Sanngjörn niðurstaða vegna "gengislánanna"

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, telur líklegt að vextir seðlabankans vegna óverðtryggðra lána verði látnir gilda við uppreikning á lánum með gengistryggingu, sem Hæstiréttur hefur nú dæmt ólöglega.

Þetta verður að teljast eðlileg og sanngjörn niðurstaða, þar sem engum dettur í hug, að óverðtryggð lán geti verið með 2-3% vöxtum í þeirri verðbólgu, sem plagað hefur þjóðfélagið undanfanin ár.  Ástæða er til að óska þeim lántakendum, sem þetta nær til, til hamingju með þá miklu lækkun höfuðstóls lánanna, sem þetta hefur í för með sér.

Þessi lækkun höfuðstóls "gengislánanna" og afborgana af þeim mun hafa mikil og góð áhrif á efnahagslífið, þar sem þeir sem hafa verið í spennitryju þessara lána undanfarin ár, geta nú farið að veita sér eitthvað annað en stanslaust strit fyrir afborgunum þessara lána.

Væntanlega er þetta upphaf blómlegri verslunar á næstunni, að ekki sé minnst á þann kipp, sem hlýtur að koma í viðskipti með notaða bíla.


mbl.is Líklegt að vextir Seðlabanka gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Viðskiptaráðherra virðist ekki hafa lesið lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Þar segir í kaflanum um almenna vexti:

II. kafli. Almennir vextir.


3. gr. Almenna vexti skal því aðeins greiða af peningakröfu að það leiði af samningi, venju eða lögum. Vexti skal greiða frá og með stofndegi peningakröfu og fram að gjalddaga.


4. gr. Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr.

Það leiðir af lánasamningum gengistryggðu lánanna, venju (venjan er að standa við samninga) og lögum (allavega að mati Hæstaréttar í þremur dómum kveðnum upp samtímis) að vextir skulu vera LIBOR-vextir að viðbættu álagi bankanna, á bilinu 2-4%. Hundraðslhluti vaxtanna var því tiltekinn svo þetta ákvæði um almenna vexti á einfaldlega ekki við um þessa samninga. Gylfi er að bulla.

Theódór Norðkvist, 18.6.2010 kl. 21:39

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Axel Jóhann:

Ég er að sumu leyti sammála þér.

Ég fann hins vegar aldrei fyrir meðaumkun neinna vegna mín gengistryggða láns, því flestir voru þeirrar skoðunar að ég hefði tekið séns og tapað!

Núna eru flestir þeirrar skoðunar að við eigum að borga verðtryggingu og hæstu vexti en til vara hæstu vexti Seðlabankans.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.6.2010 kl. 21:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Varla getur nokkrum manni dottið í hug að eðlilegir vextir af óverðtryggðu láni séu 3-5%, enda var ekki gert ráð fyrir þeim kjarakjörum, þegar lánin voru tekin.

Axel Jóhann Axelsson, 18.6.2010 kl. 22:33

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sá sem semur af sér á að bera skaðann af því sjálfur. Honum var nær.

Theódór Norðkvist, 18.6.2010 kl. 23:43

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Theódór, það voru tveir aðilar að hverjum lánasamningi og báðir virtust skrifa undir í þeirri  trú að um fullkomlega löglega gerninga væri að ræða, enda véfengdi enginn að gengisviðmiðunin væri lögleg fyrr en eftir hrun.  Ekki einn einasti lögspekingur gaf út álit um að svona lán væru ekki algerlega eðlileg og lögleg.

Lántakendur hafa margir sagt hér á blogginu að þeir hafi átt von á 20-30% gengisfellingu og þar með samsvarandi hækkun höfuðstóls lánsins og verið undir það búnir og talið það ásættanlegt vegna þess hve hagstæða vexti lánin bæru.

Þegar í ljós kemur að lánasamningur þessara tveggja aðila er ekki lögformlega réttur, þá hljóta báðir aðilar að sættast á sanngjarna leiðréttingu á lánskjörunum.

Í þessu tilfelli getur ekki talist ósanngjarnt að venjulegir vextir óverðtryggðra lána verði reiknaðir í stað gengistryggingar og þeirra vaxta sem henni fylgdi.

Lántakendurnir geta fagnað slíkri breytingu, enda er hún miklum mun hagstæðari fyrir þá en upphaflegi samningurinn reyndist.

Axel Jóhann Axelsson, 19.6.2010 kl. 00:02

6 identicon

Það er ekki hægt að breyta samningsbundnum vöxtum í gengislánum.

Neytenda lög.

Ákvæði 3. mgr. 36. gr. c. sömu laga er svohljóðandi:

„Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í

heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.“

Gunnar Ársæll Ársælsson (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 00:58

7 Smámynd: Bragi Sigurður Guðmundsson

Nú kemur hið rétta eðli stórskuldara sem kröfðust "réttlætis". Nú segja þeir samningur er samningur og skiptir engu máli hvort hann sé ósanngjarn eða ekki. Þetta er hvort eð er svo vont fólk sem lánaði okkur.

Að fara fram á að greiða aðeins til fólksins sem lánaði lántakanda aðeins 3 til 4% vexti af láninu í 8% verðbólgu er ekkert annað en tilraun til að sleppa við  að greiða skuld sína.  Þetta eru í besta falli sníkjur.

Bragi Sigurður Guðmundsson, 19.6.2010 kl. 03:54

8 identicon

Þessir samningar voru gerðir með allri áhættu hjá skuldara. Nú þegar gengistryggingin er dæmd ólögleg, þá stendur restin af samningnum eftir, áhættan er búin að snúast skuldara í hag, og þá verður allt vitlaust.

Hvað með ábyrgð sýslumanna sem hafa þinglýst þessum gjörningum, og jafvel lýst fólk gjaldþrota vegna þeirra. Slík gjaldþrot hljóta að vera ólögleg, að maður tali ekki um þær eignir sem fólk hefur verið svift. og jafnvel búið að endurselja til annara aðila.

Þó að Hæstiréttur sé búinn að dæma, þá er þessu engan vegin lokið.

Kristinn (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband