Steingrímur J. er skilningsríkur á vilja þjóðarinnar, en hunsar hann samt

Í viðtali við Moggann segist Steingrímur J. skilja vel, hvers vegna stór meirihluti þjóðarinnar sé andvígur því að Ísland verði innlimað sem smáhreppur í væntanlegt stórríki Evrópu.

Eftirfarandi klausa úr viðtalinu sýnir vel skilning Steingríms á málinu:  Fólk fylgist með fréttum af erfiðleikum víða í Evrópu, stöðu evrunnar og fjárhagsvanda margra ríkja.  Aukin Evrópusamvinna virðist ekkert sérstaklega spennandi við þær aðstæður,“ segir Steingrímur og bendir á svipaða þróun í viðhorfi almennings í löndunum í kringum okkar."

Það er ekki nóg með að formaður VG hafi fullan skilning á viðhorfi almennings á Íslandi, heldur skilur hann vel hvernig margir í löndunum í kringum okkur hugsa ESB þegjandi þörfina.  Hins vegar virðist formaðurinn ekki hafa neinn skilning á afstöðu sinna eigin flokksmanna, sem ítrekað hafa samþykkt á þingum sínum að Ísland skuli alls ekki ganga í bandalagið og reyndar hafa þeir á sinni stefnuskrá að sækja ekki einu sinni um aðild.

Það er mjög gott og ánægjulegt, þegar ráðamenn eru skilningsríkir á vilja þjóðar sinnar. 

Enn betra væri, ef þeir virtu þann vilja einhvers.


mbl.is Skilur lítinn stuðning við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tók líka eftir hium öfugsnúna réttlætingartóni Steingríms í þessu viðtali – réttlætandi það, að umsókninni um "aðild"=innlimun verði bara haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorizt, þrátt fyrir að sjö af hverjum tíu, sem afstöðu taka í nýbirtri skoðanakönnun, telja að draga eigi umsóknina til baka. Af hverju knýr hann ekki á um, að fram komin þingsályktunartillaga um, að umsóknin verði dregin til baka, fái þinglega meðferð – fáist rædd og um hana greidd atkvæði? Vill hann áfram eyða í þessa vitleysu hundruðum og þúsundum milljóna króna? Er hnn ekki maðurinn, sem á að passa upp á ríkiskassann? Og væri það ekki vilji óbreyttra flokksmanna hans, að nefnd tillaga fólks í fjórum flokkum (þ. á m. Ásmundar Einars Daðasonar í VG) fáist rædd?!

Jón Valur Jensson, 15.6.2010 kl. 08:04

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Valur, það er nú þannig, að skilningur Steingríms J. er ekki djúpstæðari en það, að hann gerir ekkert með vilja fólksins í þessu máli, frekar en Icesave málinu, en þrátt fyrir að hafa þá lýst yfir skilningi á atstöðu þjóðarinnar, er hann ennþá jafn staðfastur í því, að endurnýja Icesavesamninginn sinn við fjárkúgarana í Brussel og London.

Afstaða hans til fyrirhugaðrar ESBinnlimunar landsins er alveg óskiljanleg í ljósi fyrri yfirlýsinga hans sjálfs og margítrekaða stefnumörkunar VG í þá veru, að hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB.

Eins og þú segir er Steingrímur J. gæslumaður sameiginlegs sjóðs þjóðarinnar og ætti strax að hætta fjáraustrinum í bjölluatið í Brussel.

Axel Jóhann Axelsson, 15.6.2010 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband