Kínverjar sækja í sömu hagsmuni á Íslandi og ESB

Kínverjar hafa verið ótrúlega hjálplegir Íslendingum upp á síðkastið, t.d. stutt okkur dyggilega í glímunni við AGS um endurskoðun samningsins um efnahagssamvinnuna við sjóðinn, en Bretar, Hollendingar og norðurlöndin hafa reynt að flækjast þar fyrir, í tilraunum sínum til að kúga þjóðina til uppgjafar vegna Icesave.

Einnig hafa Kínverjar og Íslendingar gert með sér gjaldeyrisskiptasamning sem Su Ge nýr sendiherra Kína á Íslandi, segir að  sé með fádæmum, en aðeins sex til sjö ríki hafi fengið viðlíka samning við kínverska seðlabankann.

Kínverjar eru ekki að gera þetta af eintómri hjartagæsku í garð Íslendinga, heldur eru þeir að hugsa um sína eigin hagsmuni á norðuhveli jarðar, en innan ekki svo langs tíma munu siglingar hefjast milli heimsálfa um norðuhöf og Kínverjar hafa lýst áhuga sínum á Íslandi sem umskipunarhöfn, þegar þar að kemur.  Hugsanleg olíuvinnsla í lögsögu Íslands í framtíðinni spillir heldur ekki fyrir, enda eru Kínverjar vanir að skipuleggja sína hagsmuni áratugi fram í tímann.

Enn annað sem Kínverjar líta til, er raforkan, því þeir hafa hug á stóriðju hérlendis og eru reyndar þegar byrjaðir að kanna þau mál og hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf við Landsvirkjun.

Þetta eru sömu hagsmunir og ESB ásælist með því að vilja innlima landið sem hrepp í stórríki Evrópu, sem reyndar virðist vera á fallandi fæti, áður en það varð nokkurn tíma almennilega gangfært.

Í tilefni af þessum fréttum skal ítekuð sú ráðlegging að hefja nú þegar kennslu í kínversku í íslenskum skólum, sem skyldufag.  Draga mætti úr þýskukennslu í staðinn, enda munu Kínverjar einnig ráða ESB áður en yfir líkur.


mbl.is Kína hjálpaði Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála þér, og kíktu á þennan pistil

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.6.2010 kl. 20:10

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Pistillinn þinn var virkilega góður, Guðrún, og ég er algerlega sammála þér.  Næðist slíkur vatnssölusamningur, eins og þú talar um, við Kínverjana væri hægt að skapa ótrúlega mikinn fjölda starfa í þeirri einu grein.

Við þurfum ekkert ESB, en góðir viðskiptasamningar við Kínverjana gætu eytt atvinnuleysiskránni hérna á stuttum tíma.

Axel Jóhann Axelsson, 14.6.2010 kl. 20:29

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Takk Axel, við erum núna í aðstöðu til að koma með þessa tillögu.

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.6.2010 kl. 20:40

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einmitt, enda er ekki annað að skilja af fréttinni, en að Kínverjar séu áhugasamir um frekari viðskiptasamninga.  Þeir þurfa reyndar ekki að vera stórir á þeirra mælikvarða, til að skipta íslenskan efnahag miklu.

Axel Jóhann Axelsson, 14.6.2010 kl. 20:45

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

það er mjög fróðlegt að skoða kínverskan neytendamarkað með aðstoð google þýðingar, en þar slær maður inn leitarorðum eins og vatn eða gosdrykkur og fær samstundis kínversku táknin, þá getur maður googlað þau og fengið kínversku heimasíðurnar upp á íslensku. Að vísu er íslenska mjög barnaleg í þessum þýðingum en þetta sleppur alveg til að gera sér grein fyrir Kínverska neytendamarkaðnum. Þarna erum við að tala um 1 þúsund og þrjúhundruð milljónir manns, en ESB markaðurinn telur 500 milljónir manns.

Ef að reglubundnir vatnsflutningar hæfust til Kína, þá gæti útflutningur á íslenskum bjór og gosi þangað komið í kjölfarið.

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.6.2010 kl. 20:53

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég las það einhvern tíman, að fjárfestingar milli landa á ESB-svæðinu, væru frekar takamrkaðar, eða í það minnsta, mun minni en maður skildi ætla að efni stæðu til.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.6.2010 kl. 21:04

7 identicon

Er þetta eitthvað grín hjá ykkur? Þetta hljómar allt eins og enn einn naglinn í líkkistuna, hvort sem það er ESB eða Kína. Hvernig í ósköpunum kemur það okkur til góða að Kínverjar vaði hér um eins og þeir vilja? Má vera að þetta kallist "samstarf" á þessum tímapunkti, en eins og þú bendir á Axel, þá eru Kínverjarnir að plana langt fram yfir það.

Ef ykkur líst illa á að VG stjórni landinu, bíðið bara þangað til að Kínverjarnir fara að skipta sér af hvað þið segið á opinberum vettvangi og banni ykkur að nota vefi á borð við Facebook, Google og Moggabloggið. ;)

Kínversk yfirvöld eru ekki af hinu góða. Langt í frá. En góðu fréttirnar eru þá kannski þær að við endum ekki með haug af moskum og reiðum konum sem neita að sýna andlitið í strætó, eins og hin Norðurlöndin eru að lenda í.

Jón Flón (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 21:17

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn Karl, það er staðreynd að á þeim áratugum sem Ísland hefur verið aðili að Evrópska efnahagssvæðinu hafa engar evrópskar fjárfestingar verið hérlendis.  Þær tiltölulega litlu erlendu fjárfestingar sem hér hafa verið eru ameriskar, en ég man ekki eftir neinum fjárfestingum af hálfu Evrópubúa, aðrar en að það voru Danir, sem keyptu málningarverksmiðjuna Hörpu, sem varla telst til stórra fjárfestinga.

Þessi áratuga reynsla sýnir að evrópskir fjárfestar hafa ekki nokkurn áhuga á Íslandi og innlimun í ESB myndi engu breyta þar um.

Axel Jóhann Axelsson, 14.6.2010 kl. 22:03

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já það var eiginlega það sem ég ætlaði að koma að, að þrátt fyrir að ESBlöndin séu velflest í einum hnapp eða nálægt hvort öðru, þá er fjárfesting, þeirra í millum lítil.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.6.2010 kl. 22:11

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óttalegt rugl alltaf hreint allstaðar.

Ísland á rétt á því að gerast aðili að sambandi fullvalda lýðræðisríkja Evrópu.  (Skal sína ykkur hvað þarf til til að eiga rétt á slíku.  það er ekkertleyndarmál og öllum opinbert og ætti að vera öllum kunnugt sem hafa 1% þekkingu eða meira)

En nei, þið viljið það ekki!  Þið viljið eigi gerast aðilar að sambandai fullvalda lýðræðisríkja Evrópu sem er í fararbroddi mannréttinda og rétindi einstaklinga auk allra annara mála glóbalt.  Flott og kúl samtök sem allstaðar eru tekin til fyrirmyndar af siðmentuðum ríkjum og reynt að líkja eftir.

Þið vilji ganga í Kína! KÍNA!!  Með öll sín manréttindabrot og kúgun.

Við svona fólk segi ég aðeins eitt.  Nefnilega:  Bjakk!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.6.2010 kl. 22:21

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ómar Bjarki, viðskiptasamningar við Kína, þýða ekki það sama og að ganga í KÍNA.

Ekki tek ég nú heldur undir að ESB séu flott og kúl samtök, enda við það að liðast í sundur vegna efnahagsörðugleika.  Við þurfum ekkert að leita til Evrópu í þeim efnum og frekari tenging við stórríki Evrópu flýtir ekkert fyrir efnahagsbata hér.

Axel Jóhann Axelsson, 14.6.2010 kl. 22:29

12 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Axel.Þú komst inn á það að evrópskir fjárfestar hafa engan á huga á Íslandi.Ég er samfærður um að breyting yrði á,ef okkur tækist að gera samninga við Kína,um veigamikil viðskipti.Þeir(evrópskir fjárfestar) vildu örugglega reyna ná í brot af þeirri köku,sem myndaðist,um slíka samninga.Alþjóð veit að staða Kínverja er sterkust á meðal þjóða.

Ég er hrifinn af tillögu Guðrúnar Sæmundsdóttir um neysluvatnsflutninga.Ef um umskipunarhöfn yrði að veruleika,þurfa skipin,sem koma með vörur frá Kína,að hafa fram að flytja tilbaka.

Það hefur komið fram hjá andstæðingum Kínverjum,að þeir brjóta á mannréttindum heima fyrir,sem og nálægðum ríkjum.En staðreyndin er sú,að sá ljóður er að finna alls staðar í heiminum.Jafnvel hér á landi.

Möguleikar okkar Íslendinga eru margir,en við verðum að sýna mikla gát,í öllum okkar samningum.Við erum tilbúnir að taka við fjárfestum,en það verða vera menn,sem eru tilbúnir að ofra sínu eigið fé.Ekki þá sem óska eftir fjármunum á láni frá Íslendingum eða lækkunar á sköttum og ætla síðan að hirða gróðan,en láta þjóðina um tapið.

Ingvi Rúnar Einarsson, 14.6.2010 kl. 22:37

13 identicon

Ísland er á góðri leið með að verða nýlenda einhverntíman í ekki svo fjarlægri framtíð ef þróun undanfarinna nokkurra ára heldur áfram. Þeir byrja smátt, rétta okkur smá gulrót fyrst og ef við bítum á agnið þá er ekkert aftur snúið, verst að íslendingar segja ekki orð, eins og þetta magma mál, mér fannst sá gjörningur vera landráð og ekkert annað.

Þú ferð ekki og réttir sveltandi barni brauð og kallar það góðverk og heimtar svo um leið að barnið gefi þér jakkann sinn á móti. Eða allavega er það mjög hrokafullt af kínverjum að koma hérna inn með einhverja smáura á þeirra mælikvarða (gulrótin) og þykjast vilja hjálpa okkur, og svo um leið tala þeir um að komast í orkuvinnsluna hérna, opna umskipunarhafnir og olíuvinnslu þegar norðurleiðin opnast gegnum íshafið ofl í þeim dúr. Og fólk segir bara ohhhhh æðislegt money money money seljum ömmu og afa svo við getum átt jeppann áfram. Íslendingar hafa nákvæmlega ekki snefil af sjálfstæðisanda eða sjálfsvirðingu eftir.. látum bara heiminn taka okkur í þurrt r**** allveg eins og við látum útrásargerpin og ríkisóstjórnina gera, við erum hvort eð er orðin svo aum í r**** að smá sársauki í viðbót skiptir varla mál.

En jæja leggjum endilega grunninn að því að missa sjálfstæði okkar og auðlindir, um að gera, við erum hvort eð er byrjuð með þessu magma landráðamáli.

Kristbjörg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 22:42

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristbjörg, er ekki ESB áróðurinn einmitt grundvallaður á því, að það myndi efla svo sambandið og viðskiptin við Evrópu.  ESBsinnar neita því algerlega, að innlimun í stórríki Evrópu jafngildi fullveldisafsali, jafnvel þó breyta þyrfti greininni um fullveldið í stjórnarskránni í þá veru, að heimilt yrði að deila fullveldinu með öðrum ríkjum.

Viðskiptasamningar við Kínverja myndu ekki hafa neitt fullveldisframsal í för með sér, frekar en aðrir viðskiptasamningar, sem gerðir hafa verið við aðrar þjóðir.  Það er enginn að tala um að gefa þeim neitt, þetta yrðu auðvitað samningar jafnrétthárra viðskiptaaðila, sem væntanlega myndu skapa hér mörg atvinnutækifæri.

Hvaða stórveldi verður svo drottnandi í heiminum eftir einhverja áratugi ráðum við engu um, en getum vel séð fyrir okkur hvaða þróun í heimsmálunum sé líklegust.

Evrópa verður að minnsta kosti aldrei neitt heimsveldi, hún er varla til á landakortum í skólum í stærstum hluta veraldarinnar og almenningur í fjölmennustu ríkjum heims veit varla að hún sé til og hvað þá hvar hún er.

Ísland er að minnsta kosti ekki nafli alheimsins.

Axel Jóhann Axelsson, 14.6.2010 kl. 23:01

15 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Axel er duglegur að skrifa pistla sem eru ekki um neitt raunverulegt. Bara spekulasjónir um það hvað þessar og hinar þjóðir, riki eða ríkjasambönd hugsa varðandi Ísland og Íslendinga. Ef hann vissi nú eitthvað um það væri nú þetta í lagi en hann hefur ekki glóru um hvað Kína ætlar sér frekar en hann veit hvað Grænhöfðaeyjar ætla sér. Þetta er ekkert bull þó það sé heilaspuni. Vandamálið er að maður les sífellt sama spunann. Þetta er ekki bull því að rökþéttni hans fyrir ofsóknabrjálæðislegum pælingum um ESB er náttúrulega viorðingarverð. Það gerir spunann hinsvegar ekki sannanlegan. Bara hljómar þannig ef maður vill hafa það þannig. Umræða um ESB í þessum bloggum er mikil að vöxtum en innihaldið rýrt.

Nefni sem dæmi að Ísland er búið að taka upp allar tilskipanir sem fjórfrelsi ESB byggir á án þess að skilja þær til hlýtar. Bankahrunið var ein afleiðing þess að tala mikið og hugsa lítið um hvaða skyldur og tilætlanir fylgja frjálsu flæði fjármagns. Enn tala menn um að krónan eigi sér framtíð í þessum harða heimi frjálsra fjármagnsflutninga. Jafnvel eftir að menn sáu stórlega á Evrunni í þeirri viðureign við spákaupmenn sem fylgir. Má jafnvel segja að hinir miklu ofsækjendur okkar í ESB vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið og kalla þeir ekki allt ömmu sína.

Þegar menn halda því síðan blákalt fram að Ísland geti gert "tvíhliða viðskiftasamning" við Kína sem gæti falið í sér að Kínverjar gætu notað Ísland sem Troju-hest til að koma iðnvarningi sínum tollfrjálst til ESB fatta ekki enn hvað þessi EES samningur bráðum 20 ára þýðir. Hann þýðir það að við getum ekki gert svona samninga nema að segja okkur frá EES fyrst. Þá myndi nú kenningin um Kínverska svindlið falla um sjálft sig. Kínverjar hafa ENGA hagsmuni af því að notfæra sér "smugur" í heimsverslunni í gegnum Ísland. Þessi pæling er dauðadæmd.

Kínverjar þurfa ekki að nota Ísland sem umskipunarhöfn sérstaklega. Þeir geta alveg eins notað Noreg eða bara bæði löndin. Rotterdam mun ekki líða skort á kínverskum varningi þó eitthvað fari um Ísland einhverntíman ef norður póllinn skyldi bráðna.... Þá er nú aldeilis gott að geta stuðst við regluverk ESB í gegnum EES því að Íslendingar geta ekki einir séð við margnum.

Allt daður við sósíalfasistaríkið Kína er ekki bara hæpið af siðverðilegu sjónarmiði heldur pólitískt dauðadæmt. En ESB andstæðinger eru slíkir "norður-kóreumenn" í hugsun að þeirra býður bara einangrun í hugsun og veruleika. Auðvitað maldar maður í móinn við svona fráleitu bloggi Axels og kumpána hans.

Gísli Ingvarsson, 14.6.2010 kl. 23:20

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gísli, eitthvað hefur þú misskilið samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, því Íslendingar geta gert viðskiptasamninga við hvaða land, sem þeim sýnist án þess að spyrja ESB um leyfi.  Það myndi hinsvegar breytast við innlimun í stórríkið, því þá myndu allir viðskiptasamningar verða gerðir í Brussel, eins og nú er vegna ESB landa.

Íslendingar eru ekki aðilar að viðskiptasamningum sem ESB gerir við ríki utan bandalagsins. 

Það er betra að hafa staðreyndirnar á hreinu, áður en farið er út í að ásaka aðra um bull og vitleysu.

Axel Jóhann Axelsson, 15.6.2010 kl. 00:30

17 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég hef nú ekki vit á þessu, en hitt er víst að það þarf að gefa sér góðan tíma til að huga að svona málum, nóg er komið af vitleisunni, hvort sem um er að ræða ESB eða eitthvert annað land, allir vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð ekki satt.

Eyjólfur G Svavarsson, 15.6.2010 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband