Þungur dómur yfir forysturíkjum ESB

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri ESB, fellir þungan dóm yfir lélegri efnahagsstjórn forysturíkja ESB, Þýskalands og Frakklands, með því að segja að efnahagsvandræði evrusvæðisins skrifuðust fyrst og fremst á þeirra reikning.

Þetta rökstyður seðlabankastjórinn með því að þær hafi stuðlað að skuldavanda svæðisins með arfaslakri efnahagsstefnu og lítið gert með stöðugleikasáttmála svæðisins, sem kveður á um að fjárlagahalli megi ekki vera meiri en sem nemur 3% af landsframleiðslu.  Þessi harði dómur kemur nokkuð á óvart, þar sem álitið hefur verið að Þjóðverjar a.m.k., séu aðhaldssamir í fjármálum.

Ekki fá stjórnendur banka í Evrópu skárri umsögn frá Jear-Claude Trichet, því hann gagnrýnir háar bónusgreiðslur harðlega og segið öruggt að evrópskir bankar hefðu allir hrunið eins og spilaborg, ef þeim hefði ekki verið komið til bjargar.

Þar með er það staðfest, að bankahrun er ekki séríslenskt fyrirbrigði, þar sem allt bankakerfi Evrópu hrundi í raun, þó því hafi verið bjargað fyrir horn með gífurlegum fjárframlögum frá skattgreiðendum ESBlandanna.

Munurinn virðist aðallega vera sá, að íslensku bankarnir voru reknir á glæpsamlegan hátt og stjórnendur þeirra og eigendur eru til meðferðar hjá glæparannsóknurum um alla Evrópu, en engin slíkrannsókn hefur farið fram vegna bankanna í ESB.


mbl.is Vandræði evrunnar sök Þjóðverja og Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Munurinn er ekki sá að einhver glæpamennska hafi átt sér stað á Íslandi sem ekki átti sér stað í öllum öðrum bönkum sem dönsuðu þéttan samkvæmisdans við seðlabanka heimsins.

Munurinn er bara sá að bankarnir hér voru of stórir til að ríkið gæti bjargað þeim. Í Evrópu nota menn arðbæran iðnað, verslun og þjónustu til að niðurgreiða gjaldþrot fjármálageirans (auk landbúnaðar). Ef íslensk yfirvöld hefðu getað, þá hefðu þau gert hið sama á Íslandi. 

Geir Ágústsson, 21.6.2010 kl. 15:16

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sennilega er það rétt, Geir, að bönkunum hérna hefði verið bjargað, ef getan hefði verið fyrir hendi, en þá hefði a.m.k. dregist nokkuð lengi, að ruglið sem viðgekkst hefði komist upp á yfirborðið.

Axel Jóhann Axelsson, 21.6.2010 kl. 15:30

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jean-Claude Trichet losnar ekki undan ábyrgð á torgreindu peningastefnunni, með ásökunum á hendur öðrum höfðingjum. Evran hans er sýndarpeningur (fiat money) og á bak við hana stendur EKKERT. Höfðingjar Þriðja ríkissins geta EKKERT gert annað en horfa á hana molna niður og kennt hver öðrum um hrunið. Ástandið í ESB eru nákvæmlega eins og hérlendis  - hrun torgreindu peningastefnunnar !

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.6.2010 kl. 15:40

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er nú sá fjármálalegi "stöðugleiki" og sterka mynt, sem Samfylkingin vill ólm tengja Íslendinga við.  Eins og við eigum ekki nóg með okkur, þó við förum ekki að blanda vandamálum Evrópu þar við.

Axel Jóhann Axelsson, 21.6.2010 kl. 15:55

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sammála ykkur í því að Trichet er ekki eins saklaus og hann gefur hér í skyn, en það er sama hvaðan gott kemur, kallinn sér "ljósið" og kjarninn í þessu er jú það sem margir "alvöru" fjármálaspekingar eru að halda fram í kjölfar þessarar síðustu og verstu niðursveiflu sögunnar, gengdarlaus lántaka ríkja umfram tekjur, og svo það að "bjarga" alltaf bröskurunum á kostnað skattgreiðenda, tek næstum undir með Lofti í hans bloggi "kommúnismi" í verstu mynd.

Það alvarlegasta í þessu er þó að, ef ekki verður stungið við fæti, áhættufíklarnir látnir sitja með tapið, þá verður næsta niðursveifla ekki leyst með peningatilflutningi einum saman.

Og já ! Geir og Axel ! kannski varð hrunið á Íslandi til að “gríman” féll af bankabandíttunum og suðugleraugun af okkur hinum, svo fátt er svo með öllu illt....

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 21.6.2010 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband