14.6.2010 | 22:44
Byrja á að spá öllu illu - hælast svo af því að það rætist ekki að fullu
Enn rær Steingrímur J. á sömu mið og áður, hælist um af því að hlutirnir gangi betur en "spáð" hafði verið þegar ríkisstjórnin tók við, fyrir sextán mánuðum síðan. Ríkisstjórnin byrjaði feril sinn á því að spá öllu illu fyrir þjóðinni, efnahags- og atvinnumálum og kemur svo núna og klappar sjálfri sér á bakið fyrir hvað allt hafi nú gengið betur en "spáin" gerði ráð fyrir.
Í fyrra kynnti Steingrímur J. gífurlegar skattahækkanir, svo miklar að þjóðin stóð á öndinni yfir þeim ósköpum, sem yfir hana myndu dynja í þeim efnum. Nokkrum mánuðum síðar voru kynntar skattahækkanir, sem voru töluvert minni, en upphaflega hafði verið boðað og þá var því borið við, að vegna betri stöðu en "spáð" hafði verið, þyrfti ekki að hækka skatta eins mikið og áður hefði verið gert ráð fyrir. Þjóðin varpaði öndinni léttar og sætti sig við skattahækkanabrjálæðið, vegn þess að það var þó ekki eins brjálæðislegt og "spáð" hafði verið.
Nú segir Steingrímur J. að fylla þurfi upp í 43 milljarða gat á fjárlögum næsta árs, en það er 10 milljörðum minna en "spáð" hafði verið og af upp í þessa 43 milljarða verði "aðeins" 11 milljarðar fjármagnaðir með nýjum skattahækkunum og það sé talsvert minna, en áður hafði verið "spáð"
Þjóðin sættir sig við allt, bara ef það er miklu betra en áður hafði verið "spáð".
Verkefnið er að takast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En hvað ef hlutirnir skyldu fara að lagast ? Hvað gerum við þá??
Sveinn Jónsson (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 22:58
Steingrímur sagði"Allt hefur breytst til betri vega".En hann getur ekki þakkað sér það,heldur þjóðinni,sem vill ekki gefast upp.
Ingvi Rúnar Einarsson, 14.6.2010 kl. 23:05
Við verðum ofsakát, sérstaklega ef hlutirnir lagast meira en spáð hefur verið.
Axel Jóhann Axelsson, 14.6.2010 kl. 23:06
Ótrúlegt! það fer meira að segja í taugarnar á fólki þegar hlutirnir ganga betur en á horfðist! Kanski spurning um að brosa stundum og vera pínu jákvæð
Jóhann (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 23:09
Jóhann, það er enginn vandi að blekkja fólk með því að spá öllu illu og gleðja það svo með því að "spáin" hafi ekki ræst.
Sumir láta blekkjast af þessari áróðurstækni hvað eftir annað. Flestir sjá þó í gegnum sjónarspilið.
Axel Jóhann Axelsson, 14.6.2010 kl. 23:15
Ríkisstjórnin byrjaði feril sinn á því að spá öllu illu fyrir þjóðinni, efnahags- og atvinnumálum og kemur svo núna og klappar sjálfri sér á bakið fyrir hvað allt hafi nú gengið betur en "spáin" gerði ráð fyrir.
Axel Jóhann, þessi málflutningur er þér ekki samboðinn. Nú skora ég á þig að finna og birta það að núverandi Ríkisstjórn hafi byrjað feril sinn með því að spá öllu illu fyrir þjóðinni, þessi Ríkisstjórn hefur miklu fremur talið kjark í þjóðina.
En þú ert greinillega fastur í þessu gamla fari að nota allt í áróðursskyni hvort sem það er rétt eða rangt, það er enn stundað að sjá allt í svart/hvítu.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 14.6.2010 kl. 23:25
Steingrímur J. sagði þessi orð sjálfur í Eldhúsdagsumræðunum og fréttin fjallaði einmitt um það sem hann sagði. Lestu hana aftur Sigurður.
Axel Jóhann Axelsson, 15.6.2010 kl. 00:13
Undirstaðan heimili og fyrirtækin eru flest gjaldþrota verða gerð upp í haust, hvað táknar það?
Svar: Annað hrun öllu meira en það fyrra!
Sigurður Haraldsson, 15.6.2010 kl. 02:06
Sigurður Haraldsson, það eru miklu færri heimili í vandræðum, en "spáð" hafði verið, eftir því sem Jóhanna og Steingrímur J. segja.
Axel Jóhann Axelsson, 15.6.2010 kl. 05:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.