Varð ekki trúður, en borgarstjóri í staðinn

Jón Gnarr þreytist ekki á að lýsa þeim berskudraumi sínum að verða trúður í Sirkus Billy Smart, en sá draumur hafi því miður aldrei ræst, en það næsta sem hann hafi komist í að uppfylla æskudrauminn hafi verið með því að verða borgarstjóri í Reykjavík.

Góðir trúðar eru þeim eiginleikum gæddir, að þeir geta bæði fengið fólk til að hlæja og gráta, oftast með látbragðsleik einum saman og oft skemmir bara fyrir, ef þeir reyna að bæta tali og texta inn í atriði sín.  Utan sirkushringsins er sagt að hinir bestu trúðar séu oft hæglátir, feimnir og ekkert endilega skemmtilegir í mannlegum samskiptum, enda ekki tamt að tjá sig í orðum.

Jón Gnarr á það sameiginlegt með mörgum öðrum trúðum, utan sirkustjaldsins, að vera ótrúlega klaufalegur í svörum, kemur illa fyrir sig orði, rekur oft í vörðurnar og lætur hreinlega illa að tala öðruvísi en eftir fyrirfram skrifuðu handriti.  Í tilfelli borgarmálanna er hann algerlega á gati og svarar yfirleitt út í hött, enda hefur hann ekki hugmynd um hvað málin snúast innan borgarkerfisins og þó fólk stökkvi ekki alskapað inn á þann vettvang, frekar en annan, þá væri að minnsta kosti hægt að ætlast til, að reynt væri að kynna sér þau mál, sem fólk tekur að sér að sinna í annarra umboði.

Leiktjöldin hafa verið dregin frá og sirkussýningin er byrjuð, með Jón Gnarr í hlutverki trúðsins.

Aðrir borgarfulltrúar virðast aðallega vera búningahönnuðir og "sminkur" sem sjá um andlitsfarðann.

 


mbl.is Jón Gnarr með lyklavöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SeeingRed

Ekki vera svona svekktur.

SeeingRed, 16.6.2010 kl. 09:06

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hva, voða ertu eitthvað svekktur út í Jón Gnarr.

Er ekki fínt að fá þennan gleðipinna sem borgarstjóra ? Svo ku hann vera með taugar til Sjálfstæðisflokksins..

hilmar jónsson, 16.6.2010 kl. 10:36

3 identicon

Semsagt þú villt fá pólitikusa sem geta svarað vel fyrir sig í fjölmiðlum og komið með pólitiskar ræður sem enginn skilur og lætur eins og hann viti allt og hvað þurfi að gera þó að hann í raun viti ekki neitt.

Axel við höfum prófað það í annsi langan tíma, sveitarfélögin og Reykjavík eru ekki í góðum málu. Afhverju ekki að prófa eitthvað nýtt. Sjáum hvernig gengur og dæmum manninn eftir verkum en ekki hvort hann geti haldið pólitískar ræður í fjölmiðlum.

Tryggvi (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 10:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég er alls ekki svekktur út í Jón Gnarr, enda veit ég ekki betur en hann sé hinn vænsti maður.  Ég er einungis að tala um það, hvernig hann ber saman borgarstjóraembættið og trúðshlutverk hjá Sirkus Billy Smart.  Þetta eru hans eigin orð, ekki mín.  Þegar hann tók við lyklunum af Hönnu Birnu sagði hann að nú sannaðist að menn gætu komist langt í lífinu með fíflagangi.

Jón er að taka við stóru embætti með mikilli ábyrgð og það er lágmark að hann geti svarað fyrir sig við einföldustu tækifæri, án þess að líta líta eins kjánalega út og hann gerir oftast, einmitt vegna ótrúlega kauðalegra svara við einföldustu spurningum.

Fólk í þessum störfum þarf ekki að geta haldið þrumandi pólitískar ræður við öll tilefni, aðeins að geta komið hugsun sinni sæmilega frá sér og hafa, þó ekki væri nema örlitla hugmynd um hvað það er að tala.

Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2010 kl. 11:14

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Já það verða alltaf einhverjir sem halda það að Kardimommubærinn sé ekki til....

Einhver Ágúst, 16.6.2010 kl. 13:50

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Víst er Kardimommubærinn til og þar er fólk bráðskemmtilegt og kemur líka vel fyrir sig orði.

Axel Jóhann Axelsson, 16.6.2010 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband