í borgarstjórastólnum, heldur láta embættismenn borgarinnar og starfsfólk annast alla þá vinnu, sem inna þyrfti af hendi.

Reyndar lofaði hann því líka, að svíkja öll kosningaloforð sín, en loforðið um bitlingana er byrjað að efna, þvert ofan í loforðið um að svíkja það.  Alversta dæmið um þetta er ákvörðunin um að verðlauna Harald Flosa Tryggvason, fyrrverandi yfirmann vörslusviptinga og eignasölu hjá Lýsingu, sem var einna illræmdast af öllum fjármögnunarfyrirtækjum landsins vegna hörku og miskunnarleysis við innheimtu "gengislána".

Ætlun Jóns Gnarrs er að gera þennan dygga stuðningsmann sinn úr kosningabaráttunni að starfandi stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, með sömu laun og allra hæst launuðu embættismenn borgarinnar njóta.  Hefði nokkrum öðrum en Jóni Gnarr dottið svona lagað í hug, hefði hinn sami verið sakaður um spillingu af verstu gerð, en einhver ný viðmiðun um spillingu virðist hafa skotið rótum með komu Besta flokksins í borgarstjórn.

Um þetta hefur verið fjallað áður á þessu bloggi og má sjá það hérna

Þegar það blogg birtist bar svo einkennilega við, að ekki einn einasti stuðningsmaður Besta flokksins reyndi að verja þessa gjörð og hafa þeir þó verið ákaflega viðkvæmir fyrir allri gagnrýni á Jón Gnarr og stjórnleysingjaflokk hans.


mbl.is Vilja ekki starfandi stjórnarformann hjá OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ekkert öðruvísi en svona

Reykvíkingar sitja uppi með þetta

Jón Snæbjörnsson, 24.6.2010 kl. 13:51

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Var Jón Gnarr ekki það besta sem í boði var í Reykjavík ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.6.2010 kl. 14:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðrún, svarið er einfalt:  NEI

Axel Jóhann Axelsson, 24.6.2010 kl. 14:57

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hvað var betra Axel ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.6.2010 kl. 17:01

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Hönnu Birnu var besti kosturinn.

Axel Jóhann Axelsson, 24.6.2010 kl. 18:39

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já þú segir nokkuð Axel. Það eru margar hliðar á þessu máli og trúlega margar réttar.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.6.2010 kl. 19:52

7 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Hanna Birna var búinn að standa sig vel og mun betur en margir forverar henna.

Jón Gnarr sem borgarstjóri er í besta falli grín af verstu sort að mínu mati. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 25.6.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband