15.6.2010 | 08:52
Ekkert rætt um fjárhagsstöðu heimilanna á síðasta degi þingsins
Síðasti dagur þessa þings er runninn upp og eru fyrirséðar miklar annir á þingfundi í dag, enda eru 23 mál til afgreiðslu, þar af allmörg til lokaafgreiðslu.
Í gær lýstu ýmsir þingmenn því yfir, að ekki kæmi til greina að fresta þinginu, án þess að málefni heimilanna í landinu fengju sómasamlega afgreiðslu áður en síðasta þingfundi yrði slitið. Einna sterkust yfirlýsing þar um kom frá fjármálaráðherranum, Steingrími J. Ef dagskrá þingsins í dag er skoðuð, kemur í ljós að ekki eitt einasta mál, sem tengist fjárhagsvanda heimilanna er á dagskránni, nema vera skyldi liður nr. 7. sem nefnist "Aðför og gjaldþrotaskipti (árangurslaust fjárnám)"
Ýmis bráðnauðsynlegri mál, en vandi heimilanna, er hinsvegar til umræðu og má þar t.d. nefna frumvarp um erfðabreyttar lífverur og siðareglur fyrir stjórnarráðið. Hvort tveggja bráðnauðsynleg mál, sem ekki geta beðið til haustsins, eins og fjármálin og atvinnumálin.
Til glöggvunar er líklega rétt að birta dagskrá þessa síðasta þingfundar hér fyrir neðan, svo fólk geti kynnt sér brýnustu málin, sem til úrlausnar eru á Alþingi á lokadegi þingsins:
142. þingfundur 15.06.2010 kl. 10:00
1. | Óundirbúinn fyrirspurnatími. |
2. | Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra varamanna í kjararáð, frá 1. júlí 2010, til fjögurra ára, skv. 2. gr. laga nr. 47 14. júní 2006, um kjararáð. |
3. | Kosning eins aðalmanns og eins varamanns í dómnefnd skv. 2. gr. laga nr. 45/2010 um breyting á lögum um dómstóla, nr. 15/1998, með síðari breytingum. |
4. | Upprunaábyrgð á raforku (EES-reglur) 576. mál, lagafrumvarp iðnaðarráðherra. 3. umræða. |
5. | Skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra (EES-reglur, tímamörk í upplýsingagjöf) 484. mál, lagafrumvarp félags- og tryggingamálaráðherra. 3. umræða. |
6. | Sameining Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands 508. mál, lagafrumvarp dómsmála- og mannréttindaráðherra. 3. umræða. |
7. | Aðför og gjaldþrotaskipti (árangurslaust fjárnám) 447. mál, lagafrumvarp dómsmála- og mannréttindaráðherra. 3. umræða. |
8. | Höfundalög (EES-reglur, takmarkanir á höfundarétti o.fl.) 523. mál, lagafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. 3. umræða. |
9. | Ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi (heildarlög) 574. mál, lagafrumvarp iðnaðarráðherra. 3. umræða. |
10. | Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum (EES-reglur, aukin vernd launamanna) 556. mál, lagafrumvarp félags- og tryggingamálaráðherra. 3. umræða. |
11. | Stjórnlagaþing (heildarlög) 152. mál, lagafrumvarp forsætisráðherra. 3. umræða. |
12. | Samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012 582. mál, þingsályktunartillaga samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Síðari umræða. |
13. | Þjóðaratkvæðagreiðslur (heildarlög) 112. mál, lagafrumvarp forsætisráðherra. Frh. 2. umræðu. |
14. | Erfðabreyttar lífverur (EES-reglur, upplýsingagjöf til almennings) 516. mál, lagafrumvarp umhverfisráðherra. 2. umræða. |
15. | Innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta (EES-reglur, heildarlög) 255. mál, lagafrumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra. 2. umræða. |
16. | Stjórnarráð Íslands (siðareglur) (siðareglur) 375. mál, lagafrumvarp forsætisráðherra. 2. umræða. |
17. | Afgerandi lagaleg sérstaða Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi 383. mál, þingsályktunartillaga BirgJ. Síðari umræða. |
18. | Stjórn fiskveiða (byggðakvóti) (byggðakvóti) 424. mál, lagafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 2. umræða. |
19. | Stjórn fiskveiða (tilfærsla aflaheimilda) (tilfærsla aflaheimilda) 468. mál, lagafrumvarp EKG. 2. umræða. |
20. | Stofnun opinbers hlutafélags um vegaframkvæmdir 650. mál, lagafrumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. 2. umræða. |
21. | Varnarmálalög (afnám Varnarmálastofnunar) 581. mál, lagafrumvarp utanríkisráðherra. 2. umræða. |
22. | Vatnalög og varnir gegn landbroti (afnám laganna) 577. mál, lagafrumvarp iðnaðarráðherra. 2. umræða. |
23. | Veiting ríkisborgararéttar 667. mál, lagafrumvarp allsherjarnefndar. 1. umræða. |
Þétt dagskrá á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er sérkennilegt - EN
í umræðunum í gær heyrði ég aðeins örfáar ræður - þar bar af ræða Róberts Marshall.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.6.2010 kl. 09:18
það skildi þá ekki vera að nefndin sem vinnur að skuldavanda heimilana, fái að vinna málið aftur og þing komi saman aftur 24. júní og afgreiði þá "skotheldari" aðgerðir, eins og Pétur H. Blöndal, hefur margoft óskað eftir.
Það vekur líka athygli, mál nr. 9 Ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Það er auðvitað besta mál, ef að það mál nær í gegn og eitthvað fer að gerast í hér í atvinnuuppbyggingu. Fyrir tveimur vikum ca. voru afgreidd frá Alþingi "sérlög" frá Alþingi, vegna gagnavers í Reykjanesbæ, sem sagt er að sé byggt á þeim lögum sem mál nr. 9 varðar. Hvað varð til þess að "betra" þótti að dreifa kröftum manna þannig, að fyrst væri hafin vinna við heildarlög, en svo slakað á þeirri vinnu, svo hægt væri að semja "sérlög" byggð á þessum heildarlögum? Hefur það eitthvað að gera með það hverjir standa að gagnaverinu? Eins og þeir vita sem kynnt sér hafa gagnaverið, þá er nánasti samstarfsmaður Björgólfs Thors í því verkefni, Vilhjálmur Þorsteinsson, varaþingmaður Samfylkingar og formaður stýrihóps Iðnaðarráðherra um orkunýtingu.
Sé svo, þá má spyrja hvort "sérlögin", feli í sér meiri ívilnanir, en heildarlögin?
Kristinn Karl Brynjarsson, 15.6.2010 kl. 10:59
Voru "sérlögin" ekki keyrð í gegn um þingið til þess að eiga ekki á hættu að sú fyrirgreiðsla sem þau fólu í sér væri orðin gulltryggð, ef ekki tækist að ljúka við að afgreiða heildarlögin fyrir þinglok?
Það er mikið lagt á sig til að "réttir" menn verði ekki fyrir óþarfa töfum.
Axel Jóhann Axelsson, 15.6.2010 kl. 11:13
Það hefur, eftir því sem ég best veit, verið þingmeirihluti fyrir heildarlögunum. Heildarlögin hafa hins vegar legið mánuðum saman inn í Fjármálaráðuneyti, á meðan Steingrímur J. og Indriði hafa verið að skoða "tæknilegar skattaútfærslur", eins og það heitir á "fagmáli" VG.
Kristinn Karl Brynjarsson, 15.6.2010 kl. 11:32
Það er einmitt þess vegna, sem hætta var á að heildarlögin myndu daga uppi.
Axel Jóhann Axelsson, 15.6.2010 kl. 11:42
Þetta er í rauninni glæpur gegn lýðræðinu, framinn af hinum lýðræðiselskandi hæstvirtum fjármálaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni.
Forseti þingsins, hefur úrræði, til að koma í veg fyrir málþóf, þó þeim sé sjaldnast beitt. En engin úrræði virðast vera gegn "málfrystingu" eins og VG hafa beitt í þessu máli. Máli sem að nýtur stuðnings góðs meirihluta þingsins.
Kristinn Karl Brynjarsson, 15.6.2010 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.